Thursday, February 28, 2008

Snjór

Þegar ég vaknaði í morgun var allt á kafi í nýfallinni mjöll, það er eins og það bara hætti ekki að snjóa og þessi vetur teigir úr sér lengur en við erum vön hér á suðurlandinu. Vikan er búin að þjóta áfram, ég eyddi miklum tíma í að læra stærðfræði með Ástu og kom henni af stað með hluti sem hún var bara ekki að skilja. Ég fór í saumó til Lólu og átti skemmtilegt kvöld þar. Þangað voru allar mættar nema Dagný sem hreinlega gleymdi að það væri klúbbur. Það var mikið hlegið þetta kvöld af t.d Lólu sem gekk giðfætt um gólfin eftir ferð til Svíþjóðar, af mér fyrir að hafa átt að leika "stórt" hlutverk í Litlu Gunnu og litla Jóni í 2 bekk í barnaskóla en hafa harðlega neitað því. Já og bara hlegið út í eitt þetta kvöld það var mjög skemmtilegt þakka kærlega fyrir mig. Annars er lítið að frétta, Arnhildur og Fúsi verða í bænum með krakkana um helgina ætla að reyna að sjá þau. Svo ætla ég að fara með Ingó á Skagfirðingakvöld á laugardaginn á Players. Hann er ekki að spila nema brot af ballinu svo við getum kannski dansað ha Ingó skora á þig hehe... Svo á bara að hafa það næs.

11 comments:

Anonymous said...

greinilegt að Lóla er alltaf jafn hress, skilaðu kveðju til hennar. Komum kannski suður á föstudag, ekki ákveðið endanlega, erum að skoða litla íbúð til kaups.

Thordisa said...

Er þetta Affí?

Anonymous said...

já fer þessi helv... snjór ekki að fara eitthvert annað?? alveg komin með nóg af þessu...

Anonymous said...

Já þetta var ég þarna nr. 2 Komum e.t.v suður ef elli finnur sér einhvern frítíma í þetta ferðalag.Kv affí

Anonymous said...

Elska þennan snjó og vil heldur hafa hann en bleytudrullu!!
Heldur betur helgið í saumó, gaman af því.
Heyrumst um helgina!

Anonymous said...

hlakka til að sjá þig um helgina dúllan mín! kveðjur Arnhildur p.s. ég vill líka snjó!!

Anonymous said...

Alveg get ég ímyndað mér að það hafi gaman hjá ykkur :) Og það voru hreint ótrúleg þessi hlutverk sem manni voru falin að leika í barnaskóla, ég man sérstaklega eftir því þegar ég var Snæfríður Íslandssól...af öllum!!! pældu í því :) En maður svo sannarlega gott af þessu, er ekki frá því að þetta hafi elft sjálftraust og framkomu :)

Anonymous said...

Meiri snjór, meiri snjór, meiri snjór! Loksins snjóar eitthvað af viti hér á höfuðborgarsvæðinu. Kýs snjó fram í apríl ef því er að skipta í stað helv ands djöf roksins og rigningarinnar sem hingað til hefur tröllriðið Reykjanesi.
Ég elska að vakna of seint á morgnana og þurfa að sópa og skafa bílinn - svo mikið að ég mun næstum því fórna mér og vakna fyrr til að skafa þinn bíl. Svo er þetta svo gott fyrir skíðafólkið og ferðaskrifstofurnar sem fylla sólarlöndin af Íslendingum yfir páskana.
Yndislegt - ef væri ekki svona kalt.
Systa snjóaðdáandi nr. 2

Anonymous said...

Hvernig er hægt að gleyma saumó??? ég bara spyr, ég held ég hljóti að eiga metið þetta árið. Vonandi líður þetta bara hjá eins og slæm flensa. Mér fannst ferlegt að missa af þessari kvöldstund með ykkur, það er ekkert eins gott og að hitta ykkur og hlæja í nokkra klukkutíma, hefði svo toppað það að geta fylgst með giðfætta gestgjafanaum (hehehehe....)

Knús þar til næst Dagný

Anonymous said...

SNJÓR já takk :) Stóð úti á leikskólalóðinni í góða klukkustund í dag og horfði á hríðina (og líka aðeins á börnin, tihi). Kv. Malla

brynjalilla said...

góða helgi músin