Monday, July 9, 2007

Skemmtileg helgi

Helgin liðin og bara ein vika í að ég fari í langt langþráð frí!!! Fékk nýju pottana mína á föstudaginn og er búin að henda þeim gömlu og er núna að finna pláss fyrir þetta allt í eldhúsinu. Notaði fyrripart laugardagsins í að fara í gegnum fataskáp Guðnýjar henti heilum svörtum poka af föstum (Rauði krossinn). Nú svo hringdi Gyða vinkona í mig og bað mig um að passa litla guttann þar sem þeim var boðið í brúðkaup og hún í vandræðum. Ég hafði boðist til þess deginum áður ef hún fengi engan pössun. Ég mætti svo um kl 6 þá var hún farin en Georg ætlaði bara að mæta í matinn. Erlingur var til fyrirmyndar sofnaði kl 8 og kvöldparnapían mætti svo á svæðið um 9. Svo þetta var hið besta mál. Heiðrún og Jón komu svo heim til okkar um kl 10 ásamt Kalla frænda Jóns. Sátum og kjöftuðum fram undir hálf 2 ásamt Hörpu vinkonu Heiðrúnar sem bættist í hópinn seinna um kvöldið. Hún keyrði okkur stelpurnar síðan niður á Oliver en strákarnir tóku taxa. Þegar við komum var röð út úr dyrum en Gyða vinkona reddaði okkur inn. Þarna var rosalegur mannfjöldi búið að troða of mikið inn og hitinn var óbærilegur. Endaði með að Heiðrún gafst upp klst á undan okkur en við fórum ekki heim fyrr en seint og um síðir. Enduðum á Hlölla með Gyðu og Georg og settumst fyrir utan Gimli og borðuðum þar. Hélt að mávarnir myndu vera búnir að skíta á okkur áður en við kæmumst heim heill haugur af þessum ógeðslegu fuglum.

Nú svolítið þreytt í gær en svo sóttum við Guðnýju og tengdó þar sem planið var að fara á Árbæjarsafnið og taka Jasmín með en Úlfur var hjá Ormari. Frítt á safnið þar sem það var safnadagur í Reykjavík í gær. Rosa gott verður og við skemmtum okkur vel.

Guðný sæta


Árbæjarsafnið farið í hestakerruferð








Fórum svo heim til Ingigerðar og Sigtryggs og eftir að hafa komið krökkunum fyrir hjá vinum sínum í næturpössunm borðuðum við þessa líka frábæru mexíkönsku súpu ásamt Gunnari bróður Sigtryggs og fórum svo á Die Hard sem klikkaði ekki á öllum hinum sígildu atriðum sem Die Hard myndir standa fyrir :-) Spáð er 20 stigum í dag vona að það rætist.

6 comments:

brynjalilla said...

greinilega góð helgi, hlakka til að hitta þig vel og mikið músin mín eftir 7 daga!

ps: hér er hitinn loksins skriðinn yfir 20 eftir rigningartíð dauðans.

Anonymous said...

Góðan daginn:-) takk fyrir góða skemmtun á laugardaginn, get ekki sagt að ég sé með strengi eftir kvöldið þar sem ekki var hægt að dansa nema vera troðinn niður af blindfullu pakki sem var svo sveitt og ÞVÍ MIÐUR engin reykingarstybba til að kæfa niður lyktina sem fylgdi henni.... ha ha ha
Hlakka til að koma og prófa pottana, er ekki spurning með að fara í sund í vikunni??
knús Heiðrún

Thordisa said...

Jú sund það er málið fór ekkert um helgina og það er ekki gott mál. Brynja styttist í þetta!!!

Anonymous said...

Hvernig gengur eiginlega með andlitsbókina??

Kveðja,
Ingigerður

Anonymous said...

Andlitsbók? nú er ég úti að aka???

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]