Thursday, February 12, 2009

Tannlæknir

Er öll dofin og aum var að koma frá tannlækni. Ekki það sem ég elska mest í heiminum er glöð að þessu er lokið. Búin að fara 2x núna fyrst í skoðun og myndatöku og svo laga litla skemmd og jú borgaði samtals 25þ fyrir þetta. Já ekki beint gefinst og ég dauðsé eftir þessum peningum.

En að öðru prófið er búið gekk ágætlega hefði þó viljað gera enn betur en við sjáum til þegar ég fæ einkunn. Fékk 8,5 fyrir fyrsta einstaklingsverkefnið í þjóðhagfræði og var ósátt að hún dró mig niður um 0,5 fyrir eitt svarið sem ég skil ekki því ég var að skrifa nákvæmlega það sama og aðrir. Var eitthvað að tala um að ég tengdi ekki svarið nóg vel við jöfnuna sem við áttum að vinna út frá en ég skoðaði hjá vinkonu minni og gat ekki séð að hún gerði þetta neitt öðruvísi og hún fékk fullt. Var frekar sár yfir þessu. En 8,5 er bara fín einkunn.

Er svo að fara að undirbúa mig undir næsta miðannapróf sem er 18 feb og er í stjórnun og þarf að nýta helgina vel í lestur.

Auður Kjartans er reyndar að koma í bæinn og ég ætla að reyna að gera eitthvað með henni. Svo náði ég sæti í vísindaferð til Orkuveitunnar á morgun og ætla að skella mér held að það sé flott fyrirtæki að skoða.

Fór í ræktina í gær með Mikael og tók vel á því og er öll auð og stirði í dag hehe....

Wc pappir og annað sem fólk keypti er komið og ég er að fara að keyra það út í dag/morgun.

Ekki meira í bili..

4 comments:

Anonymous said...

Gangi þér vel að læra. Bestu kveðjur úr hríðinni í Þýskalandi. Hvar er núna þetta hundaland??? :)
Þín Áslaug.

brynjalilla said...

já þessi klósettpappír gaman að fylgjast með ferli hans hahahaha, blessuð vertu ekki að hengja þig í smátatriði, flott einkun og enn eitt til að setja í skúffuna, knús á þig og ástarkveðja í tilefni morgundagsins

Anonymous said...

Búin að fara tölvurúntinn minn í dag. Verð í bandi fljótlega og við finnum okkur tíma til að hittast þegar ég kem suður. Knúsibomm, Ingveldur.

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]