Búin að vera eitthvað löt að blogga. Ætlaði að vera búin að setja inn fullt af myndum en svo hefur myndavélin verið rafmagnslaus svo ég hef bara ekki tekið neinar skemmtilegar myndir. Nú er búin að vera mikið með hann Lubba hef bara ekki brjóst í mér að vita af honum einum heima svo Ingó og krakkarnir hafa sótt hann um 2 leytið þegar Guðný hefur verið búin í skólanum. Hún og Jasmín hafa svo bara gjörsamlega séð um hann held þær hafi náð því á miðvikudaginn að fara 7 sinnum út með hann geri aðrir betur. Á miðvikudagskvöldið var svo smá vorfagnaður hjá Kvosinni (eigendum Gutenberg,Odda o.fl) í Húsdýragarðinum. Ég sótti Guðmundu sem vinnur með mér upp í Gutenberg og við fórum saman. Þar var hellingur af fólki, veðrið æði og grill og stuð. Settist hjá margmiðlunardeildinni Steina,Eyþóri og fleiru og síðar kom Einar framkvæmdarstjóri og við sátum þarna öll og kjöftuðum. Ágætt að láta aðeins sjá sig á svona samkomum. Pólverjarnir úr OPM verksmiðjunni okkar í fullu fjöri dansandi við 2ja manna hljómsveit sem hélt uppi stuðinu. Spiluðu allt frá brjáluðu rokki til Hauks Mortens híhí frekar skrautlegt en fólk virtist skemmta sér vel.
Nú í gær var dásamlegur frídagur þó svo veðrið hefði mátt vera aðeins skemmtilegra. Þorgerður,Hildur og Dagur komu í heimsókn og stuttu síðar Arndís með Birnu Rún. Ég bakaði vöflur ofaní allt liðið og Birna Rún var mest hrifin af Degi geiflaði sig og reyndi að tala við hann eins og hún gat. Hún er svo mikil dúlla. Svo náði Ingó í Lubba og þegar hún sá hann þá alveg misti hún sig vildi bara ná í hann he he.. Drifum okkur svo kl 6 í bíó með krakkana á Spiderman 3. Þvílíkt rán að fara í bíó held þetta hafi kostað um 4200 og popp og kók um 1800 til viðbótar. Á svona stundu man ég afhverju ég fer sjaldan í bíó. Myndin var fín vakti mikla lukku. Svo voru bara rólegheit í gærkvöldi horft á sjónvarp og slakað á.
Í dag er sólin aftur farin að skína og ég vona að helgin verði góð. Malla bauð mér í bústað en ég kemst ekki þarf að hjálpa Ástu að læra undir próf og hún vill vera heima til þess. Svo er Heiðrún líka að halda upp á afmælið sitt og ekki vil ég missa af því vona að ég nái að draga Lólu og Þorgerði með mér. Svo ætlar allur þriðji bekkur að hittast við orminn í Laugardalnum á sunnudaginn kl 11 og ég held að Úlfur vilji nú ekki missa af því. Svo koma Ingigerður og Sigtryggur heim á sunnudagsmorgun og ég ætla nú aðeins að sjá framan í Ingigerði því ég held að hún sé að fara til Genfar á mánudagsmorgun og verði í viku þar og endi ferðina í London með bróður sínum. Það var allavega planið áður en hún fór út. Hlakka til að hitta þau fá ferðasöguna frá Vancouver en það er sko minn draumur að koma þangað.
Ingó fer svo á Krókinn á laugardaginn svo hann kemur ekki með til Heiðrúnar vona bara að veðrið verði gott gæti hugsað mér að taka góðan göngutúr með Sædísi eða rölt um Laugarveginn með kaffihúsa stoppi. Hvað segirðu um það gamla :-)
Jæja góða helgi veit ekki hvort ég skrifa um helgina en kannski set ég inn myndir eftir afmæli Heiðrúnar..
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Æ það hefði verið ssvvvooo gaman að fá þig með í bústað!! Meira hvað fólk er fullbókað í kringum mig :S En svona er þetta víst ;) Góða helgi.
já því miður hefði sko alveg verið til í að skreppa með þér
það er alltaf sama aksjónið í kringum þig skotta mín, hlakka til að sjá þig í sumar.
Takk elsku dúllan mín fyrir gærkvöldið/nóttina.... Alveg frábært, hefði ekki verið sama partýið án ykkar Þorgerðar...
Knús Heiðrún
[p]His design works always surprising . Founded by a group of Spanish handicraftsmen in 1846, Loewe belongs to LVMH group now . Gucci name is also found cheap prada handbags on watches as well as perfume . The most important thing to consider if the quality of the bag you require, what do you need it for, in other words? Or what do you want to say about your brand and company? You need to pick these with care since as they will be carrying your message . Nylon bags
Nylon bags may be the lightest bags . The actual purses research such as products you have observed upon a number of additional websites, Prices will also be superb to become proper considerably less compared to 50 % associated with list . You will find additional compared to sufficient websites promoting handbags nowadays . com.[/p][p]As the following bags I want to share with you . I personally love the Maison small shoulder bag in purple and I think the Skye slim laptop bag in Peacock is absolutely divine . To ensure you are able to purchase only from dependable vendor, a good web based auction page has strategy for your needs to examine feedback of each and every vendor . That is [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] impressive . Before introducing these products, the brand comes into my mind firstly . Those days, designer handbags, with their unique yet elegant design and impressive quality of materials, are a great way to make a fashion statement . Many companies, depending upon their marketing approaches, prefer to use printed carrier bags to advertise their [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] brand and message.[/p]
Post a Comment