Monday, February 25, 2008
Ekki lengur ein :-)
Jæja þá er ég nú búin að endurheimta minn mann aftur og svaf eins og steinn í alla nótt híhí.. Gærdagurinn leið ótrúlega fljótt fór fyrst í súpu til Birnu frænku til að kveðja Sólveigu. Svo heim að gera salatið fyrir Möllu og svo beint í veisluna þangað. Guðný veik og fór ekki með en þau hin komu. Rosa flott veisla og nóg að bíta og brenna þar. Eftir þetta fór ég heim og kláraði að taka húsið í nefið, skúraði og gerði allt rosalega flott. Um hálf 12 brunaði ég svo til Keflavíkur og náði í hann Ingó minn og var frekar glöð að hitta hann aftur :-) Vorum ekki komin í rúmið fyrr en gengið 3 þar sem hann var auðvitað að lenda svo seint og svo tekur það sinn tíma að keyra hér á milli. Hitti alla strákana á vellinum og fannst mér þeir ansi þreytulegir eftir mikla djammhelgi! En sem sagt nú er hann komin heim og sólin farin að skína úti og fyrir utan að vera ansi þreytt þá er lífið bara nokkuð gott.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
Voðalega er ég glöð fyrir þína hönd að vera búin að fá elskuna þína aftur:-) Knúsaðu hann nú vel...
Gott að karlinn er kominn svo þú getur aftur tekið gleði þína, hí hí. Allir hressir hér, kv affí
Sæl Þórdís.
Mér fannst algjör snilld að lesa það sem Úlfur sagði við þennan leiðinlega krakka :) Stundum fæ ég að hlusta á svona snilldar samtöl hérna heima hjá mér...þau eru ómetanleg :)
Kveðja, Auður.
Gott að þú veist hvað sambandið við manninn þinn er mikilvægt. Vona að þið verðið áfram hamingjusöm. Hafðu það gott með manni og börnum, þín systir Áslaug.
Ja ég vil nú ekki meina að sonur minn sé leiðinlegur.... en Úlfur fær alveg nokkur prik fyrir að reyna að ala hann upp... ha ha ha
Gott að þú ert glöð á ný Þórdís mín. Bið að heilsa Ingó.
Hæ sæta takk fyrir síðast, það var ekkert smá gaman að hitta ykkur skvísurnar úr MA...knús fanney
Fær Ingó að fara einn í búðina?? ha ha ha
Takk fyrir síðast dúllan mín! þín Arnhildur
Bara Teigakjör hérna í hverfinu, ekki 10/11 hérna hinumeginn við Sundlaugaveginn (hahahahaha :)
Post a Comment