Tuesday, March 17, 2009

Hann Ingó á afmæli í dag

Elsku ástin mín á afmæli í dag og hér sendi ég honum mínar bestu kveðjur

Ingó með Úlfi á Bláu könnunni á Akureyri um jólin


Ingó sæti um jólin

Annars er búið að vera mikið um að vera hjá mér í dag. Fyrir 2 vikum tábrotnaði Úlfur í fimleikum og fór í gifs. Í gær var tékkað á honum og þá kom í ljós að þetta var að gróa rangt. Þannig að í morgun kl 11 mætti afmælisbarnið með son sinn upp á Borgarspítala og ég tók svo við um hálf 1 leytið og kl 2 var hann mættur í aðgerð. Það kom svo í ljós að brotið var meira en þeir héldu og það þurfti að opna tána og laga þetta og setja litla skrúfu í hana. En allt gekk vel hann vaknaði vel ekkert óglatt og bara nokkuð kátur. Þegar þetta er skrifað (19:00) erum við að bíða eftir að Ingó komi til að hjálpa til við að koma honum heim. Honum varð pínu óglatt þegar æðaleggurinn var tekinn og svitnaði allur svo ég leyfði honum að kúra lengur. Vona að allt verði svo í lagi í nótt en líklega verður hann með verki. Mamma er kominn upp á spítala aftur hún kom heim í gær en varð svo óglatt í nótt að hún fór aftur í morgun. Var komin með hita og er því enn þar og verður allavega í nótt. Pabbi er líka búinn að vera lasinn með verki í maga og á fara til læknis á morgun og aumingja Affí lendir í þessu öllu. Hún stendur sig eins og hetja fyrir hönd okkar systkynanna.

Jæja þá erum við komin heim og Úlfur ældi eins og múkki þegar heim kom en nú sefur hann (kl er 22:00) og ég vona að hann sofi í nótt blessaður. Tengdmamma kom með fullt af pönnukökum og við pöntuðum pizzu því ég náði ekki að elda afmælismat sem ég geri þá bara á morgun.

Annað sem er að frétta hummm jú fékk 9 í þjóðhagfræðiprófinu var búin að fá 7,5 á því fyrra og hér gildir hærri einkunn svo ég er auðvitað himinlifandi :-) Fékk líka 9 fyrir verkefni í þjóðhagfræði svo þetta er bara frábært.

Arndís frænka er skrifuð á morgun svo ég bíð spennt eftir þvi að vita hvort ég eignast litla frænku eða frænda jafnvel bara strax á morgun. Ingigerður er skrifuð á fimmtudaginn í næstu viku en hver veit hvort litla daman (eða svo er sagt að kynið sé) komi bara fyrr.

Hef þetta ekki lengra í bili.

Wednesday, March 11, 2009

Ásta mín 16 ára í dag


Elsku Ásta mín til hamingju með afmælið það er ótrúlegt að það séu 16 ár síðan þú komst í heiminn. Ég vona að þessi dagur hafi verið þér góður og það var frábært að þú skyldir fá köku frá vinkonum þínum og vera boðin út að borða með krökkunum og það var gaman að kaupa með þér föst í Kringlunn í dag. Ég man enn þegar ég kom norður til að eiga þig og mér finnst það hafa verið í gær. Svona líður tíminn og þú á leið í menntó næsta vetur og bara ár í bílprófið ótrúlegt.

Love you ástin mín

Saturday, March 7, 2009

Smá fréttir

Jæja er bara ekkert að blogga búið að vera mikið að gera. Sólin er farin að skína á nýjan leik og morgnar ekki eins dimmir og áður og þá lifnar mín nú við. Helst að frétta er búin að vera í prófum síðan 10 feb og fer í það síðasta 10 mars og þá er pása í prófum fram í byrjun april en ég fer í próf 8, 20 og 24 apríl og þá eru lokaprófin mín búin. Þá tekur við 3 vikna törn í nýsköpun og stofnun fyrirtækja og ég vona að það eigi eftir að ganga vel. Helstu monntfréttir eru að ég var næst hæst í rekstargreiningarprófi um daginn sem er fag sem fjallar um innra bókhald fyrirtækja og hvernig megi skera niður kostnað hehe stuð allavega ég fékk 9,7 var næsthæst og prófið gildir 25% af lokaeinkunn svo já ég er monntin af þessu :-)

Úlfur minn tábrotnaði á mánudaginn. Hann var í fimleikum að gera einhverja æfingu og svona fór. Er brotin á stórutá á vinstra fæti c.a um hana miðja, fór aðeins úr lið og svo kubbaðist smá úr beininu svo hann er nú í gifsi og verður það í 2-4 vikur. Diddi lánaði honum hækjur sem hann styðst við og svo er hann í séstökum skó sem hann getur labbað í. Svo þetta er nú meira stuðið.

Guðný er að fara á Goðamótið á Akureyri um næstu helgi með fótboltanum og gat borgað það með peningunum sem hún fékk fyrir söluna um daginn og ég þakka öllum sem keyptu af henni kærlega fyrir.

Ásta er að spá í að fara í Versló næsta vetur fór á kynningu þangað og fannst alveg æði og allar hennar vinkonur eru að spá í að fara þangað svo já kannski hún endi þar.

Ég hitti Arndísi um síðustu helgi og fór með henni í heimsókn til Birnu frænku. Það var voða gaman að hitta þær og svo var Birna Rún þarna en hún hafði gist hjá ömmu sinni og hún er nú meira skottið. Arndís er orðin vel ólétt enda á hún að eiga í þessum mánuði og sama er að segja um Ingigerði hún fer alveg að fara að eiga :-) Svo er Kristín frænka ólétt og ég segi nú bara til hamingju elsku frænka mikið er gott að draumar þínir rætast!

Kíkti svo á Heiðrúnu hér á fimmtudaginn hef ekki hitt hana lengi keyrði upp í óbyggðir sem hún býr í hehe eða nánar í nýja hverfinu rétt hjá Álverinu. Rosalega gaman að eiga svona kvöldstund saman.

Svo var Brynja mín hjá mér á þriðjudaginn kom frá Svíþjóð þann dag og við fórum í mat til Frosta og Palla um kvöldið og þangað komu Orri og Þóra en þau búa í Stavanger og voru með 3 börn með sér. Rosa gaman að hitta allt þetta lið sem maður sér aldrei. Frosti er reyndar á msn hjá mér en ekki erum við nú dugleg að spjalla. Ingó ætlaði með mér en vegna Úlfs var hann bara heima. Frosti eldaði æðislegan mat eins og alltaf og við sátum lengi og kjöftuðum saman.

Og í síðustu viku komu Ingveldur og Simmi með börnin sín í mat til mín svo ég er bara búin að hitta slatta af fólki núna á síðustu vikum. Það var að venju gott að hafa þau í kringum sig. Væri bara til í aðra utanlandsferð með þeim í sumar. En þau eru að fara til USA svo það verður líklega ekki enda erum við kannski aðeins blankari núna en í fyrra hehe...

Jæja ætla að halda áfram að þýða í þjóðhagfræði en við erum í glósuhópi og þetta á að vera tilbúið fyrir þriðjudaginn svo ég bið að heilsa í bili og endilega þeir sem koma hér inn á síðuna mína skrifa smá komment ég er alveg hætt að heyra í neinum...