Wednesday, April 25, 2007

Veikindi

Þá var röðin komin að Úlfi. Vaknaði náfölur og með verki í maga svaka stuð. Ingó var heima í gær og fyrradag með Guðnýju svo nú var röðin komin að mér. Hann engdist um og var mjög slappur en svo upp úr 10 fór hann að hressast og núna um eitt leytið er hann miklu betri. Vona að þetta sé búið og hann geti farið í skólann á morgun. Fór á kaffihús í gær með saumóliðinu frekar léleg mæting annað hvort veikar eða á leið í morgunflug. Sigga Dís var búin að hrella okkur á að Kaffi Mokka væri hræðilegur staður og við yrðum allar súrar af að vera þar inn. En viti menn kaffihúið er reyklaust og án tónlistar svo þetta var bara stuð. Mættar voru ásamt mér Malla, Kristín, Lóla og Dagný. Mikið hlegið og ég hótaði gömlum myndum úr Skútustaðaskóla á bloggið mitt he he bíðið þið bara. Núna sit ég og dunda mér við að laga til í myndaalbúminu mínu í tölvunni og held að það sé bara tilbúið og því koma hér nokkrar myndir úr fermingunni.



Séra Hildur Eir sá um ferminguna hún er dóttir séra Bolla úr Laufási





Hér er svo Ásta með Guðnýju systur, Kristínu Dögg og Unu stjúpsystur sinni voða sætar



Aðalgellurnar í veislunni Vanillaface gengið vantar bara Karen

Krafnkatla-Ólöf-Heiður-Ásta


Svo eru nokkrar myndir af hinu og þessu úr veislunni

























Svo var farið að leggja á borð og auðvitað var Malla frekar mikil hjálp í þessu öllu eins og Þorgerður sem bakaði þessa fallegu köku, Lilla sem bakaði kransakökuna, Maddý sem gerði frönsku súkkulaðikökurnar, Auður mamma Karenar sem bakaði fermingartertuna og Sigyn snillingur sem skreytti hana, Ássý sem hjálpaði við að skreyta salin ásamt fleirum, mamma,pabbi og Sella sem veittu ómetanlega aðstoð og bara allir sem komu að þessari fermingu.











Ásta og amma Sella


Ásta og amma Áslaug


Svo voru pakkarnir og það var nú nóg af þeim






Eiríkur Hákon, Kristín Dögg, Arnhildur og Stefán kærasti Aldísar Dagmar


Halli og Edda systir hans með Áslaugu


Una senjoríta og Steinunn dóttir Eddu


Sérlegir aðstoðarmenn í pakkamálum Hildur hennar Þorgerðar og Þuríður dóttir Sigga


Og svo fjölskyldumyndir alltaf jafn glæsilegar híhí








Svo kom Ássý frænku pósan



Og hér er Ásta með Affí systur og Maddý móðursystur sem voru viðstaddar fæðingu hennar



Halli og Kristín kærastan hans og Una litla




Og svo kom annar í fermingu þar sem fullt af frábæru fólki kom í afganga





Stefán kærasti Aldísar Dagmar við flott skreytta borðstofuborðið mitt


Ástþór Örn litli sæti frændi sonur Sigurðar bróður og Svanhildur mágkona

Sigurður Ágúst litli bróðir og pabbi hressilegir að sjá

Kristján Örn sonur Möllu og Össa

15 comments:

Anonymous said...

Velkomin í bloggheima sæta :) og til hamingju aftur með dótturina, gaman að sjá kunnugleg andlit þarna sem ég hef ekki séð lengi :)

imyndum said...

Jesúss minn hvað allir eru sætir á þessum myndum... ekki síst Aldís Dagmar! Hvenær varð hún svona stór!!!

Anonymous said...

Mikið eruð þið glæsileg öllsömul. -Asta er glæsileg og hefur greinilega staðið sig með prýði.

PS: það er mjög gott að minnka myndir í photoshop, mjög einföld og fljótleg aðferð og þá er svo miklu fljótlegra að hlaða myndum inn á bloggið, yfirleitt minnka ég mínar myndir niður í 500 pixla.

knús
Brynjalilla

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Mikið fannst mér gaman að sjá þessar myndir Þórdís. Affí lítur ekkert smá vel út, mátt skila því frá mér og svo sameiginleg frænka okkar hún Hildur stendur frændgarðinum ekki að baki varðandi fríðleika og myndarskap. Bið kærlega að heilsa öllum, hefði þekkt næstum alla í veislunni þinni. Nokkuð stolt af því ;)

Anonymous said...

Ég þakka fyrir falleg orð í minn garð ;) Aldeilis gott að eiga þetta inni þegar Einar Örn fermist eftir 10 ár, tihi :)

Anonymous said...

úpps gleymdi: Góðar batakveðjur til Úlfs.

Anonymous said...

Já allir voru voða glæsilegir nema ég þennan dag ég var á síðasta snúningi og ómæ fj..hárið var rafmagnað og niðurkless og ég get ekki sett helmingin af þeim fjölmörgu fjölskyldumyndum sem teknar voru he he.. Og þar að auki sagði enginn mér að laga mig til fyrir myndatöku hummm.. Já Aldís er sko skvísa og Hildur Valdís líka. Línda þú verður að segja Auði að skoða myndirnar hugsa að Auður hafði svo sannarlega verið ein af þeim sem hún saknaði þennan dag.

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Auður er búin að skoða og var mjög ánægð með Ástu á myndunum, hefði náttúrulega viljað vera þarna eins og við öll. Okkur fannst Ásta líka svaka flott og ég er viss um að lúkkið sem hún er með á fermingunni á eftir að eldast vel, þ.e. hún á ekki eftir að æla þegar hún sér þessar myndir eftir einhver ár eins og er alltof algengt.

Anonymous said...

Gaman að skoða myndirnar úr fermingunni:-) Þið eruð öll voða myndarleg og Ásta stórglæsileg á fermingardaginn, geggjuð föt sem stelpan er í.
Annars fór ég inn á linkinn hérna til vinstri á Target og langar til Boston NÚNA!!! Við Target eigum ágætlega saman.. he he
Knús Heiðrún

Anonymous said...

Já Heiðrún Target klikkar ekki tókst að eyða um 500$ síðast þegar ég var í USA og er að borga það núna ha ha

audur said...

hæ Ásta, þegar mamma sagði mér frá síðunni fór ég beinnt á hana :)
*omg* hárið þitt var ótrúlega flott of kjóllin líka , oh ég vildi að ég hefði getað komið....ég er bara alltaf eikkern staðar lengst út í rassgati hehe.., en þú kemur bara í ferminguna mína..:) Ég er alltaf að reina að hringja í þig en það er alltaf eikkað sem stoppar það...t.d.:það vantar afsláttakortið, skype-ið virkar ekki , ekki tími, þú veist bla bla bla en ég stefni að því að fara að hringja fljótlega í þig ....
Kiss&Knús:
Auður.

Anonymous said...

hæ Auður mín ég skila þessu til hennar Ástu hún var bara sofnuð í gærkvöldi en hún er heima í dag.

Anonymous said...

:( pínku sár.... reyndi eftir bestu getu að sjæna á þér andlitið fyrir myndatökurnar :( en var víst bara með púður og gloss....
kv
Kristín E.

Fnatur said...

Hæ Þórdís. Til hamingju með dömuna. Bara búin að ferma vá ótrúlegt.
Allir ekkert smá glæsilegir á þessum myndum, sérstaklega Ásta. Gullfalleg stúlka sem að þú átt.
Spurning hvort við sjáumst næst í Sjallanum þegar við verðum fertugar haha...æi nei þá er það víst Oddvitinn (eða er hann ekki ennþá til?)

Kv, Fanney

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]