Monday, June 16, 2008

Þarf að komast í frí

Helgin liðin og alltaf gott að vera í helgarfríi þarf hins vegar nauðsynlega á lögnu og góðu fríi að halda. Á föstudaginn eftir vinnu fórum við Ingó og bárum út, tókum að okkur 5 hlaup. Veðrið var rosalega gott og ég var á stuttermabol allan tímann. Munar um að vera tvö að þessu náðum þessu á c.a. 2 1/2 tíma. Eftir þetta fór Ingó með mömmu sína á læknavaktina hún var með eitthvað svona flökt í augunum fannst eins og það væri ljós í augunum sem flökti. Læknavaktin sendi okkur með hana til augnlæknis og út úr því kom að hún á að fara í tölvusneyðmyndatöku núna í vikunni og upp á taugadeild á miðvikudaginn. Vona að það sé bara eitthvað tilfallandi. Þá um kvöldið var Ingó að spila á Players og ég skelli mér með honum og tók Arnhildi vinkonu mína með mér. Við sátum og kjötuðum út í eitt en svo fór hún heim á undan mér. Ég beið eftir Ingó og rótaði með honum og lærði að gera upp snúrur :-) Ekki voru nú margir því miður en svona getur þetta verið. Á laugardaginn sváfum við út og svo sendi ég Ingó í Laugar en við Guðný fórum í Smáralindina. Ég keypti nýtt bikiní handa henni og tvo sumarboli (svona eins og Ásta á en það er draumurinn). Ég fann mér bikiní sem kostaði 15þúsund en mér skilst að það sé svona standarverð á svona flík. Ekki keypti ég það ætla að skoða mig betur um týmdi varla þessum pening. Eftir verslunarferðina fórum við í sund og hittum Ingó. Hann fór svo heim á undan okkur en við vorum lengur. Áttum svo bara rólegt laugardagskvöld heima. Í gær drifum við okkur í ræktina og sund á eftir og Guðný kom og hitti okkur þar. Úlfur var með Valgeiri vini sínum en Valgeir gisti hjá okkur á laugardaginn. Eftir sund skellti ég mér í heimsókn til Arndísar og Geira. Birna Rún var í megastuði, kyssti mig og skreið upp í fangið á mér. Hún er sko alveg ótrúlega mikil skotta. Þau eru að fara til Boston á miðvikudaginn að fagna afmæli Birnu fræknu. Birna, Veigar, Sólveig og Ómar koma svo frá Kanada á fimmtudaginn og allt liðið mun búa hjá Helgu og Doug. Þetta verður alveg frábært spái ég og ekki síst fyrir Geira sem hefur ekki tekið sumarfrí í hátt í tvö ár. Í gærkvöldi eldaði ég góðan kjúklingarétt og við opnuðum gott hvítvín og höfðum það næs. Með Guðnýju voru bæði Jasmín og Bryndís og bauð hún þeim báðum í mat og svo gistu þær allar saman. Svona er týpískt sumar á Íslandi. Ég var frekar þreytt í gær og var komin í rúmið á undan Ingó en það gerist nú ekki oft. Svo er planið mitt að fara norður á miðvikudaginn og vera fram á sunnudag en Ingó kemur á föstudaginn og er að spila á Vélsmiðjunni. Ég fer í Gyðjuboð á laugardaginn með Brynju, Fanneyju og fleiru og hlakka mikið til.

2 comments:

Anonymous said...

Komdu bara til Sverige og keyptu thér bikiní....
Bid ad heilsa öllum og hafdu thad gott fyrir nordan :)

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]