Friday, February 1, 2008

Föstudagur

Loksins komin helgi hlakka til að geta sofið út 2 daga í röð. Úti er 8 stiga frost og hann Ingó minn búinn að klæða sig vel og farin að bera út Fréttablaðið duglegur strákur eða hvað. Í dag er tiltekt í vinnunni og pizza í hádeginu það er bara gaman. Ég er búin að biðja um að fá að sitja frami áfram kann betur við það en vera inni í sal. Hér er ég með mun stærra borð og bara meira prívat nett frekja kannski að biðja um þetta því mér var boðið að fara hingað fram og ég harðneitaði hélt það væri hræðilegt hehe...

Í gær skellti ég mér ein í Laugar, já Ingigerður ég veit þú trúir því ekki, ég fer aldrei ein svo það sé á hreinu. Ég tók hraðhringinn 2x og það var bara fínt. Annars er Ingó búinn að búa til prógramm handa okkur til að taka þegar við förum saman svo það er nú fínt. Arndís ætlaði að kíkja í gærkvöldi en svo var svo kalt og hún þreytt að hún kom ekki. Ingó var að kenna til kl 8 og eftir það fór hann í bíó með Bjarna vini okkar.

Í dag ætlum við að hitta Ingigerði og Sigtrygg og svo Vigdísi og Kristján á Thorvaldsen kl 18:15. Þau eru öll að fara á Pam Ann en Ingó nennir ekki svo við ætlum ekki með. En við ætlum öll að borða saman og svo kannski kíkjum við Ingó í bíó á eftir. Hver veit nema við fáum okkur eitt rauðvínsglas á Vínbarnum með þeim eftir sýningu.

Annars erum við svo bara að fara að taka okkur til fyrir ferðina í bústaðinn. Vona bara að frostið verði ekki of mikið svo við getum ekki farið í pottinn :-) Hlakka mikið til að fara með Friðborgu og Pétri þau eru svo skemmtileg. Ætla að taka myndir og kannski kem ég þeim inn fyrir næstu jóli haha...

Þeir sem ekki kíktu í gær þá setti ég hellinga af myndum inn síðan í sumar endilega kíkið.

7 comments:

Anonymous said...

Flottar myndirnar úr gönguferðinni ykkar í "gilinu". Ég er búin að taka áskoruninni og setti inn á bloggið mitt nokkrar gamlar myndir frá því í "den" úr Skútustaðaskóla :) Það verða einhverjir glaðir að sjá þær...

Með frost og snjókveðjum frá Akureyri, Auður.

Anonymous said...

Hafið það sem best í bústað:-) Góða helgi.... Knús

Anonymous said...

Góða helgi í bústaðnum :)
Þórunn

Kristín E. said...

Hvernig var helgin??? Væri alveg til í helgi í Didda-Sigynar-bústað á næstunni :o)
kv
Kristín
var að setja inn myndir á mína bloggsíðu :þ

Fnatur said...

Geggjaðar myndirnar hér að neðar. Fæ alltaf smá heimþrá þegar ég sé svona fallegar myndir úr íslenskri náttúru.

brynjalilla said...

miss you kiss you

Anonymous said...

Jæja á ekkert að fara að blogga??