Það er búið að opna Hlíðarfjalla aftur og í dag er 24 maí. Er allt að bilast á þessu landi ég bara spyr. Hvað á það að þýða að við skulum vera í vetrarveðri á meðan allar vinkonur mínar og ættingjar fagna sumri í Evrópu. Ég er endanlega viss um að ég hafi fæðst í vitlausu landi á bara ekki til orð. Annað sem ég gjörsamlega er orðlaus yfir er frétt inni á mbl.is sem fjallar heitir Nauðgunarþjálfur á netinu, og hér kemur lýsingi af leiknum:
Í lýsingu á leiknum á vefsvæði torrent.is segir: "Leikmaðurinn bregður sér í hlutverk chikan [sem á japönsku þýðir öfuguggi] sem hefur það að sið að káfa á konum í yfirfullum neðanjarðarlestum. Framhaldsskólastúlka að nafni Aoi lætur handtaka chikan fyrir að misbjóða sér. Í framhaldinu hyggur chikan á hefndir með því nauðga öllum fjölskyldumeðlimum Aoi. Fyrsta fórnarlamb hans er Manaka, yngri systir Aoi, sem hann nauðgar á almenningssalerni. Næsta fórnarlamb hans er Yuuko, móðir Aoi, sem hann nauðgar í almenningsgarði. Þriðja fórnarlamb persónunnar er Aoi, þ.e. konan sem kærði hann til lögreglunnar. Hann nauðgar henni á hóteli eftir að hafa bundið hana niður. Þegar leikmaðurinn hefur fullkomnað þessi verkefni sín fær hann að nauðga þeim hvenær og hvar sem hann lystir. [...] Þetta stig nefnist þjálfun, en í því getur leikmaðurinn brotið konurnar þrjár á bak aftur á níu mismunandi vegu. Þetta merkir að þær munu ekki veita neina mótspyrnu gegn óskum leikmannsins um tilteknar kynlífsathafnir." | 11
Ég held að þetta sé mesti viðbjóður sem ég hef heyrt um lengi. Þetta geta börnin okkar nálgast og þarna geta ungir strákar leikið sér eins og ekkert sé sjálfsagðara en nauðga til að refsa. Á bara ekki orð yfir þessu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
!!!!!!!!!!!!!!
Hvaða ógeð er þetta eiginlega!!! Heimur versnandi fer........
Sæl vinkona, gaman að fá þig í bloggheima.
Ég er sammála þér, þetta er viðbjóður og það sem mér finnst harðast er það að sá sem sér um vefinn sér ekki neitt ósiðlegt við þetta þar sem þetta er ekki enn dæmt "ólöglegt". Það er nú meiri mannbleyðan!!
Kv. Helga í morðklúbbnum
Á ekki orð. Mæli með lesningunni Theorizing Patriacrchy eftir Sylviu Walby þar sem hún skoðar stöðu kvenna á hinum mismunandi sviðum eða kerfum samfélagsins. Það er ljóst að konur að hafa náð frama á ýmsum sviðum, s.s. á sviði menntunar en þá er eins og staða þeirra versni á öðrum sviðum og þessi aukna klámvæðing undanfarinna ára, sem birtist m.a. í svona tölvuleikjum, er gott dæmi um það.
Nákvæmlega við stelpurnar í vinnunni áttum ekki til orð og já reyndar ekki strákarnir heldur. Linda ég ætla að lesa þessa bók við tækifæri. Helga gaman að heyra frá þér förum nú að hittast!!!
já ofgarnar eru ótrúlegar á svo mörgum sviðum
[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem
The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]
Post a Comment