Saturday, February 23, 2008

Fer að styttast

Jæja þá er laugardagurinn að nálgast kvöld og helgin óðum að nálgast að vera búin. Ég fór í ræktina í gær með Lindu og það var mjög gaman. Hef ekki hitt hana í meira en mánuð svo þetta var ljúft. Var komin heim um 7 leytið og þá var Heiðrún komin með Bjössa. Ég fór að baka pizzu og aumingja börnin fengu kvöldmat seint það kvöldið. Komum svo liðinu í ró en við Heiðrún sátum og kjöftuðum og skoðuðum gamlar myndir frá því ég var í viðskiptasölunni hjá Icelandair. Í morgun varð ég svo vitni að frábærum samræðum milli Úlfs og Bjössa (sem er 4 ára). Bjössi ætlaði sér greynilega að fara í tölvuna og Úlfi fannst hann eitthvað frakkur svo eftirfarandi kom. Úlfur:Hlustaður á mig þú bara veður ekkert áfram og tekur dót án þess að fá til þess leyfi. Hvað var ég að segja við þig? Bjössi: ég veit það ekki. Úlfur: Þá hefur þú nú bara ekkert verið að hlusta á mig. Hehe mér fannst þetta alveg kostulegt og var að deyja úr hlátri inni í rúmi. Skömmu síðar kemur svo frá Úlfi sem var orðinn eitthvað pirraður á þessum krakka. Úlfur:Mér finnst litlir krakkar alveg ótrúlega leiðinlegir, þú skilur það þegar þú verður jafngamall mér. Ég glotti en skammaði hann nú aðeins síðar fyrir að segja svona hehe... Keyrði Guðnýju í Sönglist og við Heiðrún fórum með Bjössa í sund. Sótti svo Guðnýju og við fórum með Sellu að skoða íbúð fyrir eldri borgara sem verið er að byggja við Suðurlandsbrautina lengra en Mörkin. Flottar en dýrar verð ég að segja. Hálf Reykjavík var mætt á svæðið svo það er greinilega áhugi fyrir þessum íbúðum. Kl 4 var ég svo mætt til Ássý frænku í afmæliskaffi og tók Ástu með mér. Guðný fór í sund og Úlfur var að leika við vin sinn. Þar var Maddý og allt hennar hyski og við áttum góða stund þar. Þar stendur bíllinn minn núna bensínlaus, eins gott að Þorgerður gat skutlað mér heim.

Núna er Ingó mættur á Þorrablótið og þetta er síðasta nóttin mín án hans og ég farin að telja niður :-) Svo er þvílík dagskrá á morgun. Fyrst er súpa hjá Birnu frænku milli 11-13 þar sem verið er að kveðja Sólveigu sem er að fara til Pakistan að kenna rústabjörgun í 3 mánuði. Svo fer ég til Möllu í útskriftarveislu. Það er gott þá líður tíminn á ljóshraða og áður en ég veit af verð ég komin til Keflavíkur að sækja minn heittelskaða mann :-)

Ætlaði að hitta Lindu í kvöld en hún er upptekin kannski verð ég bara ein heima og leigi mér mynd og slaka á og undirbý komu mannsins míns. Kannski fer ég eitthvað í heimsókn hver veit.

8 comments:

Anonymous said...

Greinilega nóg um að vera hjá þér. Heldurðu að þú hittir eins marga ef þú byggir í útlöndum??? Kv affí

brynjalilla said...

knús í hús þó þið þurfið örugglega ekki á því að halda

Thordisa said...

Þarf alltaf á knúsi að halda. Og nei við myndum ekki hitta eins marga en kannski ætti maður rólegri tíma svona við og við :-)

Anonymous said...

Takk kærlega fyrir daginn í dag, salatið var geggjað gott ;) Nú ert þú eflaust komin með Ingó í fangið, og ekki víst að þú sleppir honum neitt á næstunni, tihi. Kv. Malla

Anonymous said...

Elsku vinkona, vonandi vard helgin bara fín ad lokum! Hef verid ein heima med stelpurnar naestum allar helgar sídan í september og thad er ekkkert gaman!
Mér finnst alveg yndislegt ad búa í Sverige á öllum tímum ársins nema á veturna thá fae ég sko heimthrá og langar til Ìslands, thú veist madur vill alltaf fá thad sem madur hefur ekki:)
Ha det bra!

Anonymous said...

Takk fyrir skemmtilegheitin á föstudagskvöldið, við Bjössi skemmtum okkur konunglega og honum varð ekki meint af tiltali Úlfs ha ha ha, ekkert smá fyndið:-) Hann er vanur frá eldri systur sinni...
En stóra spurningin er: GASTU FARIÐ Í VINNU Í MORGUN ÞÚ ÞARNA ÁSTARSJÚKA MÆR?? ha ha ha ha

Anonymous said...

og nú spyr ein sem býr í útlöndum og ekkert veit: hvaða útskriftarveilsa var hjá Möllu á sunnudaginn?
Það er nefnilega alls ekkert allt frábært við að búa í útlöndum og eitt af því er að manni hættir til að detta svoltið "útúr" því sem vinirnir eru að brasa heima...
Það er margt gott við að búa erlendis en kæra þórdís það er samt svo margt sem maður saknar að heiman; fjölskyldan, vinirnir, náttúran, kyrrðin -og veðrið meir að segja líka.....
En hins vegar verð ég líka að segja maður sér hlutina heima með öðrum augum en áður og það er vissulega ýmislegt sem manni finnst að mætti vera öðru vísi.
En hvernig er spakmælið aftur; þetta er ekki spurning um hvað við lendum í og hvaða aðstæður við búum við heldur hvernig við sjálf tökumst á við hlutina.... kv. Aldís

Anonymous said...

Hahahaha.... þessir tveir eru nottlega bara snillingar:-) Gott þú ert búin að fá þinn heittelskaða heim og allt dettur í rútínuna góðu:-)
Sjáumst í næsta klúbbi skvís

Dagný