Thursday, August 21, 2008

Úff mikið framundan

Jæja held að það sé nokkuð ljóst að ég verð á haus í vetur. Ég er ekki byrjuð í sjálfu náminu aðeins búin að vera á stærðfræðinámskeiði í tæpar 3 viku og er nú þegar búin að vera að drukna. En vá hvað ég er ánægð með að hafa drifið mig ég hefði ekki viljað byrja og koma inn í námskeiðið og ekki munað neitt af þessu sem ég er búin að vera að rifja upp þessa dagana. Námskeiðið var skemmtilegt og mér gekk bara vel og það sem meira var bara mjög vel. Góðir kennarar og frábærir krakkar með dæmatíma sem hjálpuðu mér helling. Það þarf ekki að taka það fram að ég sat auðvitað alltaf fremst og spurði helling allana tíman he he. Svo eignaðist ég góðar kunningjakonur (þekki reynar eina frá því í ÍSÍ húsinu) sem auðvitað eru allar í háskóla með vinnu svo þær eru í kvöldskólanum og ekki með mér því miður. Vona bara að þær drífi sig allar í að skipta og koma yfir í dagskólann! Nú ég er komin með flestar bækur og búin að kaupa rándýra reiknivél og svo fæ ég tölvu í gegnum hann yndislega mág minn hann Ella. Það er Lenovo vél sem er með 12,1 tommu skjá svo hún er tölvert minni en venjuleg fartölva og er víst bara alveg frábær. Ég get haft hana í skólatöskunni og hún tekur mun minna pláss á borði. Á morgun er svo fyrsti alvöru dagurinn minn í HR þó svo ég sé búin að vera þar meira og minna í næstum 3 vikur. Ég er með nettan hnút í maganum og þær spurningar koma upp í kolli mínum eins og hvernig datt mér þetta í hug ég á aldrei eftir að geta þetta hummm en kannski er það út af því að ég er að deyja úr kröfum við mig sjálfa um að standa mig best og skilja allt og fá góðar einkunnir o.s.frv en þið þekkið mig hehe.. Ég hef s.s. lítið get síðan ég koma heim frá Lanzarote annað en læra. Er þó búin að heyra mikið í henni Lólu minni og hitta hana 1x en hún kom einn daginn og reiknaði með mér stuð hjá okkur. Svo komu Rósa Rut og Marwan í mat til okkar daginn fyrir Gay Pride og það var æði að hitta þau þó stutt væri. Við fórum svo saman að göngunni næsta dag. Nú ég fór í gær í nýju íbúðina til Valdemars Arnar og Aldísar og hitti þar Affí líka. Ingó og Ásta fóru með mér og okkur leist öllum vel á. Valdemar ætlar að hjálpa mér með stærðfræði ef ég þarf og það eina sem ég þarf að gera er að gefa honum að borða híhí... Enda fékk ég þau öll í mat í kvöld og hann hjálpaði mér með að komast inn í skilaboð á innranetinu frá skólanum. Svo er það Akureyri á morgun verðum þar um helgina öll nema Ásta sem fær að verða eftir hjá Siggu því það er menningarnótt hér í borginni og hún vill ekki missa af henni. Jæja er farin að pakka niður góða helgi.

11 comments:

Anonymous said...

já þú ert bara hrikalega dugleg Þórdís mín ég segi ekki annað. Góða ferð norður - guð hvað ég væri til í að skreppa, man ekki hvenær ég var þar síðast... bið að heilsa öllum

Anonymous said...

Víst geturðu þetta mín kæra og þú átt eflaust eftir að rúlla þessu upp :)
Gangi þér vel! :)

Anonymous said...

You can do it!!! I believe in you!-þín Arnhildur

Anonymous said...

Mátt samt ekki klikka á því að mæta í saumó næsta þriðjudag, þó að það sé mikið að gera hjá þér. Það er svo hollt fyrir sálina að hlæja og kjafta er ég viss um, þá gengur þér betur að læra dagana á eftir, vittu til :)

Anonymous said...

Já sammála Möllu og ég hlakka til að knúsa þig á þriðjudaginn uppí sveit hjá mér:-) Er einmitt að velta því fyrir mér hvað ég eigi að bjóða uppá....

Anonymous said...

Þar sem öll orkan, sem ekki fór í mig, fór í þig, ertu ekki í nokkrum vandræðum með að klára svona eins og einn skóla. Veit að þú brillerar í þessu. En mundu samt að maður getur náð án þess að vera bestur :) Vildi að ég væri að gera eitthvað spennandi, en get nú hlakkað til að taka vinnuherbergið mitt i gegn :) :) :). Það er örugglega jafn gaman og að reikna! ástarkveðjur þín Áslaug.
( p.s. mikið er gaman að frétta að Ástu skuli langa á Sauðarkrókinn í skóla, hahahaha.)

Anonymous said...

thetta á eftir ad vera svo gaman og ganga svo vel hjá thér, thú ert svo dugleg ad ad vera ad gera thetta :)

Anonymous said...

Mikið var nú gaman að hitta þig um helgina og ég tala nú ekki um að fara með þér á ball sem var frábært :) Verðum í bandi :)

brynjalilla said...

þú rokkar feitt sem endranær

Anonymous said...

[p]His design works always surprising . Founded by a group of Spanish handicraftsmen in 1846, Loewe belongs to LVMH group now . Gucci name is also found cheap prada handbags on watches as well as perfume . The most important thing to consider if the quality of the bag you require, what do you need it for, in other words? Or what do you want to say about your brand and company? You need to pick these with care since as they will be carrying your message . Nylon bags

Nylon bags may be the lightest bags . The actual purses research such as products you have observed upon a number of additional websites, Prices will also be superb to become proper considerably less compared to 50 % associated with list . You will find additional compared to sufficient websites promoting handbags nowadays . com.[/p][p]As the following bags I want to share with you . I personally love the Maison small shoulder bag in purple and I think the Skye slim laptop bag in Peacock is absolutely divine . To ensure you are able to purchase only from dependable vendor, a good web based auction page has strategy for your needs to examine feedback of each and every vendor . That is [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] impressive . Before introducing these products, the brand comes into my mind firstly . Those days, designer handbags, with their unique yet elegant design and impressive quality of materials, are a great way to make a fashion statement . Many companies, depending upon their marketing approaches, prefer to use printed carrier bags to advertise their [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] brand and message.[/p]

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]