Lufsaði mér í vinnuna í morgun. Svona er þetta þegar maður er ekki með hita þá hefur maður ekki samvisku í að vera heima. Auðvitað ætti ég að vera heima er enn með hausverk og hörku kvef en nei hér er ég mætt. Búin að sitja einn fund og pirra mig á því hvað mér finnst sumt óskipulagt hér grrrrr... Fékk sms frá Ingigerði í gær sem hafði verið bókuð vitlaust til Genfar og var lent í London en átti ekki flug áfram fyrr en næsta dag s.s. í dag. Komst til Genfar en farangurinn týndur svaka stuð get ég ímyndað mér man allavega hvernig mér leið í Boston þegar ég týndi mínum í haust. Heiðrún getur vitnað um það he he he. En svona er bara til að eyðileggja ferðina fyrir manni nú kemur sér vel að eiga platínukort búið að gera mikið grín að mér fyrir að vilja fá svoleiðis en akkúrat á svona stundu er þetta málið og hana nú. Brynja hringdi í mig í gærkvöldi og peppaði mig upp þar sem ég var að andast á þessu skeri í þessu líka ömurlega veðri alveg að missa mig. Það var gott að heyra í henni hef ekki talað við hana lengi svona símleiðist. Sakna þín eskan.......
Ætla að skella mér til hennar Lindu hárgreiðslukonu í dag eftir vinnu og láta lita á mér hárið. Fór nefnilega í það áður en ég mætti í afmælið til Heiðrúnar að lita það rautt. Eitthvað tókst það ekki sem skyldi og er ég appelsínugul við rótina og rauðari út við endana og mætti því með klút í vinnuna í dag ha ha ha glötuð eða hvað. Svo nú skal laga þetta svo ég geti sýnt mig opinberlega án þess að vera eins og trúskiptingur.
Svo er saumó hjá Heiðrúnu á Völlunum í Hafnarfirði þarf að leggja snemma af stað til að vera mætt um hálf 9 tekur eina og hálfa dagleið að fara þetta ha ha nei joke kannski ekki alveg svo langt en ómæ þetta er lengt úti í ras....i. En íbúðin er fín en bensínkosnaður hlýtur að vera hár.
Nenni ekki að vinna og er þess vegna að stelast til að blogga en hætti því hér og nú og reyni að gera eitthvað af viti bæjó í bili.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Sjáumst í kvöld, viltu kannski kippa mér með, ég get borgað í bensín, tihi ;)
tek ykkur með í þessa langferð spurning um að vera með nesti ef við komum seint á leiðarenda híhí ekki víst að það séu sjoppur opnar svona seint úti í óbyggðum hehe
Hæ hæ mín kæra,
gaman að fá kveðju frá þér og ég er sko meira en til í að rölta til þín á Kirkjuteiginn... verð í fríi á þriðjud. og miðvd.
Hér er glampandi sól og 23 stiga hiti ...heheh... fór í stuttbuxum og hlýrabol að labba með hundinn kl. 8 í morgun...kveðja Edda í UK
Edda ég er flutt til þín hehe glampandi sól og ja hvað heldurðu 6 stiga hiti þú ert ekki að missa af neinu hehe
sakna þín líka músin mín
Post a Comment