Friday, February 22, 2008

Föstudagur og tíminn stendur í stað

Jæja nú er ég alveg að fara heim bara um klst eftir í dag og mér finnst tíminn silast áfram. Í dag er búið að vera stillt og sól, jólahríð og rok og fjúk þeir sem sækjast eftir fjölbreyttu veðri ættu að vera glaði. Þeir sem hata fjölbreytt verður og vilja bara sól og hita eru ekki glaðir. Ég er formaður í því félagi hehe....

Nú eru um 2 1/2 sólarhringur þar til Ingó kemur heim og mér finnst eins og hann sé búinn að vera í 2 mánuði í burtu. Mest af öllu langaði mig bara að kaupa mér flugmiða og mæta á svæðið. Skella mér út að borða með honum í kvöld og fara á ballið annað kvöld. En það verður nú víst ekki af því. Hann var bara vaknaður snemma karlinn og var að reyna að finna föt á börnin sín áðan þegar ég hringdi í hann. Alveg sveittur hvernig á hann að vita hvað unglingurinn okkar vill fá hehe aumingja Ingó minn. Núna er hann líkleg bara alveg við að fara í loftið og fljúga til Álaborgar. Þar gista þeir í íbúð sem einn úr þorrablótsnefndinni á. Út að borða í kvöld og stuð á eftir ooo mig langar að vera hjá honum.

Heiðrún kemur um 7 leytið og þá ætla ég að vera með pizzu tilbúnar handa okkur. Hún gistir svo með Bjössa með sér. Kannski ef ég nenni þá fer ég í ræktina á eftir en þar sem Ingó er ekki með mér þá er það ólíklegt :-(

Annars bara lítið að frétta nema ég óska þess að þessi helgi líði á ljóshraða!!!!!

2 comments:

Anonymous said...

Tíminn líður allt of hratt sem sést best á því að pabbi er farinn að telja dagana til jóla!! Njóttu helgarinnar. Kv affí

Anonymous said...

Meira vælið í þér systir. Snjórinn er yndislegur, bara ekki nóg af honum um þessar mundir. Það var samt dásamlegt að vera 5 klst. í Hlíðarfjalli áðan á skíðum. Strengir á morgun ef að líkum lætur. Vona að þessi helgi líða ótrúlega hægt og við getum notið þess að vera á skíðum, heimsóknum og að vera til.
Diddi