Sunday, February 10, 2008
Helgin að klárast
Þá er enn ein helgin þotin áfram. Óveðrið kom á föstudaginn þó svo mér findist það kannski ekki eins slæmt og um var rætt. Ásta var með vinkonum sínum og þær fóru út að borða en voru komnar heim fyrir kl 9. Ég fór með Ingó upp í FÍH að stylla upp trommusettinu, nennti ekki að hanga ein heima því þau litlu fóru til Sellu. Við vorum þarna til hálf 12 því illa gekk að fá sound í græjurnar en að lokum tókst það. Eftir það fórum við út í Hafnarfjörð og settum trommusettið sem Ingó ætlaði að nota á ballinum á Broadway. Við vorum svo vöknuð um hálf 10 á laugardaginn og Ingó fór í stúdíóið en ég eyddi deginum í að laga til. Pabbi kom til mín eftir hádegi annars gerðist lítið merkilegt þann daginn annað en ég var að keyra krakkana út og suður í tómstundir, veislur og annað. Um kvöldið var ég bara búin á því og sofnaði uppi í sófa. Ingó fór að spila um 10 leytið og ég vaknaði þegar hann kom heim og við kjöftuðum aðeins. Hann mætti svo í stúdíó kl 11 í morgun en ég hélt áfram að laga til. Pabbi og Diddi komu um 2 leytið og stoppuðu til kl 4. Úlfur og Guðný skelltu sér aðeins út og bjuggu til snjókarl annars er veður ekkert búið að vera spes. Dagurinn fór mikið í að hjálpa Ástu að læra. Tíðinalítil helgi svo ekki sé meira sagt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Nauðsynlegt að eiga svona helgar inn á milli, þó ekki sé það skemmtilegast að taka til og taka meira til...
Sjáumst annað kvöld á Álftanesinu!
Reyndar hjá Heiðrúnu því Íris getur ekki haldið klúbbinn svo muna nesti og nýja skó það er langt að fara hehe
Ég man nú held ég bara ekki eftir svona rólegri helgi hjá þér :)
Kveðjur úr austrinu fljúgandi.. hála.... :)
já örugglega ein sú rólegasta helgi í þínu lífi í leeeeengri tíma, en eins og Þorgerður sagði, þá eru svona helgar nauðsynlegar inn á milli... mín var svipuð - nema ég fékk mér eitt rauðvínsglas yfir sjónvarpinu haha :)
Ó þessi helgi hljómar svona eins og flestar helgar hjá mér. Þegar maður býr svona langt í burtu frá öllum sínu náustu þá er óhætt að segja að heimsóknum og skreppitúrum um helgar fækkar töluvert.
Hvaða voða mikið skítaveður er annars búið að vera á Íslandi. Er ennþá þessi svaka mikli snjór?
See you tonight honey:-)
Post a Comment