Ekki ætlar þessi vetur að hætta sama hversu heitt ég óska mér að kuldi og vindur hætti þá bara gerist ekkert. Mikið vildi ég að ég gæti verið í heitum löndum yfir vetrarmánuðina og hér á sumrin það væri draumur :-)
Arnhildur kom í gær og eyddi deginum í Reykjavík. Ég sótti hana í hádeginu og við fórum á Subway svo keyrði ég hana heim. Hitti hana svo aftur eftir vinnu en þá var hún búin að vera að hjálpa Ástu að lesa undir sögupróf og þær búnar að skemmta sér þrælvel. Hún fór svo heim um kvöldið fékk að sitja með tengdapabba sínum í vélinni norður. Ég fór í saumó í gærkvöldi mættar Malla, Sigga, ég og Fjóla heim til Heiðrúnar. Hinar komust ekki en við sem mættum áttum gott kvöld. Tók engar myndir og hef ekki komið í verk að setja inn helmingin af þeim myndum sem ég á til heima í tölvunni. Kannski tek ég dugnaðarskorpu við tækifæri.
Krakkarnir eru í vetrarfríi í dag ja nema Ásta en hún fær ekki vetrarfrí núna þau tóku sér langt fyrir jól. Ingó er heima í dag með þau en í hádeginu förum við með þau í foreldraviðtal. Fengu bæði góðan úrskurðu úr skólanum svo við erum bara mjög sátt með þau enda eru þau yndisleg.
Bendi þeim á sem vilja lesa skemmtilega skrifað blogg að Affí systir er farin að blogga og ég er búin að setja slóðina hennar inn á síðuna mína.
Svo er Valentínusardagurinn á morgun ætti maður ekki að gera eitthvað rómantískt með manninum sínum :-)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Takk fyrir ad hugsa um stóru dóttur mína. Verst ad henni leidist ad fara á Subway, eda thannig. Heyrdu -nú máttu baeta vid í blogglistann. Er komin med sídu!!!!!!!
aslaug-arnar.blogspot.com
Er enn ad laera a hana. Ástarkvedjur,- Áslaug systir í útlöndum.
Kem engum athugasemdum inn á bloggið hennar Áddu...
Leiðinlegt að hitta ykkur ekki á þriðjudagskvöldið!
Heyrumst...
Post a Comment