Tuesday, June 10, 2008

Humar

Við Ingó fórum á laugardaginn á Selfoss í hús Kristínar og Einars foreldra Ingigerðar. Börnin urðu eftir í bænum þau litlu hjá ömmu Sellu og Ásta hjá Auði hennar Lindu. Þetta var frábært kvöld þar sem humarhalar voru grillaðir og gott hvítvín drukkið með. Reyndar rigndi frekar mikið en það hafði lítil áhrif á okkur. En svo klikkaði að láta renna í pottinn en það verður bara næst.









Umm ég er skemmtilega þreytuleg


Lubbi vildi sko ekki láta taka myndir af sér!

Nú eftir að sofa út og borða góðan morgunmat skelltum við okkur í bæinn og náðum í krakkana og ég fór svo með þau til Möllu en þar var afmælisveisla fyrir Einar Örn. Fullt af hressu fólki þar og mikið hlegið. Börnin fóru öll í vatnsslag og ég fór með þau rennandi blaut heim ekki eins mikið stuð það hehe.. Í gær fór ég til Lólu eftir vinnu og kíkti á það sem hún ætlar að taka með sér til Svíþjóðar en hún fer þann 11 og verður í allavega 6 vikur með Hrafnhildi hjá nýja kærastanum. Ég á nú eftir að sakna hennar. Vorum svo bara ein heima í gær með Ástu og leigðum okkur mynd og höfðum það rólegt. Affí kíkti aðeins um hálf 12 tók bílin hans pabba ég hef nú ekkert séð þau síðan þau komu en langar að kíkja í íbúðina til þeirra.

Ingó er að fara á Whitesnake í kvöld ég var svo heppin að fá 2 miða í gegnum vinnuna og ég gaf honum þá góðfúslega og hann býður Pétri með sér. Held að þeir eigi eftir að njóta þess mun betur en ég hehe..

Svo er hún Brynja mín komin til Akureyrar en ég hef ekki heyrt í henni ennþá.

Enda þetta hér á smá myndasyrpu af henni Birnu Rún dóttur Arndísar frænku en hún kom í heimsókn til okkar um daginn.



Gott að lúlla







Algjör krúsídúlla

Arndís þurfum að fara að hittast! Linda þú er líka komin og nú förum við að gera eitthvað skemmtilegt saman. Trimform í hádeginu síðasti tíminn og svo ræktin eftir vinnu og svo að kveðja Lólu í kvöld. Úff nóg að gera eins og alltaf :-)

3 comments:

Anonymous said...

Skilaðu kveðju til Lólu frá mér, vona að hún eigi góðar stundir næstu vikur :)

Anonymous said...

æi gaman að sjá litlu dúlluna mína svona :) hún er svo dugleg, það gengur svooo vel í leikskólanum :) já ég er til í hitting, svo förum við til Boston á miðvikudaginn.

Anonymous said...

Þegar ég er orðin hress þá kem ég og þyggi kaffibolla boðið kveðja Jóhanna