Á morgun er síðasti dagurinn minn fyrir frí. Eins og alltaf er það pínu stressandi þegar maður er að fara í frí því þá man maður eftir öllu sem maður á eftir að gera. Og akkúrat núna eru nokkur stór verkefni framundan sem ég þyrfti að vera að vinna við. Svo það þýðir að ég verð eitthvað að vinna í fríinu en bara smá.
Nú vikan búin að vera fín á þriðjudaginn fórum við á Toto tónleika í höllinni. Fórum með Spútnik genginu og konum ásamt bróður hans Kidda K og Óla sem er í 2 böndum með Ingó. Byrjuðum heima í súpu og bjór og löbbuðum svo yfir í höllina. Ekki fannst mér nú neitt meiriháttar á þessum tónleikum, jú gaman af gömlu lögunum þeirra, en þeir voru að flytja lög af nýrri plötu í miklum meirihluta. Það var alltof hart rokk fyrir mig ásamt endalausum sólóum o.s.frv. Svo fórum við öll á Kaffi París og sátum fram eftir kvöldi og það var mjög gaman.
Var þreytt í gær og gerði nú ekki mikið en í kvöld er ég með matarboð s.s pottakynningarmatarboð. Lóla mætir á svæðið og þau Ingigerður og Sigtryggur og svo kemur hún Arnhildur gamla vinkona mín með dóttur sína. Arnhildi hef ég ekki séð lengi lengi svo það verður extra gaman að fá hana.
Nú svo er ég á fullu að laga til heima og undirbúa frí ásamt því að hún Guðný mín er 10 ára á morgun og er þá að fara með Jasmín í sumarbúðir í Ölver. Við Úlfur ætlum svo upp í bústað á laugardaginn í afmælisveislu Arnar, Eiríks og Heklu og líklega gisti ég þá nótt. En kannski kem ég bara aftur í bæinn og læt Ástu taka sig til fyrir norðurferð en planið er að fara annað hvort sunnudag/mánudag norður.
Brynja kemur svo 16 og ég er farin að telja niður, Áslaug systir 19, Linda 24 og Rósa Rut 26 svo það er svo mikið og skemmtilegt framundan að ég get bara ekki beðið!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Takk fyrir síðast:-) og takk fyrir pössunina,þú reddaðir okkur alveg! Skemmti mér þvílíkt vel á laugardaginn en hvað með að vera svona lengi hehe, vorum alveg uppgefin daginn eftir með krakkana:-/ ekki beint skynsamlegt en svona er þetta maður verður að komast út af og til og halda geðheilsu. Kv.Gyða
Já þetta var rosa gaman nema þessi geðveiki á Oliver er bara ekkert til að grínast með hvað er málið með að troða bara endalaust þarna inn... Síðasti dagurinn á morgun svo norður upp úr eða um helgina. En ég heyri í þér áður.
Hæ skvísa,
ÉG er á kafi í pökkun og er líka farin að telja niður.
á morgun...
Fáum við þá ekkert nýja færslu fyrr en eftir sumarfrí???
Sund á miðvikudaginn??
Knús Heiðrún
Post a Comment