Tuesday, May 29, 2007

próftími og stess

Dásamlegt að eiga svona langa helgi. Byrjaði á því að fara til Ingigerðar seint á föstudagskvöldið hafði þá ekki séð hana í rétt um 2 vikur. Sat hjá þeim hjónum til að verða 2 um nóttina og spjallaði. Egill og Erla vinir þeirra frá Akureyri komu upp úr miðnætti með börnin sín þrjú svo það var mikið stuð. Kristín Dögg gisti hjá okkur þessa nótt enda voru þær mæðgur á leið til Áslaugar systur. Hitti svo Arnhildi á laugardaginn og við fórum með stelpurnar í Kringluna. Arnhildur keypti sér 2 voða sæta kjóla og þær litlu fengu að fara í Ævintýraland, fá Mcdonald´s og ís svaka stuð. Keyrði svo liðið heim til mömmu og pabba Fúsa og fékk þar kaffi og leyfar af stúdentstertu Víðis. Hitti Gíslínu systur Fúsa sem ég hef ekki séð lengi en hún er orðin prestsfrú í Vestmannaeyjum. Var bara róleg heima um kvöldið og horfði á Dirty Dancing langt fram á nótt híhí hef ekki séð hana síðan ég var unglingur. Á sunnudaginn var tertukaffi hjá tengdó og svo eyddi ég slatta af tíma í að læra með Ástu. Í gær var líka bara rólegt fórum í Ikea með tengdó og Guðnýju ætluðum að kaupa nýtt eldhúsborð en fundum ekkert. Var svo að læra með Ástu og bara gera ekki neitt. Ekkert voðalega spennandi veður svona la la þó með besta móti í gær. Dauðlangar að fara að gera eitthvað skemmtilegt. Ætla að fara að reyna að drusla mér í ræktina enda orðin alltof þung og vöðvabólgan að byrja aftur. Þetta er bara ekki hægt.....Friðrik Aðalsteinn er 14 ára í dag. Til lukku með daginn frændi mér finnst ekki svo langt síðan Ásta var að mata þig á morgunkorni heima hjá mér á Lokastígnum :-)

6 comments:

Anonymous said...

Auðvitað kunnum við norðanfólkið að beygja nafnið á barninu, þetta virðist vefjast fyrir fólki í öðrum landshlutum :)
Og frú Brauðfjörð er Valdís "litla" frænka Emilsd, þú kannski manst ekki eftir henni?

Anonymous said...

FAF segir - Ha, ha,ha. Og Sigyn segir, "engar hamingjuóskir til mín að hafa farið upp á Hvannadalshnjúk um helgina"? Svona er þessu misskipt. Diddi bróðir

brynjalilla said...

gera eitthvad skemmtilegt, hmmm já hvernig vaeri ad skreppa til Sverige hehe, sakna thín músin mín

Anonymous said...

Þórunn ég man eftir henni hún var einmitt litla frænka he he... Og Sigyn mín til hamingju með að hafa komist á Hnjúkin frétti að síðustu 2 klst hefðu verið ansi erfiðar en ekki þó erfiðari en svo að þið ætlið til Kilimanjaro eftir 3 ár þið eruð flott á því. Ég kem bara með og skoða Kenya en ekki ætla ég upp með ykkur híhí.. Og já Brynja mín það væri sko eitt af því skemmtilegra sem ég myndi gera og það verður fyrr en síðar er bara að þykjast vera skynsöm í peningamálum en það stendur ekki lengi yfir he he...

Anonymous said...

Hvenær á að koma og hitta mig í hádeginu???
Kveðja Heiðrún

Anonymous said...

já hvenær eigum við að gera það búið að vera nett bilun hjá mér síðustu daga fer að lagast :-)