Þá er enn ein helgin liðin. Fór í matarboð til Guðrúnar vinkonu sem byrjaði kl 20:00. Gyða sótti mig svo ég gat skilið bílin eftir heima. Fljótlega mætti svo Dina(held skrifað svona) en hún er frá Kazaztan og gift íslenskum manni. Talaði flotta íslensku sem er meira en margir útlendingar sem ég þekki og hafa búið hér hummm... Nú fljótlega mætti svo Gréta vinkona. Hún sagði okkur að hún væri að hætta á auglýsingastofunni sinni og væri að stofna aðra með Diljá sem mætti svo stuttu síðar. Diljá er vinkona hennar Sössu sem bjó í kjallaranum hjá Didda og Sigyn og hún er líka vinkona Rebekku konunar hans Stefáns föðurbróður Ástu. Gæti Ísland verið minna ha ha.. Nú við skemmtum okkur allar voða vel þetta kvöld Guðrún töfraði fram hvern réttinn á fætur öðrum og það var mikið spjallað og mikið hlegið. Læt hér staðar numið með restina á kvöldinu en læt þess getið að heilsan á liðinu var ekki hin besta næsta dag híhí..
Á laugardaginn var 8.bekkur í Laugarlækjarskóla með reyklausa skemmtun á planinu hjá Laugarnesskóla. Voða dugleg voru búin að fá gefins drykki og bakkelsi úr bakaríi til að gefa og svo voru þau með happadrætti og höfðu safnað flottum vinningum. Ágóðinn rennur svo til krabbameinsfélagsins. Flott krakkar er stollt af ykkur.
Fór svo niður í miðstöð vinstri grænna. Þeir voru með einhvern sérstakan dag þar sem lítil fyrirtæki voru að kynna sig. Þar var t.d. verið að sýna peysurnar hans Gumma en ekki var hann sjálfur á svæðinu. Hitti Didda smá en stoppaði ekki lengi og dreif mig í kaffi til Sædísar og Heimis. Voða notalegt sat þar í hátt í 2 klst.
Á sunnudaginn hélt ég áfram að laga til. Höfðum verið að plana að reyna að draga Ingigerði og Sigtrygg upp í Hvalfjörð í lautarferð en þau komust ekki. Um 3 hringdi Sædís í mig og við fórum og skoðuðum íbúð sem er úti á horni hjá mér. Flott íbúð væri nú alveg til í að fá hana hér við hliðina á mér. Um 6 leytið kíktum við Ingó ásamt Úlfi til Vidda Greifa og Hugrúnar en sonur þeirra átti 4ra ára afmæli þennan dag. Hittum þar Jón Inga og Rannveigu með litlu sína og systur Hugrúnar. Úlfur vildi nú ekki mikið vera inni sem var allt í lagi og hann var bara úti og krakkarnir komu til hans. Vorum svo bara róleg heima í gærkvöldi
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment