Saturday, August 30, 2008

Fyrsta vikan búin

Jæja þá er fyrsta vikan í HR búin og mikið leið hún hratt. Ég er í 5 fögum, rekstarhagfræði, markaðsfræði, fjárhagsbókahaldi, hagnýtri stærðfræði og aðferðarfræði. Allt námsefni er á ensku nema bókin í aðferðarfræði svo það er eins gott að hafa sig allan við. Orðaforðinn í þessum bókum er auðvitað glæ nýr fyrir mér en það er mesta furða hvað maður stautar sig í gegnum þetta. En eins og í fjárhagsbókhaldinu þá fengum við sérstakan þýddan orðalista frá kennaranum því þetta er svo sérhæft. Svo verð ég í dæmatímum í bókhaldinu og eins stærðfræði og rekstrarhagfræði og svo hellingi af hópverkefnum og ég veit ekki hvað. Sem sagt nóg að gera hjá mér í vetur. Ég kynntist strax fullt af fólki og sit núna alltaf hjá henni Lilju sem er ári eldri en ég og er tannsmiður. Svo hef ég verið að vinna með mágkonu Helgu Hlínar frænku sem heitir Guðrún og svo með henni Ingibjörgu en hún er mágkona Svanborgar sem var með mér í bekk í Ella og þar af leiðandi mágkona Vidda bróður hennar en hann er vinur hans Ella mágs míns. Svona er þetta lítill heimur. Nú svo er ég farin að kjafta við fullt af fólki þar að utan þið þekkið mig hehe... Vikan fór í að finna skrifborð og laga til í vinnuherberginu okkar Ingó og erum við nú búin að taka rúmið þaðan út og komin með 2 skrifborð og nýja hillu og þetta er orðið voða fínt. Ætla samt að reyna að vera mikið uppi á bókasafni HR og læra. Elli elsku besti mágur minn reddaði mér þessari fínu fartölvu sem er ekki með nema 12,1 tommu skjá og passar fullkomlega á borðið mitt uppi í skóla en ekki er nú hægt að segja að maður sé með mikið pláss þar. Allar bækur hafa verið keyptar og nú er ég bara á fullu að koma mér í gang. Í gær var nýnemaóvissuferð sem ég mætti í kl 16:45 upp í gamla Moggahúsið hjá Kringlunni en HR er með það hús núna. Þar var boðið upp á bjór og svo var okkur skipt í hópa og farið í ratleik. Í hverjum hópi var einn skiptinemi og fengum við Dana í okkar hóp hana Sissel. Nú ég gat því talað dönsku við hana og svo kom í ljós að 2 aðrar í hópnum töluðu dönsku svo þetta var bara gaman. Við áttu svo að fara út um allt hús og leysa þrautir og fleira og þarna kynntist fólk enn betur. Svo var farið út í íþróttahúsið í Versló og farið í leik og fleira. Þvínæst var keyrt niður í bæ og haldið á staðinn 22 en þar var meira af bjór og pizza handa liðinu. Ég sat hjá nokkrum stelpum í bekknum og skemmti mér konunglega þó svo ég væri "nokkrum" eldri en þær en það virðist ekki skipta mál. Fyndnast var þó þegar Ingvar sonur Sirrýar frænku mætti á svæðið (88 módel) og veifaði til mín þá var ég allt í einu pínu gömul hehe... Ingó sótti mig svo um hálf 12 og ég fór með honum á Players. Annað er lítið að frétta við vorum jú á Akureyri um síðustu helgi sem var voðalega gaman. Það var götugrill hjá mömmu og pabba og ég kíkti í það. Fór í heimsókn til Auðar Kjartans gamallar skólasystur úr Mývatnssveit og átti góða stund með henni og dró hana svo á ball á laugardagskvöldinu en þar hitti ég helling af fólki sem ég hafði ekki séð lengi. Heimsótti Ingveldi og Simma, fór í afmæli Láka frænda í Norðurgötu og bara hafði það gott með manninum mínum og börnum. Ásta fór ekki með var hjá Siggu því það var menningarnótt í Reykjavík og það mátti nú ekki missa af henni. Hitti Ingigerði í vikunni hún er nýkomin frá Japan. Gaman að hitta hana eins og alltaf og Lubbi heilsaði mér frekar ánægður. Aðeins séð framan í Lólu og jú skellti mér í saumó til Heiðrúnar á sunnudaginn og hitti þar Aldísi Björns sem er á landinu núna. Hún er að fara að gefa út bók um jólin verður gaman að lesa hana. Jæja nú ætla ég að fara að reikna og það má enginn vera fúll þó ég sé í minna sambandi en oft ég er að drukna :-)

11 comments:

brynjalilla said...

frábært að heyra að allt gengur vel, en úff greinilega nóg að gera,þekki þetta og það sem skiptir mestu er að skipuleggja tímann, Valur er alltaf að gera grín af dagbókinni minni en hún bjargar manni og heldur manni við verkið. Hafðu það gott elskan og njóttu þess að vera skólastelpa á ný.
knús
Brynja

Thordisa said...

Já dagbókin er sko vel notuð núna hehe

Anonymous said...

Gangi þér vel og skemmtu þér enn betur. Ég held það sé ógisslega gaman að fara í skóla þegar mað´r er orðinn fullorðinn. Þá er svo mikill áhugi og metnaður.
Go girl!
Systa

Anonymous said...

Þú kemur nú samt í saumó þrátt fyrir annríki er það ekki??

Anonymous said...

Enskan kemur eins og skot, bara ekki fletta upp fleiri orðum en nauðsynlegt er til að skilja innihaldið, fyrst mér tókst að lesa heimspeki og listfræði á ensku þá rúllar þú þessu upp. Hafðu svo samband við VÖ, þú manst að hann lærir fyrir mat..
kv affí

Anonymous said...

Gaman að heyra að þú ert að skemmta þér vel í skólagöngunni, og yfir bókunum. Ég er sammála Systu, maður nýtur þess eiginlega betur, og kann að meta það að vera í skóla þegar maður er búinn að ná ákveðnum þroska, svo að þessi tímasetning er frábær.
kv.
Erla

Anonymous said...

Ekki gengur vel að við náum að talast við í síma :) Hef ekki heyrt í þér frá því áður en þú fóst til Spánar. Eins gott að til eru blogg! Hafðu það gott. Veit að þu stendur þig vel. Þín gamla systir Áslaug.

Anonymous said...

Skellum á þig kútum ef stefnir í að þú drukknir alveg!! Sjáumst í saumó námsskvísa...

Anonymous said...

[p]Their vast gaining popularity is increasing the business and [url=http://www.uggsbootsinuk.co.uk]ugg boots uk sale[/url] likeness . What is much more, the exclusive made prior to the person's legs pattern that gives you a fine dupport for your feet [url=http://www.uggbootssdeutschland.com]ugg boots deutschland[/url] through the dancing moment . It actually is good recommendation to research your products in terms of the items you happen to be having a look [url=http://www.genuineuggs4u.co.uk]genuine ugg boots uk[/url] for and without a doubt the cost of them . But you don go from annual sales of a $14 million [url=http://www.womenuggboots4u.co.uk]cheap women ugg boots[/url] to $698 million in thirteen years without expanding your customer base . The design of the boots with sheepskin results thermostatic significant benefits . Twin-faced Grade A sheepskin [url=http://www.uggbaileybuttonbootssale.co.uk]ugg bailey button[/url] with suede heel guards Sheepskin covered PU foam sockline . Fashion jeans you can [url=http://www.ghdoutletonline4u.co.uk]cheap ghd straighteners[/url] wear adequate clothes, wedge sandals and skirt combination that does not like not the same style . Sheepskin is one of the most durable [url=http://www.uggsbootssaleinuk.co.uk]genuine ugg boots sale[/url] fibers available, and it performs year after year . These days, in addition to their well-known footwear, UGG making different [url=http://www.uggsbootssaleinuk.co.uk]ugg boots sale uk[/url] products.[/p]

Anonymous said...

[p]His design works always surprising . Founded by a group of Spanish handicraftsmen in 1846, Loewe belongs to LVMH group now . Gucci name is also found cheap prada handbags on watches as well as perfume . The most important thing to consider if the quality of the bag you require, what do you need it for, in other words? Or what do you want to say about your brand and company? You need to pick these with care since as they will be carrying your message . Nylon bags

Nylon bags may be the lightest bags . The actual purses research such as products you have observed upon a number of additional websites, Prices will also be superb to become proper considerably less compared to 50 % associated with list . You will find additional compared to sufficient websites promoting handbags nowadays . com.[/p][p]As the following bags I want to share with you . I personally love the Maison small shoulder bag in purple and I think the Skye slim laptop bag in Peacock is absolutely divine . To ensure you are able to purchase only from dependable vendor, a good web based auction page has strategy for your needs to examine feedback of each and every vendor . That is [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] impressive . Before introducing these products, the brand comes into my mind firstly . Those days, designer handbags, with their unique yet elegant design and impressive quality of materials, are a great way to make a fashion statement . Many companies, depending upon their marketing approaches, prefer to use printed carrier bags to advertise their [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] brand and message.[/p]

Anonymous said...

[p]After every 20 beats / min, the brushes need to be recharged, the charging time is [url=http://www.disclarisonicsale.com]clarisonic [/url] about 20 hours . There is an indicator so you can tell when your electrical power isoperating lower, and the two buttons make it effortless to electrical power on and off and transform speeds . After cleansing, you will [url=http://www.disclarisonicsale.com]clarisonic sale[/url] be amazed of how easily the moisturizer is absorbed by the skin . Author: [url=http://www.disclarisonicsale.com]clarisonic mia sale[/url] - A helpful resource Skindirect . The longer length of the first one is the charging time . But now that it is available and accessible to most women, you can get it from reputable online stores that sell Clarisonic brush heads . uk Voucher Codes need not be broken

Promotional Suncamp . T h e m i c r o m a s s a g e m o t i o n i n v o l v e s t h e a c t i v e b r u s h h e a d a l l o w i n g r i n g s o f t h e b r i s t l e s t o m o v e i n t i n y l i t t l e c i r c l e s s o q u i c k l y y o u c a n b a r e l y n o t i c e t h e y m o v e.[/p][p]Black heads, [url=http://www.disclarisonicsale.com]cheap clarisonic mia outlet[/url] freckles, wrinkles and buildups resulting in pimples are greatly minimized with frequent and careful use . They will not wither throughout the season and require no maintenance . Some [url=http://www.disclarisonicsale.com]discount clarisonic mia[/url] long time users claim that they were able to achieve lighter skin tone . Saying that I use for a few days after the cleaning power of the brush is quite satisfactory . It is said to have the ability to eliminate six times as much makeup and twice as much oil and dirt compared to cleaning by hand . Even those enlarged skin pores won't look noticeable . Britannia didn忙聤掳 fade away however and has remained as an alternative to sterling silver for silversmiths . uk Voucher code websites.[/p]