Jæja þá er maður byrjaður að blogga. Ekki hægt annað þar sem allir í kringum mann eru að skrifa svo það er best að taka þátt í þessu. Maður kemur því þá kannski í verk að setja inn myndir við og við. Annars er það helst að frétta að við Ingó erum nýkomin frá Egyptalandi, Kairó, ásamt fríðum hópi Íslendinga. Ástæðan var brúðkaupið þeirra Rósu og Marwans. Þetta var bara frábær ferð og ekki skemmdi að Ingveldur og Brynja + makar komu með. Búin að dunda við að setja inn myndir. Allavega gott í bili....
Rosa flottar myndir af ykkur gellunum í Egyptalandi, allar svo sætar. Æðislegur svar-hvít munstraði kjóllinn þinn Þórdís. Var einmitt að kaupa mér svipaðan í H&M í Chicago um daginn.
þessi var einmitt keyptur í H&M í Þýskalandi klikkar ekki he he... Á svo eftir að setja inn fleiri myndir læta vita þegar það er komið. Síðan er alltaf að taka á sig betri mynd vona ég...
Ég er Mývetningur fædd og uppalin. Bý í Reykjavík með mínum heitt elskaða honum Ingó mínum og börnunum okkar þremur Ástu ´93, Guðnýju ´97 og Úlfi ´98. Búum í Laugardalnum og elskum það. Ég er ferðamálafræðingur úr Ferðamálaskóla Íslands útskrifuð 2001 og hef unnið hjá ÍT ferðum, Flugfélagi Íslands og Icelandair. Síðast var ég að vinna sem söluráðgjafi hjá Gutenberg prentsmiðjunni. Núna er ég nemi í Háskólanum í Reykjavík þar sem ég legg stund á viðskiptafræði. Ég er heppin að eiga yndislega fjölskyldu og helling af bestu vinum sem til eru í heiminum. Lífið leikur við mig...
3 comments:
Rosa flottar myndir af ykkur gellunum í Egyptalandi, allar svo sætar. Æðislegur svar-hvít munstraði kjóllinn þinn Þórdís. Var einmitt að kaupa mér svipaðan í H&M í Chicago um daginn.
þessi var einmitt keyptur í H&M í Þýskalandi klikkar ekki he he... Á svo eftir að setja inn fleiri myndir læta vita þegar það er komið. Síðan er alltaf að taka á sig betri mynd vona ég...
Frábærar myndir Þórdís. Þetta hefur svo sannarlega verið yndisleg ferð.
Post a Comment