Jæja þá er dagurinn kominn sem ég er búin að kvíða lengi. Ingó er farinn til Danmerkur með Spútnik að spila á þorrablóti í Álaborg. Þeir gista í nótt í Köben í íbúð sem Hera söngkona á og fara svo um miðjan dag á morgun til Álaborgar. Þorrablótið er svo á laugardaginn og heim koma þeir eftir miðnætti á sunnudag. Ég er búin að vera frekar fúl yfir þessari ferð og mjög ósátt við þá að taka okkur konurnar sínar með. Ekki að ég hafi ekki "mátt" fara hefði ég sagt ok ég ætla þá hefði Ingó tekið mig með en það hefði ekki verið hrópandi fögnuður yfir því sérstaklega frá hinum í bandinu. Þeir tala allir um að það sé miklu skemmtilegra að fara með okkur "konurnar" (eins og við séum eitthvað fyrirbæri) í ferð þar sem þeir séu ekki að spila, laugardagurinn sé vinnudagur og bla bla bla. Þeir fara á djammið í kvöld í Köben og aftur í Álaborg á morgun svo ég bara spyr hefði ekki verið málið að við fengjum að vera með??? Svo kom einn með þá frábæru uppástungu að fara bara öll saman í sumarbústað vei það er svo sambærilegt við að fara til útlanda. Á það að vera svona ferð þar sem konur og öskrandi krakkar fara með svo við sem eigum stór börn náum ekki að sofa neitt enn gaman ég hlakka svo til. Veit svo sem ekki hvernig sambönd hinna strákanna eru kannski eru þau bara svona slæm að þeir vilja ekki hafa þær með og þrá að losna við þær. Ég veit að við hefðum haft það gott saman enda erum við bestu vinir og getum gert allt saman. En Ingó kaus að ég færi frekar með ef einhver af hinum konunum kæmi líka. Veit reyndar ekki afhverju því mér er hundsama um hinar konurnar og kemur bara ekkert við hvað þær gera í sínu lífi. En þeir fá sína strákaferð núna og njóti þeir vel og við sjáum til að ári!
En allavega þá er ég ein með krakkana og hlakka ekki til helgarinnar vona þó að góðar vinkonur miskuni sig yfir mig svo ég ærist ekki. Símreikningurinn verður sjálfsagt góður eftir helgina hehe þar sem ég á eftir að heyra í mínum manni nokkuð reglulega. Sumum finnst ég kannski skrítin að vera svona fúl en mér finnst bara nóg komið af stelpu og strákaferðum í mínu lífi og komin tími á að vera saman og standa saman og eyða ævinni saman.
Í morgun kl hálf 5 þegar við Ingó fórum á fætur þá var kyrrt og enginn snjór. Núna er föl yfir hér og þar og svona smá dettur úr lofti. Svo það er enn einn dagurinn á þessu yndislega landi sem mér líður eins og fangi, ekkert hægt að komast héðan nema með flugi og það kostar úr manni augun. Enda vinn ég að því hörðum höndum að fá manninn minn til að flytja héðan eitthvað þar sem sumar er sumar og vetur er lítill. Fólk er alltaf að tala um hversu gott það sé að búa hér og öryggið og hreina loftið og vatnið og allt það kjaftæði en viti menn þær vinkonur mína sem hafa farið út segja bara flestar að þær hafi bara komið heim út af fjölskyldu og vinum. Hér er þjóðfélagið á yfirsnúningi, glæpum hefur fjölgað, enginn hefur tíma til að gera eitt né neitt nema vinna og rétt sinna sér og sínum. Hér kostar allt úr manni augun, veðrið er hræðilegt og maður kemst ekki neitt nema borga stórfé humm svo gaman!!!!!
Jæja þá er ég búin að fá útrás fyrir geðvonsku mína í dag og held ég hætti þessu bara. Þegar þessi helgi er búin þá lofa ég að brosa og vera hress.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
14 comments:
Í hvurslags þvermóðskuskapi ertu í dag kellan mín?
Rétt margt af því sem þú ert að segja. Hlakka svo sem ekkert sérstaklega til þegar Gilli er að fara burtu í vinnuferðir, en það verða þvílíkir fagnaðarfundir vonandi þegar þið hittist aftur svo þú getur hlakkað til þess! Mér finnst, þó ég vilji alls ekki losna við minn kæra maka, oft gott að vera ein í stuttan tíma og það geri sambandinu bara gott, en auðvitað erum við sem betur fer ekki öll eins.
Talandi um tímaleysi, mér finnst þú alltaf svo upptekin um helgar að maður hittir ekkert á þig!!!
Er til í að brasa margt og sakna mikið vinkvenna minna fyrir norðan sem oftast eru til í að gera e-ð með stuttum fyrirvara...
Hresstu þig nú við - hlakka til að hitta ykkur á sunnudaginn og hafðu nú endilega samband fyrr ef þú hefur tíma - hehe...
Heyrumst snúlla!
Elsku Þórdís, ég ætla að koma og leika Ingó á föstudagskvöldið, hann lét mig fá föt af sér áður en hann fór út og rakspíran sinn:-) Vona það sé betra en ekkert.... ha ha ha Knús og hlakka til að sjá þig á morgun.... Heiðrún
já hlakka til að sjá ykkur báðar! Og Þorgerður ég er yfirleitt ekki að gera neitt um helgar. Ingó er yfirleitt að stilla upp og stússast á laugardögum og þá er ég annað hvort með honum því mér leiðist eða heima að hanga. Vertu velkomin.
Já, ég fer að gera innrás um helgar! Svo verður þú að líta við líka, alltaf til í mat og spil t.d. Komin með nýju útgáfuna af party og co. sem þú sagðir mér að skipta yfir í - fannst ekkert smá gaman að spila við þig og Arnhildi m.a. í Steinahlíðinni um áramótin..
já það var gaman að spila um jólin þurfum að plana svoleiðis sem fyrst. Ingó er t.d. laus flest föstudagskvöld
Má ég vera með??? ha ha ha
Krist! Vertu bara fegin að vera laus við kallinn eina helgi, þið verðið búin að klára rómantíkina með þessu áframhaldi, miklu betra að spara þetta aðeins, fjarlægðin gerir fjöllin blá.... Þegar Elli var í Rvík, Aldís og vö líka þá var enginn þvottur, ekkert uppvask, engin tiltekt,gat valið þá sjónvarpsstöð sem mig langaði,--- og hlakkað óskaplega til að fá allt liðið heim um jólin!
Heiðrún - þú ert velkomin með!
Affí - sammála...
gvuuuuð hvað ég er dugleg að kommenta í dag!
Geðvonda mær - vonandi líður þér betur núna eftir pústið :-)
Ohhhh, mér finnst einmitt svo frábært að fá "stelpuhelgar" að ég verð að geta unnt mínum að fá "strákahelgi" líka. En við gerum það auðvitað svo alltof sjaldan að það er kannski þess vegna sem ég fagna því í stað þess að pirrast. Eyddu helginni í að undirbúa sérstaka "stelpuhelgi" miðja vegu milli Svergie og France kannski - eða bara í rammíslenskan sumarbústað. Það er svo gott fyrir ástina að gera eitthvað solleiðis.
Systa
músin mín lúsin mín, farðu í freyðibað, fáðu þér rauðvínsglas, njóttu þess að breiða úr þér í rúminu og planaðu stelpuskandinavíuferð, til mín.
Sammála síðasta ræðumanni !! :)
Ingó
Sammála... leyfðu kallinum að eiga kallahelgi um helgina og þú færð að eiga stelpuhelgi í friði og svo verðið þið hrikalega ástfangin aftur eftir helgi þegar þið hittist aftur :o)
Þú ert velkomin til mín í heimsókn hvenær sem er, til dæmis í Guitar Hero partý :þ eða bara hvað sem er... svo er mútta mín að koma um helgina og aldrei að vita nema að það verði Kringlu/Smáralindarferð með henni sem þér þætti örugglega gaman að koma með í :D
Sem sagt: njóttu helgarinnar :D
já ég reyni að njóta hennar en það sem enginn kannski skilur er að mig langar ekkert í stelpuhelgi og þarf ekkert á henni að halda. Mig langar bara til útlanda með manninum mínum og mig langar til að finna það ekki svona sterkt að við konurnar séum ekki velkomnar mér finnst eitthvað rangt við það
Iss iss iss, ekkert svona mín kæra. Bara anda inn og anda út, og þá verður helgin fokin framhjá, með allskonar skemmtilegheitum, vittu til. Kv. Malla
Post a Comment