Friday, February 15, 2008

Örstutt í dag

Komin helgi og ég tel niður að komast í helgarfrí. Í dag kemur Kristín Dögg ég svo gjörsamlega búin að gleyma að við erum að fara í 70 ára afmæli Arþórs móðurbróður Ingó sem byrjar kl 5. Annað hvort verður Ásta með hana eða hún gistir hjá Didda sjáum til. Guðný verður ekki heldur heima því hún er að fara í óvissuferð með Guðnýju Helgu vinkonu sinni sem heldur alltaf mögnuð partý. Þær gista fara í sund og ferðast um á Hummer hehe flottar á því. Helgin er ekkert plönuð þannig nema bara vera með fjölskyldunni og hitta Ingigerði annað s.s. ekkert merkilegt. Guðný fer í Sönglist á laugardaginn milli 12 og 14 og Ásta er á skautum á sunnudaginn þarf að kaupa hana henni skauta erum ekki búnar að því enn. Úti farið að birta en allt blautt eftir rigningar. Mikið er gaman að búa á Íslandi :-)

8 comments:

Anonymous said...

Góða helgi. Það er alltaf jafn gaman að lesa hjá þér bloggið...mjög gefandi og mannbætandi :)Kveðja, Auður.

Anonymous said...

hafdu góda helgi og vonandi fer vedrid ad batna hjá ykkur, vid erum enn í vetri í Tjekklandi og höfum thad gott en á morgun leggjum vid af stad heim aftur:) Mikid er gott ad fá svona vetrarfrí!!
Massor av kramar Ellen

Anonymous said...

Mér finnst bara vera komið vor, nánast orðið bjart þegar við förum út úr húsi fyrir 9 á morgnana, við erum sko klst á eftir áætlun hér..
Finnstettæði :) :)

Góða helgi vinkona :)

Anonymous said...

Hafdu thad gott og bid ad heilsa barnabarninu mínu. Er Ásta farin ad kíkja á H&M á netinu? Ég fer ad fara ad panta aftur. Bless, Áslaug systir í útlöndum.

Anonymous said...

Hæ, gaman að fylgjast með hjá ykkur. er að reyna að komast inn í kommentin hjá áslaugu en gengur illa. Kanntu einhver ráð með það. kveðja affí

Anonymous said...

Halló systur mínar. Kristín E. bennti okkur á að setja anonymous inná. Margrét var að því núna. Látið mig vita EF það hefur ekki tekist. Var að skrifa smá á síðuna þar sem ég er nú komin með íslenskt lyklaborð!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Góða skemmtun á þessu laugardagskvöldi Áslaug systr í útlöndum.

Anonymous said...

Þú ert komin í harða bloggsamkeppni...
gaman að fylgjast með ykkur systrum!

Anonymous said...

Hæ sys, er í Litluhlíð að sýna m og p hvernig á að kommentera hjá þér. Allir biðja að heilsa, kveðja affi