Sunday, February 8, 2009

Loksins kominn sunnudagur

Yfirleitt hlakka ég ekki til sunnudaga því þá er helginni að ljúka og skóli eða vinna að taka við. En í dag er þessi sunnudagur dásamlegur því Ingó kemur heim í kvöld. Þetta er búin að vera ansi löng og leiðinleg helgi og það versta er ég er búin að vera hundlöt að læra og á ekki eftir að brillera í þessu prófi á þriðjudaginn en svona er lífið. Var heima í allan gærdag var nú eitthvað að læra en að mestu að skipuleggja þessa sölu fyrir Guðnýju og vil ég þakka öllum þeim sem keyptu af henni og bendi á að það er enn tími fyrir ykkur hin til að kaupa :-). Svo var Guðný með stelpnapartý í gær fyrir stelpurnar úr bekknum sínum og ég keypti pizzur handa þeim og þær skemmtu sér vel. Þakka líka öllum sem reyndu að draga mig úr húsi ekki síst Andreu og Guðrúnu en ég ákvað að halda mér bara heima. Stelpur næst!!! Í dag er það svo að læra og taka aðeins til og gera fínt áður en Ingó kemur. Guðný er að fara að keppa æfingarleik við Valsstelpur og á að mæta kl 12:30 niður á Þróttaravöllinn. Úti er sól og smá gola og líklega pínu kalt. Ásta vaknaði eldsnemma og fór til Sollu vinkonu sinnar að læra og Úlfur er nýkominn heim frá ömmu Sellu. Talaði við Ingó áðan hann var bara hress það fer að styttast í að hann fari í lestina til Köben og svo er það kvöldflug heim í kvöld og ég ætla út á völl að sækja minn heittelskaða :-) Ekki meira í bili bið að heilsa öllum og takk fyrir að hlusta á kvartið í mér hehe.

3 comments:

imyndum said...

Takk sömuleiðis fyrir spjallið í gær, svo gott að heyra í þér.
Hlakka til að dúllast með þér um páskana... 50 og dagar... ég er farin að telja niður

brynjalilla said...

knús

Anonymous said...

Vona að Ingó hafi gengið vel. Hafðu það gott, þín systir Áslaug.