
Tuesday, June 17, 2008
17 júní 2008
Í dag er ég 16 ára stúdent jeminn til hamingju þið allir MA nemar sem eigið stúdentsafmæli í dag. Hann afi Friðrik hefði líka átt afmæli í dag en ég var ekki nema rétt 8 ára þegar hann dó. Í dag var sól og blíða en samt svolítill vindur. Í gærkvöldi eftir að hafa skellt okkur í ræktina og sund fórum við niður í Hljómskálagarð og hlýddum á tónleika Messoforte en þeir voru að halda upp á að það voru 25 ár síðan Garden Pary sló í gegn í útlöndum. Fórum með Lindu og Ása og þar var einnig Þór frændi Ása. Þetta voru frábærir tónleikar, það var alveg logn og sól og bara frábær sumarstemning. Hljómsveitin var frábær og hellingur af fólki mætti til að hlusta á þá. Eftir tónleikana fórum við ásamt Lindu og Ása á Thorvaldsen og sátum þar góða stund og áttum hið skemmtilegasta kvöld með þeim. Svo þurftu þau að fara að ná í Auði og þá ákváðum við að skella okkur í heimsókn til Kidda K og Unnar. Þau voru vakandi enda með gesti og buðu okkur að koma. Það sátum við fram eftir nóttu og skemmtum okkur vel takk fyrir okkur. Úlfur og Guðný gistu hjá ömmu Sellu en Sigga var hér hjá Ástu. Í morgun dreif Guðný sig í bæinn með Jasmín og Ástu mömmu hennar og hana sá ég ekki fyrr en um hálf 6 seinni partinn. Ásta og Sigga fóru að vinna í Hallargarðinum en Úlfur kom heim til okkar. Um hálf 3 fórum við Úlfur svo með Ingó að bera út í einu hverfi í Fossvoginum, keyptum svo ís og enduðum svo niðri í bæ. Tók slatta af myndum til að sýna ykkur.
Endaði svo daginn á því að fara með Ingó niður á Arnarhól og sitja með Möllu, Kristínu og Þorgerði og horfa á Nýdanska og Þursaflokkinn spila. Það var alveg frábært og við skemmtum okkur konunglega með þeim systrum. Hitti líka Lindu, Ása og co og sá fullt af fólki sem ég þekkti. Hittum svo á Ástu og Siggu sem voru í bænum og keyrðum þær heim. Úlfur og Guðný voru bara ein heima og allt gekk vel.

Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Góður dagur!!kveðja Arnhildur frænka
Takk fyrir gærkvöldið, gaman að þessu.
Stefanía vinkona Hildar endaði reyndar á því að bakka á annan bíl fyrir utan hjá okkur...
Er sólbrennd og sæl í vinnunni í dag. Sjáumst og góða ferð norður!
Við Arnhildur að kommenta á sömu mínútunni - hehehe...
Elsku systir. Voða var nú gaman að sjá myndirnar. Fegin að þið gátuð skemmt ykkur vel í sólinni. Láttu heyra í þér þegar þú ert komin norður. (pabbi borgar símann:) )
Góða ferð.
(p.s. held að rauða mussan sé of appelsínu-rauð fyrir Ástu, hún talar nefnilega um bleika mussu, en það er hún ekki. Sennilega best að býtta henni.? Tala við hana sem fyrst.) Bestu kveðjur, Áslaug, pabbi og mamma.
já hún vill láta býtta henni. Ég skal hr í ykkur þegar ég kem norður líklega þó ekki fyrr en á morgun ég lendi svo seint og fer líklega til Brynju fljótlega sem á afmæli í dag.
Halló halló, góða ferð norður mín kæra og hafið það sem best:-) Ég stefni á norðurferð eftir rúma viku með ungana mína svo eru þau nú alveg að fara út (já og þið líka...púff)
Knús og kossar
Takk fyrir gærkvöldið, þetta var fínt kvöld. Mér finnst bláa tatooið á enni Ingó svaka cool á einni myndinni, tihi
Takk fyrir síðast, ekkert smá gaman að ná að sjá Þursana og Ný dönsk... og auðvitað að vera með ykkur og söstrene :þ
Góða ferð norður
Sæl'eskan...gaman að sjá þessar myndir;o)
Ég er að fara í sumarfrí núna í dag...íha..og verð í 4 vikur. Ætlum að skella okkur til Tenerife. Hafðu það gott þegar þú ferð í frí..knús fanney
Post a Comment