Wednesday, June 4, 2008

Bloggið í dag

Eins og venjulega byrja ég á að skrifa um veðrið og í dag er sól og ekki sól og ferkar hvasst. Planið var að hitta saumaklúbbinn uppi í Heiðmörk eftir vinnu og grilla en við ætlum í staðinn að hittast í Salalauginni milli 5 og hálf 6 með börnin okkar. S.s Salalaugin stelpur ég hef hér með ákveðið það! Mamma og pabbi eru á leiðinni fara svo út á föstudaginn til Áslaugar kannski ég feli mig í töskunum þeirra og fari bara með þeim. Pabbi hlýtur að vera með stóra tösku undir allt gullið sem hann ætlar að flytja inn hehe... Í dag er síðasti dagur Úlfs og Guðnýjar í skólanum og það er útivistardagur reyndar eru skólaslitin á föstudaginn kl 10 en það tekur nú svo stuttan tíma. Ásta gisti hjá Auði í nótt og eru þær orðnar mjög spenntar að vita hvenær þær byrja að vinna og hvar þær eiga að mæta. Við Ingó fórum í Laugar í gær eftir vinnu og tókum vel á því í hraðhringnum og enduðum svo í sjópottinum alltaf sama rútínan. Svo kl 6 kom Linda Ýr vinkona mín úr Ferðamálaskólanum til mín í mat með Tómas og Klöru sem eru 7 og 8 ára gömul. Það var frábært að hitta hana enda gerum við alltof lítið af því þó svo við búum báðar hér í Laugardalnum hún er bara í Sólheimunum ekki langt að fara. Við gátum auðvitað talað út í eitt og Klara vildi helst koma aftur næsta dag. En nú er líka planið að hittast meira en 1x á ári ekki satt Linda!!! Mig langar líka að fara að skipuleggja hitting með liðinu sem var með mér þetta ár í skólanum þær stóla allar á að ég plani eitthvað svo það er líklega best að fara að huga að því sem fyrst. Endaði kvöldið uppi í sófa með manninum mínum þar sem við horfðum á nýjan spennandi framhaldsþátt á stöð 2. Annars er ég bara að bíða eftir að heyra frá HR og krossa mig að ég komist inn.

5 comments:

Anonymous said...

Bið kærlega að heilsa saumagellunum...
Aldís sólbrennda...

Kristín E. said...

Takk fyrir síðast... flott þegar þú varst búin að raða saman nánast öllum borðunum á McDonalds fyrir okkur hehehe
Svo verðum við bara duglegar að fara aftur í sund oft í sumar og kannski reynum við aftur að hittast í Heiðmörkinni :þ

Anonymous said...

hefdi viljad vera med ykkur á Mc eftir lýsingum litlu syss á thessari ferd.......

Anonymous said...

Hæ, þú getur sagt Ástu að starfið hjá Sumargríninu sé æðislegt, langbesta starfið innan vinnuskólans. Dabbi sá um þetta í nokkur sumur og krakkarnir slást vanalega um að fá vinnu þar. Svo minnir mig nú að þeir hafi líka verið sérvaldir, þ.e. barngóðir og hressir unglingar, svo að stelpurnar eiga alveg eftir að blómstra í sumar..
Kv. úr kuldanum hér að sunnan,
Erla

Anonymous said...

Takk fyrir skemmtilega sundferð í gær + góða borgara ;) ég skemmti mér vel á "tónleikunum" tihi