Tuesday, June 3, 2008
Geðveikt veður og skólarnir að klárast
Sólin skín í dag og það er frábært verður. Ég er búin að vera á flakki milli vinnu og skóla barna minna þar sem Úflur og Guðný voru með dagskrá kl 8:30 og 9:30 og svo foreldraviðtala hjá Ástu kl 10:30 svo ég er lítið búin að vinna í dag. Allt gekk þetta vel kennari Ástu voða ánægður með hana enda var skvísan með yfir 9 í meðaeinkun svo ekki getum við kvartað og þá sérstaklega ekki yfir stærðfræðinni en hún fékk 9,7 í prófinu sem hún tók um daginn. Hún hefur ákveðið að fara í vinnuskólan í sumar og hætta á kaffihúsinu sem ég skil vel enda er þarna skrítið fyrirkomulag. Hún veit ekki enn hvaða vaktir hún fær, kannski fær hún heldur ekki margar og allt í þessum dúr. Nú svo komst hún að því að Auður dóttir Lindu fékk vinnu hjá Vinnuskólanum hjá svokölluðu Sumargríni og ég hr og tékkaði og vitimenn hún getur líka fengið vinnu þar. Svo það var mikil gleði hjá þeim vinkonum nú fá þær að vinna saman. Auður fær reyndar bara hálfan daginn þar sem hún er í 8 bekk en Ásta er allan daginn. Svo ætlar hún að tékka á vinnu í bíói líka þá fær hún enn meiri aur. Svo þetta er nú allt voða gaman. Helgin var fín ég kláraði herbergi Ástu og svo fórum við í að raða inn í það og sortera og þetta er langt komið þó að enn sé smá dót eftir í stofunni sem ég á eftir að ganga frá. En þegar þetta er allt komið þá verð ég mjög ánægð. Ingó spilaði á Players á föstudaginn og laugardaginn með Eiríki Haukssyni. Það gekk bara ágætlega ég keyrði hann á föstudaginn og settist aðeins inn með honum en fór heim áður en þeir fóru að spila. En á laugardaginn fór ég með honum og horfði á þá. Þetta var bara voða gaman og Ingó minn alltaf jafn flottur á trommunum. Eftir ballið þá rótuðum við og keyrðum með græjurnar út í Hafnarfjörð. Síðan þurfti Ingó að vera mættur í flug kl hálf 12 næsta dag því hann fór með Spútnik að spila á Patreksfirði. Við voru því lítið sofin þegar við mættum út á völl. Það var auðvitað hundfúlt að hann væri að fara því eins og þið vitið þá finnst mér ekki gaman að vera ein heima án hans. Hefði líka verið frábært að fara með því í gegnum Ingigerði og Sigtrygg kynntumst við þeim Nínu og Sverri sem þarna búa og hefði verið gaman að hitta á þau. En það verður bara næst þegar þeir fara. Ég var því bara heima og var eitthvað að reyna að laga til með Ástu og stússast. Sótti svo minn heittelskaða næsta dag um hádegi en þá var hann nákvæmlega frekar mikið búinn á því enda spiluðu þeir til kl 4, sofanður upp úr 5 og svo kom rúta og sótti þá um kl 10 sem keyrði þá yfir á Bíldudal en þar er flugvöllurinn. Hann lagði sig aðeins þegar heim kom en var ansi þreyttur allan dagin og var fljótur að sofan þegar við fórum í rúmið í gær. Mamma og pabbi koma svo í vikunni og fara út á föstudaginn til Áslaugar systur og mikið væri ég til í að fara með þeim. Ingveldur kemur á fimmtudaginn og fær kannski að gista 2 næstur hjá okkur. Brynja kemur til landsins á sunnudaginn og ég hitti hana í kringum 20 júní á Akureyri. Linda kemur frá Englandi á laugardaginn svo það er allt að gerast. Kannski förum við Ingó með Sigtryggi og Ingigerði í bústað á laugardaginn og þá ætlum við að grilla humar og drekka fullt af hvítvíni nammi nammi. Í dag eftir vinnu ætlum við Ingó í ræktina og svo saman í sund á eftir. Það er svo gaman að vera svona saman ég nýt þess í botn að vera með honum. Það er nefnileg þannig að ef maður er í góðu sambandi þá er maki manns besti vinur manns og þá vill maður fá að vera með honum alltaf þegar maður getur. Maður vill deila sínum bestu stundum með honum og vill fá að taka þátt í því sem hann er að gera í lífi sínu. Maður hlakkar til að eiga góðar stundir tvö ein þar sem maður getur talað um allt og notið lífsins og maður hlakkar til að vera með honum og börnunum sínum á góðum stundum. Við erum líka svo heppin að eiga alvöru vini sem vilja vera með okkur báðum og gera margt skemmtilegt með okkur. Þess vegna veit ég að þetta sumar verður æðislegt framundan 3 vikur í sólinni með fullt af fólki sem okkur þykir vænt um. Svo fæ ég að hitta hana Brynju mína fyrir norðan og fjölskylduna mína og það besta er að fá að vera með honum Ingó mínum eins mikið og mig langar til. Jæja þá er pistill dagsins kominn elskið hvert annað og hafði það gott.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Snöft, sniff, snýt...maður situr bara með tárin í augunum, eða var það gubbuna í hálsinum...he he!!;) Nei nei, mjög gaman að þér líði svona vel með manninum þínum-hvenær verður okkur öllum svo boðið til bryllups!! kveðja frá Akureyri Arnhildur
ha ha þú lífgar upp á daginn frænka hehe ertu orðin svona hörkunagli eftir að fara að vinna í hjálpartækjabúð hehe er fjölskylduafsláttur (var að hugsa um mömmu þína híhí)Spurðu Ingó um brúðkaup
Já ég segi eins og Arnhildur, HVENÆR er brúðkaupið góða mín, þetta gengur ekki lengur !!
já stelpa, við sjáumst fyrr en varir, og blessuð haltu áfram að vera rómantísk, það fer ykkur svo vel
Gott að þú sért svona ánægð. Njóttu lífsins, og vertu þakklát fyrir allt, sem þú færð. Það er sko alveg hellingur. Vildi svo sannarlega að þú værir líka að koma til mín. Áslaug systir.
Post a Comment