Tuesday, May 1, 2007
Frídagur
Leiðindadagur í dag. Átti samt frí svo það hefði átt að vera ok en Ingó var að vinna og svo var hljómsveitaræfing svaka stuð. Svo ég er búin að hanga heima í allan dag lagaði til í mínu herbergi, ryksugaði alla efri hæðina og setti í vél. Svakalegt stuð hef bara aldrei upplifað aðra eins skemmtun. Úti er grámyglulegt þó það sé ekki kalt en guð minn góður þegar maður heyrir í fólki fyrir norðan í sól og sælu og allir vinirnir í útlöndum baða sig í sól þá bara spyr maður sig hvað maður sé að hanga á þessu skeri ómæ þetta er bara einn af þessum dögum verð hressari á morgun :-)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
knús Þórdís mín, ég skil þig vel, við erum búin að nota frídaginn til að pakka og henda endalaust drasli. Erum bæði með frjóofnæmi, rauð augu, rauð nef og hnerrar allt til andskotans. Sko sérð að það er ekki bara tekið út með sældinni að búa í sól, sumaryl og ofskammti af frjói í loftinu...
Sammála þér að þetta hafi verið leiðindadagur, búin að liggja dragúldin með verki og útblásna fingur.. óska hér með eftir geðheilsu!
æ æ Þórdís, ekki gott að dagurinn var svona :S Ég var full orku, fór í danstíma í morgun, rauk svo heim og græjaði hádegismat handa liðinu. Ákvað svo að bjóða Þorgerði og co í kaffi, bakaði fullt af pönnsum, brownies og kryddbrauð ;) Góður dagur en ég MJÖG þreytt núna :) Þú hristir þetta úr þér, ég veit það :)
já svona er þetta stundum vildi að ég hefði verið hjá þér Brynja að hjálpa þér eða í kaffi hjá þér Malla í staðinn fyrir að hanga hér alein og láta mér leiðast.Þórunn mín vona að þú fari að koma guttanum í heiminn og þurfir ekki að þjást mikið lengur :-)
Í BNA er barasta enginn frídagur í dag svo að... þið á skerinu getið kannski bara vel við unað. Svo er bara 10-15 stiga hiti hérna núna, svona álíka grámyglulegt og hjá ykkur. Ekki eins góður apríl og fyrir ári síðan þegar þú varst í heimsókn.
Nei það var sko æðislegur tími Linda frábær ferð í alla staði nú á ég bara eftir að fara til Brynju og upplifa með henni og svo er löngu komin tími á aðra Parísarferð. Þegar við erum allar komnar til Evrópu þá held ég að það sé málið að hittast og eyða helgi saman
ertu búin að panta miða Þórdís?
Nei því miður fyrst þarf ég að borga Washington, Egyptaland og ferminguna he he líklegast með að dansa bara á súlunni hehe... svo kaupi ég miða
Já, ég styð þetta með súluna, set upp eina í svefnherberginu :)
úllalla...
Post a Comment