Tuesday, May 15, 2007

Smá sumar

Í dag er 10 stiga hiti og sól og bara nokkuð sumarlegt. Gróður lifnar við frá degi til dags og þetta er allt bara farið að líta ágætlega út. Sótti Lubba í gær eftir vinnu. Hann gjörsamlegast bilaðist þegar ég kom enda búin að vera einn í fleiri klst þann daginn. Ég fór með hann heim og skipti um föt og keyrði til Sædísar og við fórum í langan göngutúr um Grafarvoginn með Lubba og Axel litla í kerru. Sá stutti var heldur betur hress með göngutúrin sat bara og horfði út og var sko ekkert á því að sofna en var svo góður að það heyrðist ekkert í honum. Veðrið var yndislegt en samt var golan pínu köld en það var mjög gaman að labba þarna um hef lítið gengið um á þessum slóðum. Nú gærkvöldið var ósköp rólegt horfði á tv og las fyrir krakkana í Ævintýra höllinni sem þeim finnst frekar skemmtileg bók. Í dag er planið að sækja Lubba eftir vinnu og fara út að ganga. Reyndar vill Guðný endilega að hún og Jasmín fái að fara með hann einar svo kannski fá þær að fara stuttan hring með þeim. Svo langar mig að ráðast í mosann í garðinum við fyrsta tækifæri alveg ótrúlegt hvað það er mikill mosi. Ætla í Blómaval og fá ráðleggingar. Strákurinn í kjallaranum er kominn með trommustett og er að æra alla. Ingó heldur að þetta séu rafmagnstrommur og að hann ætti að geta lækkað í þeim. Ætla að ræða við þau í dag þetta gengur ekki það glymur um allt hús trommusett eiga ekki heima í íbúðarhúsum eins og maðurinn minn veit og enda myndi honum aldrei detta í hug að hafa sitt heim.

Já fréttir hún Þórunn Birna gamla skólasystir mín úr Mývatnssveit var að eignast lítin strák eða lítin 18 merkur það kalla ég stórt ha ha.. Það er svo skemmtilegt að við erum aftur komnar í samband í gegnum bloggið og msn eftir margra ára pásu. Allavega til lukku Þórunn mín.

Jæja vinna og aftur vinna bless í bili

7 comments:

imyndum said...

Er hægt að fá mynd af Lubba?

Anonymous said...

Takk fyrir það :) mér fannst hann sko alveg nógu stór! :)

Thordisa said...

heyrðu ég skal taka mynda af honum í dag og setja á síðuna mína hann sko rosalega fallegur þessi elska..

já Þórunn þegar ég átti Ástu sem var 11 merkur þá átti ein kona um leið 18 marka stelpu og mér fannst hún vera risi he he.

Anonymous said...

Hæ! Flott að þú ert dugleg að labba með Lubba, ágætis undirbúningur fyrir bootcamp!! Heyrðu, mér datt í hug að benda ykkur á þessa slóð sem ég fann inni á blogginu hans sr. Svavars, sóknarprests á Akureyri (bróður Siggu Möggu), fannst þetta ansi skondið. Varð sérstaklega hugsað til ykkar Brynju, var ekki eitt píkublómið hennar nefnt Þórdís?? Kíkið inn á þetta, veit þó ekki hvort ég fæ mér eina, eða jafnvel svefnpoka sem skv. síðunni er hægt að kaupa þarna líka!!

www.artgoddess.com/purses

brynjalilla said...

Flottar flauelspíkur. Ég er einmitt að reyna að finna góðan stað fyrir eitt af píkublómunum mínum í nýja h´suinu mínu, held ég setji það upp á vegg í stofunni minni.

http://www.eng.fju.edu.tw/Literary_Criticism/feminism/female_art/female_art.html

þarna má rekja sig áfram og skoða athyglisverð verk tengdum píkum. Annars langar mig mest í píkuhatt held mér yrði mjög hlýtt.

Thordisa said...

það væri sko frumleg hugmynd Brynja og ekki allir sem myndu þora að ganga með svoleiðis hatt híhí...

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]