Friday, July 6, 2007

Sól og frábært veður

Hér er bara búið að vera alvöru sumar loksins loksins. Ég hef bara ekkert bloggað þar sem ég er bara ekkert búin að vera heima. Sund alla daga eftir vinnu, heimsóknir og annað svo ég hef sofnað frekar snemma eða bara ekki nennt að blogga. Mamma og pabbi fóru á miðvikudaginn Diddi keyrði þau norður. Náði að halda rosa flott grillmatarboð með þeim og Ingigerði og Sigtryggi á mánudaginn sem heppnaðist svona ljómandi vel. Sólin skein allan tímann og ég hélt ég myndi bráðna úti á svölum það var svo heitt. Svo Kíkti Arndís á mig í vikunni kaffibrún og sæt. Gaman að sjá hana eftir næstum heilan mánuð. Hún er búin að selja og kaupa uppi í Seljahverfinu til lukku með það elskan. Svo fór ég á pottakynningu til Heiðrúnar ásamt manni mínum og þeim systrum Möllu og Kristínu. Þetta var svona matarboð og kynning í leiðinni. Keypti smá :-) nú fer ég að bjóða reglulega í mat...Áður en við fórum til Heiðrúnar skruppum við upp í Mosó í sund með þau litlu og Jasmín. Ingó hafði óvart farið í gömlu laugina vissi ekki um þá nýju en þetta var fínt ekki mikið af fólki og sólin skein allan tímann. Svo hittumst við Heiðrún í gær og fórum í Laugardalslaugina syntum og enduðum í sjópottinum alveg frábært. Ekkert farið í golf enn það er ekki nógu gott ætli við reynum ekki að fara um helgina. Ingó er með Greifunum á Players í kvöld endilega skellið ykkur þangað og svo er hann með smá dinnertónleika með einu af þessum litlu böndum hans og það er á Grandhótel rétt hjá okkur. Nú svo ætla ég að reyna að sjá framan í Ingigerði og kannski Sædísi ef hún er ekki of upptekin hef lítið heyrt í henni þessa dagana eins og gengur og gerist er allt á fullu á sumrin. Heiðrún og Jón ætla að hitta okkur á laugardagskvöldið svo það er nóg að gera eins og alltaf. Ásta kom á þriðjudaginn heim en fer aftur upp í bústað í dag. Ég er búin að fá það á hreint að ég er í fríi 16júl til 20ágúst jibbí get ekki beðið. Nú er bara rétt vika í að Brynja komi, farið að styttast í Rósu,Lindu og Áslaugu systur svo þetta fer bara batnandi.

3 comments:

Anonymous said...

4 dagar eftir hjá mér sem dagmömmu, er að telja niður :) Mikið var gaman hjá Heiðrúnu í matarboðinu, mmikið hlegið og loksins borðað um 22!!

Anonymous said...

Var næstum dauð úr hungri he he fæ pottana mína í dag!

Anonymous said...

Já þetta var svaka gaman:-) Hlakka til að sjá ykkur í kvöld...
Knús Heiðrún og Nonni...