Monday, July 2, 2007
Álftavatn
Ekki er ég dugleg að blogga í þessu góða veðri. Vikan fór að mestu í sund,göngutúra og golf en golfnámskeiðið kláraðist á föstudaginn. Enduðum á litlum 9 holu velli og stóðum okkur bara með prýði. Nú er bara að halda þessu við og æfa sig og æfa. Ætlum að reyna að fara í vikunni aftur. Mamma og pabbi komu með krakkana á fimmtudaginn og fóru upp að Álftarvatni strax á föstudaginn og við Ingó komum eftir golf. Ein nótt breyttist hjá mér í 2 og ég kom ekkert heim fyrr en seinni partinn í gær. Ingó þurfti í bæinn á laugardaginn en tók svo Sellu með sér að sækja okkur á sunnudaginn. Mamma og pabbi voru líka bara eina nótt þurftu í bæinn að passa Ástþór Örn fyrir Bróa. Helgin leið við sól og blíðu þar sem potturinn var óspart notaður, krakkarnir á vindsængum úti á vatni og í þessum líka flottu blautbúningum sem Diddi keypti. Svo var grillar, farið í vatnsslag og á endanum varð Ásta eftir og unir sér vel. Myndir koma seinna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Hljómar sem hin besta helgi hjá ykkur. Bústaðurinn hans Didda er líka algjört ÆÐI!!
Gott að þið áttuð góða helgi og fenguð gott veður. Hef enn ekki komið í bústaðinn til Didda, en þetta hljómar alla vega vel. Bið að heilsa ;)
Já Linda á sko eftir að fara með þig í bíltúr þangað. Hér skín sólin enn í dag hver dagur búin að vera frábær og bæta upp að í fyrra var ekket sumar. Maður situr úti á svölum og les í bók ansi létt klæddur þetta er lífið.
Já ótrúlegt hvað þetta veður kemur manni í gott skap:-) Hlakka til að sjá ykkur Ingó annað kvöld...
Knús Heiðrún
Hæ hæ ég er komin til landsins og nú hittumst við endilega í kaffi...
kveðja
Edda í Bretlandi
thá veit ég hvert góda vedrid sem átti ad vera hérna fór... viljidi vinsamlegast skila thví!
Edda líst vel á það! Heiðrún hlakka til að sjá ykkur í kvöld og þið Malla líka.
Ég vona að þessi veðurblíða haldist eitthvað lengur þó það væri ekki nema fyrir Brynju og mig ;)
jahérna yndislegt, okkur veitir ekki af blautbúningum þessa dagana. Nú er komið að mér að öfundast út í veðrið hjá ykkur. Hér er óveður ullabjakk.
Post a Comment