Tuesday, February 19, 2008

Rigning, slydda, vetur

Helgin var nokkuð róleg. Fórum samt í afmæli til Arnþórs móðurbróður Ingó á föstudaginn. Það var á milli kl 17-20. Guðný var í óvissuferð með vinkonu sinni og gisti þar en Ásta var heima með Úlf og Kristínu Dögg sem var hjá okkur um helgina. Við hjónin vorum komin snemma í rúmið á föstudeginum frekar þreytt bæði. Keyrði Guðnýju í sönglist kl 12 á laugardaginn og svo fórum við Ingó beint í Laugar og tókum vel á því. Ætlaði að reyna að hitta einhverjar vinkonur en það gekk ekki eftir svo ég fór bara á þvæling með Ingó eftir ræktina. Fór með honum út í Hafnarfjörð að ná í trommutöskur sem hann geymdi hjá Kristjáni í Softtones og svo út í Reebok að ná í trommudót. Fór svo og keyrði hann út á hótel Sögu og svo að sækja Kristínu og Guðnýju í bíó. Um kvöldið var McDonald´s að ósk Kristínar. Stefanía vinkona Ástu gisti hjá okkur þessa nótt og þær fór í svaka partý hjá vinkonu þeirra. Ég sótti þær um 12 leytið þangað og þær höfðu bara skemmt sér ágætlega. Ásta hafði hitti Ágústu frænku Lindu Karenar (fyrrverandi hans Ingó hehe) og þær voru voða glaðar að hittast og ætla að vera í sambandi áfram. Á sunnudaginn fór Ingó að róta en ég bakaði með stelpunum og leyfði þeim að skreyta muffins, stal þeirri hugmynd frá Brynju og Valla. Svo fórum við Ingó á æfingu og þær litlu í sund. Beið svo á flugvellinum með Kristínu í næstum 1 1/2 klst því það var töf ekki gaman.

Í gær fórum við á æfingu nema mín æfing var léleg þar sem ég gleymdi íþróttabuxunum heima og þurfti að fara og ná í þær. Þannig að Ingó var næstum búinn þegar ég loksins kom til baka. Fórum svo í sund á eftir og Úlfur og Guðný komu með okkur.

Í dag er Ásta veik heima líklega með hita allavega hausverk og hálsbólgu og Guðný var líka heima með magaverk. Úlfur hinsvegar verður aldrei veikur og gæti nú alveg óskað sér að fá einn dag við og við hehe..

Þið sjáið að það er kominn nýr linkur efst á síðunni minn sem heitir myndir. Það eru allar myndir sem ég hef sett inn á bloggið og hægt að skoða þær þarna.

Á eftir æfing og jafnvel í Hreyfingu því ég fékk miða fyrir 2 í spaið þar og við ætlum kannski að fara og prófa. Úti er slydda og geðveikt ógeðslegt veður.

4 comments:

Anonymous said...

hæ frænka, það er ekki búið að opna spa-ið í Hreyfingu ennþá :)

Anonymous said...

Þú ferð nú ekki að æfa í Hreyfingu nema láta mig vita, svo við getum farið saman ;) Kv. Malla

Anonymous said...

Alltaf jafn mikid ad gera hjá thér;) Hér er ekkert spes vedur heldur en vorid er nú líklega á leidinni;) Hlakka thegar til sumarsins og vona ad thad lendi ekki allt á Ìslandi eins og í fyrra og ekkert hér!
//ellen

Anonymous said...

Þórdís mín, það fer ekkert á milli mála... þú elskar íslenska veðrið:-) ha ha ha
Stórt rigningar og slydduknús