Helgin liðin alltof fljótt eins og venjulega. Fór til Sædísar eftir vinnu og sat með henni og Heimi úti á verönd í blanka logni og þvílíkum hita. Átti svo rólegt kvöld heima með fjölskyldunni.
Á laugardaginn fórum við Ingó með Úlf í Húsdýragarðinn en þar var vorhátíð Stöðvar 2. Hittum Guðnýju og Jasmín og fengum okkur öll pyslur og gos. Skildum svo liðið eftir og fórum og fengum okkur ís tvö saman. Síðan fór Ingó og hitti strákana úr bandinu og horfði á leikinn en ég fór á Laugarveginn og hitti Sædísi og fjölskyldu. Röltum um og það var heitt í skjóli en skítakuldi um leið og maður steig út úr því. Ótrúlegt veður maður bilast á þessu. Við bara röltum um sem var mjög gaman fer sjaldan niður í bæ. Þau fengu svo lánað málverk og ég keyrði það heim fyrir þau. Bíð nú spennt að vita hvort þau ætla að kaupa það eða ekki. Fór svo heim og sótti Úlf og við rúlluðum út í Hafnarfjörð í og færðum Ingó posann sem hann þurfti fyrir kvöldið og í leiðinni fékk ég nýja flotta strigaskó á Úlf hjá Kidda. Fór svo til Þorgerðar en planið var að fara í Smáralindina og kaupa afmælisgjöf handa Heiðrúnu. Þar var þá fyrir Ásdís Arinbjarnar sem ég hef líklega ekki séð í um 9 ár. Hún var þar með mann og börn og var mjög gaman að hitta hana voða sætir krakkar sem hún á. Þegar þau fóru drifum við okkur og keyptum gjöf og ég fór svo heim og keypti á Mc mat handa Úlfi og Ástu en Guðný gisti hjá Jasmín. Úlfur fór svo til ömmu og ég heim að taka mig til. Datt í huga að lita á mér hárið rautt og skellti mér í Lyfju og keypti lit og litaði það. Ekki tókst það fullkomlega því það er mest rautt við rótina og svo dekkra út á við. Þýðir s.s. að ég þarf á stofu he he..
Afmælið var frábært við Þorgerður komum upp úr hálf 11 og þekktum bara Dagnýju og já Áróru vinkonu hennar. Hitt var allt ættingjalið og vinir Jóns Smára. En þetta varð eitt skemmtilegasta partý sem ég hef farið í lengi og ath ég var á bíl allt kvöldið. Það var verið að spila á gítar og syngja og þegar mér hafðí tekist að hrekja einn frænda og eina frænku frá borðinu he he sem lítið gátu sungið og spilað þá tók við vinur hans Jóns Smára og hann var frábær. Svo þegar tengdaforeldrar Heiðrúnar tóku lagið þá hreinlega ætluðum við að deyja úr hlátri. Ekki hægt að lýsa köldinu en það var hlegið svo mikið að ég fékk hreinlega verki í kjálkana. Keyrði svo liðið niður í bæ og hentum þar Jóni og félögum út en við Þorgerður og Heiðrún rúntuðum um. Gerðumst foreldraspæjarar þegar við sáum stelpu úr 9 bekk í Lindarskóla s.s allt of unga og hringdum á lögguna létum vita af henni. Voru svo alltaf að rúna og fylgjast með henni og krökkunum hehe ekki gerði löggan neitt í þess. Skoraði á Þorgerðir að láta foreldra hennar vita af þessu yrði brjáluð ef fólk sæi Ástu og léti mig ekki vita. Nóttin var yndisleg sól og smá gola og alveg bjart. Hræðilegt að sjá klæðanaðin á sumum stelpnanna í bænum klæddar í alltof þröng og lítil föt sama hverni vaxnar þær voru. Frekar niðurlægjandi fannst mér.
Nú vaknaði svo um kl 10 á sunnudaginn eftir lítin svefn og sótti Úlf til tengdó um kl 11 og fórum upp að orminum í Laugardalnum og hittum þar krakka úr öllum þriðju bekkjunum. Það var skíta skíta skíta kuldi, smá rigning, vindur og ógeð. Enda var illa mætt en þeir sem komu allir í stuði. Allir komu með nesti og svo var farið í leiki. Hitti Guðrúnu Valgeirs sem var mjög gaman hef ekki hitt hana lengi. Hún er orðin mega hjólamamma og þau hjóla út um allt ætti að taka hana mér til fyrirmyndar :-). Nú hreinlega þá fraus ég og þegar ég kom heim upp úr kl 1 þá bara var farið undir sæng og það tvær og ég svaf í heillangan tíma eða þar til ég þurfti að sækja Guðnýju og Jasmín heim til Kristínar vinkonu þeirra. En ég fór aftur undir sæng og var þar það sem eftir var dagsins. Fékk sms frá Ingigerði sem var komin heim en of þreytt til að tala og ég líka svo ég hitti ekkert á hana og í morgun fór hún til Genfar en kemur víst heim á fimmtudaginn sem betur fer farin að sakna hennar geðveikt.
En allavega er heima í dag kvefuð og slöpp hef líklega ofkælst í gær en ath var í úlpu með bæði húfu og vetlinga svo spáið í kuldann. Annað en Brynja í Svíþjóð sem er að koma sér fyrir í nýja húsinu sínu. Geðveikt gaman að skoða myndirnar á blogginu þínu skvísa ég verð að fara að drífa mig til þín sé að þetta er bara æði. Svo átti hún Linda mín afmæli í gær vona að hún setji inn myndir frá þeim degi. Nú fer að styttast í að þú komir skvísa mikið hlakka ég til. Sagðí við Ingó um daginn að við ættum bara að skella okkur til USA í sumar svo hann næði að sjá þetta allt áður en þau flytja. Ja hver veit...
Jæja vona að ég verði hressari á morgun svo ég komist í vinnu. Bless í bili...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Góðan bata kella, er búin að liggja sjálf með hita og hausverk, hrikalega spennandi :/
æ æ æ.... Vonandi nærðu þér fljótt ;) Vil heyra allt um partýið í saumó annaðkvöld,takk :)
góðan bata skottan mín, held þú þurfir bara að skella þér í sænska sól sem skín skært þessa dagana. Þið eruð velkomin i innflutningspartýið á föstudaginn blikkblikk.
já vá ekki freista mín ég gæti ætt af stað hehe...verð að viðurkenna að hugurinn er sko heldur betur komin hálfa leið til Svíþjóðar í sólina hjá þér og meira að segja Ásta og Guðný báðar búnar að segja að þær vilji prófa að búa í útlöndum svo hver veit hvort maður lætur á það reyna og prófar útlöndin :-)
guð það kæmi mér ekki á óvart þótt þú myndir bara mæta í þetta innflutningspartý í Svíþjóð!! En hafðu það gott krúttan mín, vonandi losnarðu við þetta kvef og ógeð sem allra fyrst. Fer að líta við fljótlega :)
Sjáumst í kvöld mín kæra:-)
Knús Heiðrún
Post a Comment