Friday, February 29, 2008

Helgin

Jæja þá er vinnudagurinn að verða hálfnaður og helgi framundan. Hlakka til að eiga frí í 2 daga og gera kannski eitthvað skemmtilegt. Planið var að fá Ingigerði og Sigtrygg í mat í kvöld því þau eru að fara til Cairo á morgun og verða fram á fimmtudag. En nei takk Sigtryggur komin með hita og er skipað af konu sinni að liggja í bælinu þangað til þau fara. Aumingja karlinn ekki gaman af vera veikur að fara í ferðalag. Kannski ég nái Ingigerði í göngutúr með Lubba áður en hún fer svo ég sjái aðeins framan í hana hef ekki séð hana svo lengi. Það rifjast upp þegar við vorum í Cairo í fyrra mikið var það nú gaman.





Erum við Brynja ekki flottar

Í teppa"skólanum" er þetta skóli eða hvað



Verið að kaupa ilmvatn í stórum stíl og ég nota mín finnst þau æði

Ingó og Simmi saman á hótelinu


Á markaðnum






Svona sér maður ekki á Íslandi :-)

Við í stuði að koma úr bænum

Rósa fallega brúðurin

Síðasta daginn erum að syngja fyrir Rósu og Marwan

Já það er bara ótrúlegt að það sé að verða komið ár síðan við vorum úti. Ég vona að Ingigerður og Sigtryggur eigi eins góða ferð og við áttum þá.

Ég skrapp til Lindu í hádeginu hún er á fullu að skrifa doktorsritgerðina sína sem hún á að fara með í fyrstu vörn eða hvað það er nú kallað í apríl. Gangi þér vel skvísa.

Á morgun ætla ég að fara með Ingó á Players hann er að spila á Skagfirðingakvöldi þar. Þar verða fult af böndum svo hann verður ekki á sviði allan tímann það er nú gaman. Svo eru Arnhildur og Fúsi í bænum maður þarf að sjá þau og kannski Arndísi svo það gæti orðið nóg að gera hjá mér við að hitta fólk.

Góða helgi kæru ættingjar og vinir hafið það gott.


5 comments:

Anonymous said...

Hæ gamla, erum víst á suðurleið seinni partinn, þ.e. ef ekkert bilar skindilega í tölvukerfi HA! Ætlum að líta á íbúð til kaups, enn á skoðunarstiginu. Vitum ekki hvar við gistum, veit ekkert með Didda, hvort hann er heima, en líklegra að við fengjum að vera þar. Heyri í þér í dag. Kv affí

Anonymous said...

Góða helgi mín kæra:-)

brynjalilla said...

væri sko til í að upplifa þessa ferð aftur, myndi ekki breyta neinu, eigum við ekki bara að fara að skipuleggja næstu ferð til Afríku til Erlu og Dabba?´

Thordisa said...

Jú það finnst mér að við ættum að gera :-)

imyndum said...

;) þessar myndir ylja svo sannarlega hjartarætunrar.... er það ekki örugglega þar sem vináttan býr?
Ég á eftir að lifa á því það sem eftir er hvað það var yndislegt að fá ykkur öll til Kaíró.

Elska ykkur öll svo mikið, smússí smúss.