Óhætt að segja að bloggið mitt hafi vakið upp miklar umræður :-) Fyrsti dagur að kvöldi komin og þau litlu ætla að sofa uppí hjá mér í nótt hefði nú viljað hafa manninn minn þar. Er búin að heyra nokkrum sinnum í honum í dag það er bara gaman hjá þeim og það er hið besta mál. Þeir búnir að fara á kaffihús, út að borða og stuð. Koss og knús yfir til þín ástin mín.
Ingigerður og Þorgerður komu báðar hingað í dag eftir vinnu hjá mér. Ég keypti ostaköku og þeytti rjóma og við spjölluðum um stund. Á morgun ætlar Heiðrún að koma og gista hjá mér og taka Bjössa með sér. Við ætlum að baka pizzu og kjafta fram á nótt og hafa það næs. Mikið á ég góðar vinkonur sem sinna einni í sjálfsvorkun :-) Ætlum kannski í sund með krakkana á laugardaginn ef veður á þessu blessaða landi leyfir. Svo ætla ég að baka fyrir hann Möllu frænku mína sem útskrifast á laugardaginn og það með 9 í meðaleinkun. Flottust er hún Malla eins og alltaf. En hann Ingó minn er líka að útskrifasta á laugardaginn úr kennslufræðinni verst að hann er ekki hér til að taka á móti skírteininu sínu er mjög stolt af honum eins og alltaf. Malla er með veislu á sunnudaginn og þangað fer ég með allt mitt lið. Svo um kvöldið ætla ég að bruna út í Keflavík og sækja manninn minn mikið hlakka ég til þess að fá hann aftur heim.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Betra hljóð í þér núna,reyndu bara að hafa það huggulegt,hitta vini og ættingja, eta kökur, kjafta um náungann oþh, pottþétt allra meina bót.Kv affí
Tja kannski EKKI alveg 9 í meðaleinkunn, en er stolt með 9,0 fyrir BA verkefnið ;) Heyri í þér á morgun með bakstur sæta :) Gott að eiga góða að, það er ekki spurning!! Kv. Malla
Hæ skvísa.
Flottar myndirnar af ykkur:)
Við Bjössi hlökkum til að sjá ykkur í kvöld, þetta verður alveg mega gaman:-) Knús Heiðrún
Flottar myndir af ykkur skötuhjúunum :) Njóttu helgarinnar, ég er að fara EIN suður yfir nótt í næstu viku og hlakka geðveikt til!! Fannst ég fá alveg mergjað húsmæðraorlof um daginn þegar ég fór með augun hehe.. enginn til að sinna nema ÉG :)
Knús úr sólinni á Egils :)
Post a Comment