Tuesday, September 25, 2007
Enn á lífi
Enn á lífi, dagarnir líða úti er kalt í dag en sól. Tengdó hressari krakkarnir gistu hjá henni um helgina. Fór út að borða með manninum mínum á föstudaginn á Eldsmiðjuna áttum notalega stund saman þar. Horfðum út um gluggann á fyrstu íbúðina okkar. Mikið leið okkur vel þar. Skellti mér í þá skemmtilegu búð Hestar og menn með Lólu á laugardaginn. Lóla kemur mér alltaf í gott skap sama hvað er. Náðum að hlægja mikið í þessari ferð sérstaklega þegar við sátum fyrir utan Aktu taktu og hámuðum í okkur samlokur og hamborgar og varð okkur þá litið út á bílaplan þar sem nokkrir fuglar gæddu sér á magainnihaldi einhvers síðan liðina nótt. Fór í bíó með krakkana á laugardagseftirmiðdegi og hitti svo Ingó sem var að spila á Nordica á árshátíð. Vorum saman tvo þar til hann fór að spila. Keyrði hann uppeftir og skellti mér í heimsókn til Friðborgar konu Péturs úr Spútnik. Sat hjá henni þar til Ingó var búin að spila um hálf 3 og sótti hann þá og við fórum saman heim. Fór með honum í rót næsta dag og svo sóttum við Ástu til Heiðar og krakkana til tengdó. Skellti mér með Guðnýju í afmæli Birnu Rúnar dóttur Arndísar stoppuðum nú ekki lengi. Síðasta vika Arndísar í fluginu í bili. Búin að eiga nokkur hugguleg kvöld heima, heima er best.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Gott hvað þið hafið það gott saman ;)
Kossar
já er ekki alltaf best að vera bara saman sem mest..
Flott hjá Aktu Taktu að bjóða upp á svona lystauka! :)
Kveðjur frá Egils :)
ooohh hvað mig langar í feitan Aktu taktu hamborgara núna.. ha ha ha... vonandi að fæ ég að knúsa þig í kvöld....
sorry skvísur að ég kom ekki í saumó í gær vona að þið hafið skemmt ykkur vel.
Söknuðum þín í saumó í gær skvís. Mikið hlegið og haft gaman, ekki missi ég af veislu hjá Írisi og fyrst það er ekkert að gerast hjá mér þá ákvað ég að reyna að hrista krílið út með hlátri:-) Virkaði ekki, allavega ekki ennþá...
Kv Dagný
Gott að þú ert á lífi, en hefði verið betra að sjá þig því til staðfestingar :)
Ég sakna ykkar allra- ohhh hvað mig langar í saumó til ykkar, allar kökurnar og sætabrauðið og maturinn..og auðvitað þið skemmtilegu konur!!
Kveðja Arnhildur
[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem
The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]
Post a Comment