Friday, June 6, 2008

Mamma og pabbi að fara út í dag

Jæja þá eru þau gömlu að fara út í dag til Áslaugar systur. Ég hefði svo gjarnan viljað fara með þeim en það verður víst að bíða betri tíma. Þau komu á miðvikudaginn en ég varla náði að hitta þau þar sem ég mætti fyrst í Trimform tíma kl korter yfir 4 og svo heim að ná í Úlf og Guðnýju, tók reyndar Agnar vin Úlfs með, og svo var mæting í Salasundlauginni með saumó. Það voru bara allar mættar nema Sigga sem var heima með Paterk og Kristín sem hitti okkur eftir sundið. Malla tók Össa með sér og Bjössi hennar Unu kom líka. Þetta var ekkert smá gaman og á eftir fórum við á McDonalds í Smáranum. Þegar þangað kom var Kristín mætt með Sigga og tvíburana og ég tók að mér það skemmtilega verk að draga til borð og mynda tvær borðaraðir fyrir allt þetta lið. Gilli mætti svo þangað og Ingó kom líka svo þetta var heill hellingur af liði. Ég fór og dró fyrir glugga til að sólin færi ekki í augun á okkur og var frekar heimilisleg við þetta allt hehe.. Það var mikið hlegið og ekki síður þegar Siggi hennar Kristínar kom aftan að mér og potaði í mig og mér brá svo mikið að ég öskraði upp og allir á Mc snéru sér við he he. Í gær byrjaði ég daginn á Trimformi og fór svo að vinna. Eftir vinnu fórum við Ingó í Laugar og planið var að fara í pottinn saman en ég gleymdi sundfötum svo hann fór bara en ég í langa sturtu. Sella og Bíbí kíktu aðeins í heimsókn stoppuðu í smá stund. Sella hafði ætlað að kveðja mömmu og pabba en þau skruppu til Didda bróður að kveðja hann og hans lið. Ég var frekar þreytt eftir alla þessa líkamsrækt og við vorum komin frekar snemma í rúmið. Pabbi var nú aðeins stressaður í morgun en ég held að þetta eigi allt að ganga vel. Ingó kom með þau hérna rétt rúmlega 10 í morgun og ég kvaddi þau og nú vona ég bara að allt gangi vel.

2 comments:

Anonymous said...

Ohh, hvað ég sakna ykkar! Hefði sko alveg viljað koma með á McDónaldsinn.Eða fara með afa og ömmu til Meinersen, en ég verð svo rík eftir þetta sumar að ég get þess vegna farið til Færeyja ef ég vill!Bara setja markið hátt,.hehe! Kveðjur frá Arnhildi x-saumó member

Anonymous said...

bíddu nú vid...hvernig er vedrid hjá thér ;)