Tuesday, July 17, 2007

Sumarfrí

Jæja komin í sumarfrí. Byrjaði á að fara upp í bústað til Didda ætlaði að vera bara eina nótt og koma heim á sunnudaginn en kom svo ekki fyrr en á mánudaginn. Keyðum Guðnýju og Jasmín á föstudaginn upp í Ölver í sumarbúðar þær alsælar. Núna er ég heima að laga til og þvo þvotta og er jafnvel að spá í að skella mér seinni partinn í dag. Sorry Brynja nennti ekki að keyra meðan veðrið hér var um og yfir 20 stig svo ég frestaði norðurferð minni en ég sé þig samt helling. Veit ekki hvað ég verð dugleg að blogga en hver veit. Fór í klippingu og litun svo núna er allt annað að sjá mig he he..

Thursday, July 12, 2007

Alveg að fara í frí

Á morgun er síðasti dagurinn minn fyrir frí. Eins og alltaf er það pínu stressandi þegar maður er að fara í frí því þá man maður eftir öllu sem maður á eftir að gera. Og akkúrat núna eru nokkur stór verkefni framundan sem ég þyrfti að vera að vinna við. Svo það þýðir að ég verð eitthvað að vinna í fríinu en bara smá.

Nú vikan búin að vera fín á þriðjudaginn fórum við á Toto tónleika í höllinni. Fórum með Spútnik genginu og konum ásamt bróður hans Kidda K og Óla sem er í 2 böndum með Ingó. Byrjuðum heima í súpu og bjór og löbbuðum svo yfir í höllina. Ekki fannst mér nú neitt meiriháttar á þessum tónleikum, jú gaman af gömlu lögunum þeirra, en þeir voru að flytja lög af nýrri plötu í miklum meirihluta. Það var alltof hart rokk fyrir mig ásamt endalausum sólóum o.s.frv. Svo fórum við öll á Kaffi París og sátum fram eftir kvöldi og það var mjög gaman.

Var þreytt í gær og gerði nú ekki mikið en í kvöld er ég með matarboð s.s pottakynningarmatarboð. Lóla mætir á svæðið og þau Ingigerður og Sigtryggur og svo kemur hún Arnhildur gamla vinkona mín með dóttur sína. Arnhildi hef ég ekki séð lengi lengi svo það verður extra gaman að fá hana.

Nú svo er ég á fullu að laga til heima og undirbúa frí ásamt því að hún Guðný mín er 10 ára á morgun og er þá að fara með Jasmín í sumarbúðir í Ölver. Við Úlfur ætlum svo upp í bústað á laugardaginn í afmælisveislu Arnar, Eiríks og Heklu og líklega gisti ég þá nótt. En kannski kem ég bara aftur í bæinn og læt Ástu taka sig til fyrir norðurferð en planið er að fara annað hvort sunnudag/mánudag norður.

Brynja kemur svo 16 og ég er farin að telja niður, Áslaug systir 19, Linda 24 og Rósa Rut 26 svo það er svo mikið og skemmtilegt framundan að ég get bara ekki beðið!!!

Monday, July 9, 2007

Skemmtileg helgi

Helgin liðin og bara ein vika í að ég fari í langt langþráð frí!!! Fékk nýju pottana mína á föstudaginn og er búin að henda þeim gömlu og er núna að finna pláss fyrir þetta allt í eldhúsinu. Notaði fyrripart laugardagsins í að fara í gegnum fataskáp Guðnýjar henti heilum svörtum poka af föstum (Rauði krossinn). Nú svo hringdi Gyða vinkona í mig og bað mig um að passa litla guttann þar sem þeim var boðið í brúðkaup og hún í vandræðum. Ég hafði boðist til þess deginum áður ef hún fengi engan pössun. Ég mætti svo um kl 6 þá var hún farin en Georg ætlaði bara að mæta í matinn. Erlingur var til fyrirmyndar sofnaði kl 8 og kvöldparnapían mætti svo á svæðið um 9. Svo þetta var hið besta mál. Heiðrún og Jón komu svo heim til okkar um kl 10 ásamt Kalla frænda Jóns. Sátum og kjöftuðum fram undir hálf 2 ásamt Hörpu vinkonu Heiðrúnar sem bættist í hópinn seinna um kvöldið. Hún keyrði okkur stelpurnar síðan niður á Oliver en strákarnir tóku taxa. Þegar við komum var röð út úr dyrum en Gyða vinkona reddaði okkur inn. Þarna var rosalegur mannfjöldi búið að troða of mikið inn og hitinn var óbærilegur. Endaði með að Heiðrún gafst upp klst á undan okkur en við fórum ekki heim fyrr en seint og um síðir. Enduðum á Hlölla með Gyðu og Georg og settumst fyrir utan Gimli og borðuðum þar. Hélt að mávarnir myndu vera búnir að skíta á okkur áður en við kæmumst heim heill haugur af þessum ógeðslegu fuglum.

Nú svolítið þreytt í gær en svo sóttum við Guðnýju og tengdó þar sem planið var að fara á Árbæjarsafnið og taka Jasmín með en Úlfur var hjá Ormari. Frítt á safnið þar sem það var safnadagur í Reykjavík í gær. Rosa gott verður og við skemmtum okkur vel.

Guðný sæta


Árbæjarsafnið farið í hestakerruferð








Fórum svo heim til Ingigerðar og Sigtryggs og eftir að hafa komið krökkunum fyrir hjá vinum sínum í næturpössunm borðuðum við þessa líka frábæru mexíkönsku súpu ásamt Gunnari bróður Sigtryggs og fórum svo á Die Hard sem klikkaði ekki á öllum hinum sígildu atriðum sem Die Hard myndir standa fyrir :-) Spáð er 20 stigum í dag vona að það rætist.

Friday, July 6, 2007

Sól og frábært veður

Hér er bara búið að vera alvöru sumar loksins loksins. Ég hef bara ekkert bloggað þar sem ég er bara ekkert búin að vera heima. Sund alla daga eftir vinnu, heimsóknir og annað svo ég hef sofnað frekar snemma eða bara ekki nennt að blogga. Mamma og pabbi fóru á miðvikudaginn Diddi keyrði þau norður. Náði að halda rosa flott grillmatarboð með þeim og Ingigerði og Sigtryggi á mánudaginn sem heppnaðist svona ljómandi vel. Sólin skein allan tímann og ég hélt ég myndi bráðna úti á svölum það var svo heitt. Svo Kíkti Arndís á mig í vikunni kaffibrún og sæt. Gaman að sjá hana eftir næstum heilan mánuð. Hún er búin að selja og kaupa uppi í Seljahverfinu til lukku með það elskan. Svo fór ég á pottakynningu til Heiðrúnar ásamt manni mínum og þeim systrum Möllu og Kristínu. Þetta var svona matarboð og kynning í leiðinni. Keypti smá :-) nú fer ég að bjóða reglulega í mat...Áður en við fórum til Heiðrúnar skruppum við upp í Mosó í sund með þau litlu og Jasmín. Ingó hafði óvart farið í gömlu laugina vissi ekki um þá nýju en þetta var fínt ekki mikið af fólki og sólin skein allan tímann. Svo hittumst við Heiðrún í gær og fórum í Laugardalslaugina syntum og enduðum í sjópottinum alveg frábært. Ekkert farið í golf enn það er ekki nógu gott ætli við reynum ekki að fara um helgina. Ingó er með Greifunum á Players í kvöld endilega skellið ykkur þangað og svo er hann með smá dinnertónleika með einu af þessum litlu böndum hans og það er á Grandhótel rétt hjá okkur. Nú svo ætla ég að reyna að sjá framan í Ingigerði og kannski Sædísi ef hún er ekki of upptekin hef lítið heyrt í henni þessa dagana eins og gengur og gerist er allt á fullu á sumrin. Heiðrún og Jón ætla að hitta okkur á laugardagskvöldið svo það er nóg að gera eins og alltaf. Ásta kom á þriðjudaginn heim en fer aftur upp í bústað í dag. Ég er búin að fá það á hreint að ég er í fríi 16júl til 20ágúst jibbí get ekki beðið. Nú er bara rétt vika í að Brynja komi, farið að styttast í Rósu,Lindu og Áslaugu systur svo þetta fer bara batnandi.

Monday, July 2, 2007

Álftavatn

Ekki er ég dugleg að blogga í þessu góða veðri. Vikan fór að mestu í sund,göngutúra og golf en golfnámskeiðið kláraðist á föstudaginn. Enduðum á litlum 9 holu velli og stóðum okkur bara með prýði. Nú er bara að halda þessu við og æfa sig og æfa. Ætlum að reyna að fara í vikunni aftur. Mamma og pabbi komu með krakkana á fimmtudaginn og fóru upp að Álftarvatni strax á föstudaginn og við Ingó komum eftir golf. Ein nótt breyttist hjá mér í 2 og ég kom ekkert heim fyrr en seinni partinn í gær. Ingó þurfti í bæinn á laugardaginn en tók svo Sellu með sér að sækja okkur á sunnudaginn. Mamma og pabbi voru líka bara eina nótt þurftu í bæinn að passa Ástþór Örn fyrir Bróa. Helgin leið við sól og blíðu þar sem potturinn var óspart notaður, krakkarnir á vindsængum úti á vatni og í þessum líka flottu blautbúningum sem Diddi keypti. Svo var grillar, farið í vatnsslag og á endanum varð Ásta eftir og unir sér vel. Myndir koma seinna.