Wednesday, September 5, 2007
Komin á ról
Jæja mætti til vinnu í gær. Kannski ekki alveg eins og ég átti að mér að vera en samt þó bara ágæt. Er að vinna að undirbúningnum að fyrsta Sjónvarpsvísi Suðurlands sem kemur út á fimmtudaginn. Alltaf einhverjir byrjunarörðuleikar en þetta kemur allt. Átti náðugan dag eftir vinnu bjó til pizzu og svo kíkti Sella eftir kvöldmat. Guðný og Ingó fóru í klippingu og Guðný bað um skátopp og ætlaði auðvitað að hann yrði síður og flottur en endaði með stuttan skátopp og gjörsamlega grét úr sér augun í gær þar sem hún heldur bekkjarafmælið sitt á föstudaginn og ætlaði að vera svo flott. Mér finnst hún reyndar voða sæt og Ingó var mjög flottur með sína klippingu. Hann æfir og æfir í World Class farin að sjá þvílíkan mun á honum. Ég mætti svo kl hálf 7 í morgun upp á Nordica Spa og nú eru bara 2 dagar eftir og þá eru 4 vikur búnar. Sé hellings mun og svo er bara að halda áfram. Hlakka bara til að fá út úr loka mælingunni. Svo fer ég í klippingu á morgun og verð orðin voða fín fyrir afmæli Ingigerðar sem er á laugardaginn. Nú Ingó er að spila á morgun á Oliver með Lady Di and the softtones (sorry veit ekki hvort rétt skrifað) Endilega komið nú sem flest með mér að horfa á! Svo er hann með Greifunum á föstudag og laugardag svo kannski kíkir maður á föstudaginn langt síðan ég hef séð þá. Svo það er nóg að gera og svo er það bara Police í næstu viku í Amsterdam og það verður æði. Margt að hlakka til og margt að gleðjast yfir í þessum heimi...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Alltaf fullt ad gera hjá thér og alltaf jafn gaman ad lesa bloggid thitt!
Kram Ellen
Gott að þú ert að ná þér.
En ég fann til með aumingja Guðnýju, ömurlegt að fá vitausa klippingu. Held við höfum allar gengið í gegnum slíkt
kossar
já alltaf allt á fullu :-) maður er heppinn að eiga góða fjölskyldu og góða vini til að deila lífinu með.
Já aumingja Guðný þetta var svo sárt hún var svo sorgmædd sem þú þurfti ekkert að vera því hún er svo gullfalleg þessi elska sama hvernig hún er klippt.
goda skemmtun dullurnar minar, og til hamingju med afmaelisbarnid!
Gaman að hlusta á Ingó og co. á Ólíver í gær. Virkilega kósí band með skemmtilegu prógrammi.
Hæ hæ Þórdís beib.
Já fúlt að heyra með klippingar dramað, held að við höfum allar lent í svona klippihorror.
Amsterdam, Police.....það er súpersvalt...langar bara með.
Skemmtið ykkar vel:)
Ekkert nýtt blogg...
Sjáumst sprækar í keilunni á morgun!! Er svo ekki stefnt að kaffihúsi á eftir eða??
HæHæ....
leiðinlegt að missa af keilunni á morgun en óska eftir sögum hingað strax á miðvikudag hehehe
kv
Kristín
ps... búin að færa bloggsíðuna mína yfir á blogspot, annað óbreytt
Góða ferð út ;)
Post a Comment