Friday, April 27, 2007

Helgin

Þá er enn og aftur kominn föstudagur. Vikan hreinlega þýtur áfram og áður en ég veit af held ég upp á fertugsafmælið mitt ómæ..Búið að vera mikið að gera í vinnunni og sem betur fer allt sem ég hef svona þokkalega ráðið við. Það er ekki góð tilfinning að vita ekki allt og kunna ekki allt sérstaklega ekki þegar maður er fullkomnunarsinni og vill hafa allt 100%. Fór til Signýjar systur Sigynar í gær. Hún býr á svo flottum stað í Hafnarfirði, Arnarhrauninu. Hún og Nonni maðurinn hennar tóku húsið í nefið og gluggarnir í stofunni ná alveg niður að gólfi og útsýnið er haun og falleg álfakirkja ekkert smá flott. Signý hr í mig og sagðist vera að taka til í fataskápnum sínum og ég fór til hennar og hún gaf mér fullt af flottum fötum t.d. 2 rosa flotta jakka. Nú þegar ég kom heim þá fékk ég enn eitt skiptið flog yfir eldhúsinu mínu. Svo ég byrjaði að taka til og breyta og laga. Er búin að láta Ingó taka niður aðra af hvítu stóru hillunum sem við settum upp í fyrra. Svo færði ég borðið nær glugganum svo nú er meira gólfpláss. Svo höfðu fyrir einhvern óskiljanlega hátt safnast baukar, undan kökum, ofan á innréttinguna og það hafði bara enginn gengið frá þeim hehe.. Svo ég fór með þá alla upp í geymslu. Og var svona að færa og raða í eldhúsinu framundir hálf eitt í nótt. Á þó enn eftir að laga meira.

Í kvöld er svo stelpnamatarboð heima hjá Guðrúnu vinkonu. Hún er búin að bjóða mér ásamt Gyðu, Grétu og Diljá sem vinnur á auglýsingastofunni hennar Grétu. Tony hennar Guðrúnar er ekki heima svo henni fannst tilvalið að bjóða okkur heim enda er áramótaheitið að hittast meira! Hlakka bara mikið til að hitta þær vantar bara Lindu með okkur þá væri þetta flott.

Nú svo er stefnan tekin á badminton um helgina með Ingigerði og Sigtryggi. Ingó sagði þetta verstu fjárfestingu ever þar sem við höfum verið hryllilega ódugleg að mæta í vetur eins og okkur finnst þetta gaman. Svo langar mig að vinna aðeins í garðinum og kannski kíkja á Sædísi. Hún var að fá nýja vinnu og ég á eftir að heyra allt um hvernig gengur hjá henni. Hún var líka í garðpælingum og ef veður er gott er ég sko alveg til í að vera sem mest úti. Nú svo þyrfti ég að komast til hennar Heiðrúnar minnar að sjá nýja húsið hennar. Við höfum varla sést síðan ég hætti hjá Icelandair. Það gengur nú ekki!!!! Reyndar þarf ég að hjálpa Ástu að skrifa ritgerð/sögu um vesturfara. Þetta á að vera sambland af sögu og alvöru.

Ingó er svo að spila í kvöld með Greifunum á Players. Gott að hann heldur alltaf smá sambandi við þá. Það er líklega komin röðin að okkur að fara að bjóða því liðið heim. Þó við hittumst sjaldan þá er alltaf voða gaman þegar við hittumst.

Jæja nú er ég farin að vinna bless í bili og kreist og knús til minna kæru vinkvenna í útlöndum Lindu, Brynju og Rósu mikið sakna ég ykkar allra........

2 comments:

Anonymous said...

Samkvæmt síðustu færslu hjá þér held ég að næsta stig hjá þér sé að láta klóna þig. Gangi þér vel...
Kveðja Aðflutti andskotinn í Hafnarfirði (Heiðrún megababe)

Anonymous said...

Megababe dauðans svo ekki sé meira sagt :-)