Wednesday, July 2, 2008

17 stiga hiti í dag

Helgin var skemmtileg svo ekki sé meira sagt. Ásta fékk vinkonur sínar og vini í heimsókn og fagnaði afmæli sínu (sem var í mars) með þeim. Þau tjölduðu og fengu pizzur og ís og nammi. Strákarnir sváfu þó heima hjá sér þessa nótt. Ingigerður hringdi í okkur og við Ingó fórum þangað um kvöldið og stoppuðum fram um miðnætti. Úlfur og Guðný voru bara heima. Við kjöftuðum lengi við þau hjónin en fórum svo í Ludo ekkert smá gaman. Það var hörð barátta um vinningssætið en auðvitað tókst mér að vinna þau öll. Á laugardaginn fór Ingó kl 10 að bera út og upp úr 12 kom hann og sótti mig og við fórum saman í þetta. Bárum út í gamla bænum í Hafnarfirði sem er ekki gaman get ég sagt ykkur, langt á milli húsa og allt einbýli meira og minna. En það var gott að vera úti og veður milt svo þetta var bara hressandi. Búin um kl 4 og þá fór ég heim og skutlaði þeim litlu til ömmu Sellu. Planið var að fara á tónleika Bjarkar og Sigurrósar sem byrjuðu kl 5. Ingó lagði sig, Ásta var farin að vinna á tónleikunum en ég kíkti í kaffi til Lindu og Ása. Þar hitti ég Hjördísi Halldórs og fjölskyldu og fleira gott fólk. Svo fór ég heim og hitti þar fyrir Ingó minn sem hafði náð að slappa af og við settum í bakpoka það sem við ætluðum að hafa með á tónleikunum og löbbuðum af stað. Ingigerður og Sigtryggur voru búin að koma sér vel fyrir rétt fyrir neðan Laugaráskirkju og við plöntuðum okkur hjá þeim. Sólin skein og allt bara voða gaman. Við vorum nú frekar langt frá sviðinu en það var bara allt í lagi. Sölutjaldið sem Ásta var að vinna í var rétt hjá okkur. Nú Ingigerður var búin að taka til flott nesti og svo var smá bjór með í för og allt bara voða kósý. Svo komu Andrés og Helga (er með okkur í morðingjaklúbbnum) ásamt vinum sínum og þegar ég lufsast til að segja inn myndir þá sjáið þið myndir af okkur öllum. Tónleikarnir voru skemmtilegir en það fór svo að kólna og mér varð svolítið kalt var samt í lopapeysu, vindjakka sitjandi á teppi með teppi ofaná mér. Við fórum svo heim til Ingigerðar kl 10 þá var þetta orðið gott. Planið var að fara í pottinn til Andrésar og Helgu en svo vorum við bara svo löt og ég þrælkvefuð svo að þótt Ingó minn væri í stuði þá var hann eiginlega dreginn heim. Andrés og Helga við eigum þetta inni hjá ykkur :-) Á sunnudaginn tókum við Ingó svo tvö hlaup uppi í Norðlingaholti og voru ekki nema um klst að því. Keyrðum svo til Affíar og Ella og skoðuðum nýju íbúðina sem þau keyptu og Aldís Dagmar og Valdemar Örn verða í næsta vetur. Elli er auðvitað bara snillingur og íbúðin er æði enda er hann búinn að taka hana í nefið. Ingó og Úlfur fóru svo í bíó en ég fór með Guðnýju í Kringluna og keypti á hana nýja skó og hún keypti sér sjálf jakka voða gella. Ásta var hjá Siggu en ég sótti hana svo síðar um daginn.

Nú á mánudaginn var ég bara aftur veik og fór til læknis og líklega er ég með einhvern kvefvírus og hann setti mig á þriggja daga pensilín kúrs svona ef þetta myndi breytast í bakteríusýkingu því ég vil vera hress þegar við förum út. Kristín Dögg kom til okkar og er planið að hún verði hjá okkur og eitthvað hjá öðrum fram um helgi.

Í gær var afmæli Klaus til lukku með það kom mér aldrei í að hringja til að óska honum til hamingju svo ég geri það bara hér. Guðný og Kristín skelltu sér í sund og höfðu það gott saman tvær í gær hún fór svo til Möggu vinkonu sinnar í gærkvöldi en ég held hún komi aftur til okkar í dag. Ég fór eftir vinnu til Ingigerðar og hitti Ásdísi vinkonu okkar sem býr rétt fyrir utan Washington en hana heimsótti ég með Ingigerði í fyrra og átti með þeim frábæra helgi. Hún er hér á landi í nokkrar vikur en líklega hitti ég hana ekki meira þar sem við erum að fara út á þriðjudaginn og hún fer svo heim rétt eftir að við komum. Hún var með Kristófer son sinn sem er á öðru ári og Kristu Sól sem er um fjörgra ára gömul. Vel hress og nóg að gera hjá henni með þau he he Ásdís einn dagin þá verður þetta léttara tala af reynslu. Það var gaman að sjá hana þó stutt væri verður bara lengra næst. Fór svo og kláraði síðasta hverfið með Ingó. Kíkti svo aðeins á Dísu vinkonu, fór með bækur á ensku til að lána dóttur hennar. Dísa var að elda og gaf mér æðislegt kjúklingasalat að smakka á. Hún er auðvitað snildar kokkur. Sat þar um stund og fór svo heim.

Eins og þið sjáið er alltaf nóg að gera hjá mér. Er á fullu að redda mér bókum fyrir skólann, talaði við Gyðu í gærkvöldi og kannski getur hún reddað einhverju. Vil vera búin að fá eitthvað þegar ég fer út því ég ætla að glugga í þær sem fyrst. Fékk reyndar eina bók hér í Gutenberg í gær sem ég mátti eiga.

Pétur og Friðborg koma í mat í kvöld og það á að mynda ferðastemningu en þau koma viku á eftir okkur út. Það verður gaman að hitta þau langt síðan við höfum sést.

Svo koma mamma og pabbi annað kvöld og hinn daginn er síðasti dagurinn minn hjá Gutenberg svo það er nóg að gera.

13 comments:

Anonymous said...

Hér er brjáluð rigning, hálfgert nóaflóð og lítið gaman að vera utandyra. Var í Litluhlíð, aðeins að hugga áður en þau gömlu koma, ætlaði að slá garðinn en ekki hægt í þessu veðri. Annars allt gott að frétta, Kv affí

Anonymous said...

Bara nokkrir dagar ... ;-)
xxx Ingveldur.

Thordisa said...

Nokkrir dagar mín kæra ekki slæmt enda er rigning hér í dag og ég vil sól

Anonymous said...

Er að kommenta hjá þér:-) Takk fyrir daginn í dag, ég heyri nú í þér áður en þú ferð, svo kem ég surprise eftir viku:-) Hvað heitir hótelið annars??? ha ha ha

Anonymous said...

Góða ferð út og hafið það nú virkilega gott og skemmtið ykkur vel :) Kveðja, Auður.

Anonymous said...

Kvitt kvitt, takk fyrir daginn í dag. Góða ferð út ;)

Anonymous said...

Hafid thad gott í fríinu ykkar alltaf gott ad komast í hita og sól og vera med fjölskyldunni og vinum:)
Vid heyrumst mín kaera!

Anonymous said...

Góða ferð og hafið það nú huggó í fríinu... sjáumst vonandi í kaffi þegar þú kemur til baka..
kveða,
Edda á Hraunteignum

brynjalilla said...

njótið frísins elskurnar og sendið mér sms af og til til að gera mig græna af öfund:)

Anonymous said...

Til hamingju með að vera hætt að vinna og núna "bara" tilvonandi skólagella :)
Og njóttu frísins, þú færð nóg að gera þegar því líkur :)

Bestu kveðjur úr austrinu

Anonymous said...

Tek undir með öllum hinum!
Til lukku með að vera búin í vinnunni og á leiðinni í sumarfrí...
Hittumst í ágúst, Aldís

Anonymous said...

[p]His design works always surprising . Founded by a group of Spanish handicraftsmen in 1846, Loewe belongs to LVMH group now . Gucci name is also found cheap prada handbags on watches as well as perfume . The most important thing to consider if the quality of the bag you require, what do you need it for, in other words? Or what do you want to say about your brand and company? You need to pick these with care since as they will be carrying your message . Nylon bags

Nylon bags may be the lightest bags . The actual purses research such as products you have observed upon a number of additional websites, Prices will also be superb to become proper considerably less compared to 50 % associated with list . You will find additional compared to sufficient websites promoting handbags nowadays . com.[/p][p]As the following bags I want to share with you . I personally love the Maison small shoulder bag in purple and I think the Skye slim laptop bag in Peacock is absolutely divine . To ensure you are able to purchase only from dependable vendor, a good web based auction page has strategy for your needs to examine feedback of each and every vendor . That is [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] impressive . Before introducing these products, the brand comes into my mind firstly . Those days, designer handbags, with their unique yet elegant design and impressive quality of materials, are a great way to make a fashion statement . Many companies, depending upon their marketing approaches, prefer to use printed carrier bags to advertise their [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] brand and message.[/p]

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]