Tuesday, February 3, 2009
sól og frost og geðveikt veður
Jæja þetta er orðið ansi gott bloggfrí hjá mér. Hef verið svo löt að blogga og búið að vera mikið að gera. Skólinn kominn á fullt og þar sem þessi önn er extra stutt þá eru bara að koma próf. Fyrsta prófið mitt er 10 feb í þjóðhagfræði, svo fer ég 18 feb í stjórnunarpróf og loks 24 feb í rekstargreiningu. Ég er hætt í fjármálakúrsinum sem ég byrjaði í þar sem kennari er algjörlega óhæfur og þetta er búið að vera bull frá upphafi til enda en líklega verður hann látinn hætta og ég ætla bara að taka þetta síðar, kannski í sumarskóla eða eitthvað. Skammdegið hefur lagst illa í mig og ég hef ekki alveg verið að fíla mig sem skýrir þetta bloggleysi mitt. En nú er sólin farin að skína og úti er 5 stiga frost og æðislegt verður svo ég er nú aðeins að sparka mér áfram. Margrét frænka kom og var í næstum viku hjá okkur. Hún fór í skólann með Ástu í 4 daga og skemmti sér að ég held bara vel. Það var kærleiksvika og hún fór á fyrsta skólaballið sitt með Ástu eða kærleiksballið og var mjög ánægð með það. Fór líka á söngvakeppni með Ástu en fékk í magann svo ég sótti hana. Svo fóru þær í Kringluna, í bíó með Diddunum og bara áttu góða viku saman. Arnhildur kom með hana og gisti hjá mér eina nótt svo þetta er búið að vera mikið stuð. Guðný er á fullu í fótboltanum og nú fer að koma að því að ég þurfi að bögga fólk með kaup á wc rúllum svo látið mig vita ef þið viljið kaupa, allir þurfa að nota wc pappír! Úlfur er kominn í trompfimleika og er 3x í viku. Hann er duglegur að fara en segir að þetta sé erfitt. Hann fer með nokkrum bekkjarbræðrum sínum og svo er hann að læra á píanó og ég er svo stolt af börnunum mínum eru að standa sig svo vel. Ásta er veik heima núna búin að vera í 2 daga og ekki ánægð þar sem það eru einhver próf í gangi núna sem þá frestast hjá henni. Ingó er á fullu að kenna og bera út hefur haft nóg að gera. Hann er svo að fara í þessa árlegu ferð sína með Spútnik þar sem við konurnar erum ekki velkomnar gætum orðið vitni að einhverju sem við meigum ekki vita hehe. Alltaf gaman að sjá hvað hann er í góðum félagsskap en þetta líður fljótt sem betur fer. Vona bara að við tvö eigum eftir að komast í góða helgarferð saman fljótlega. Ég ætla að kíkja á Ingigerði óléttu í dag því þá er spilatími hjá Úlfi og þá reyni ég að kíkja inn hjá henni. Svo er planið að reyna að sjá Arndísi um helgina. Arnhildur Valgarðs vinkona mín kíkti á mig uppi í skóla í gær en ég var svo upptekin við að klára verkefni að ég hafði ekki mikinn tíma til að tala við hana svo við verðum að gera það síðar. Ég var að koma úr ræktinn fór með Mikael og við vorum rosalega dugleg. Andrea kom ekki með okkur eitthvað að klikka á þessu en við höldum ótrauð áfram. Ætla að taka mig vel í geng og hætta að éta súkkulaðikúlur með Lilju hehe... Hef þetta ekki lengra bið að heilsa öllu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Vei, vei, vei :) Það var mikið að hér var hent inn færslu....ég segi nú ekki annað :) Vetrarfríið mitt er í nefnd...er ekki búin að taka neina ákvörðun um hvað ég geri :) Hafðu það gott og ekki missa þig í lærdóm...það er eitthvað annað sem er mikilvægara í lífinu :) :)
Já það er satt og ég lofa að blogga meira á næstunni ;-)
Loksins aftur eitthvað að lesa. Tek undir að þú megir ekki lesa yfir þig. Gott að þú farir í ræktina. Takk enn og aftur fyrir Margréti. Hún var mjög hress með dvölina. Saknaðarkveðjur þín Áslaug.
Gaman að fá fréttir af þér og þínum. Ég á miða til landsins 29 mars, við skipuleggjum eitthvað saman. Verð ein á ferð og fer norður sjálfsagt um 3 apr. Taktu frá dag/kvöld.
kossar
hæ elskan, gaman að heyra í þér aftur hér. Gott hjá þér að slaka á aðeins og hætta í fúlum kúrsi sem hægt er að taka seinna. Þú átt skilið að dekra við þig greinilega í skammdeginu. Ég mæli með röskum göngutúr, freyðibaði, hvítvínsglasi eða góðu tei og einhverru yndislegri tónlist, styttist í mig þó enn sé ekki nákvæmlega vitað hvenær ég kem, tekur tíma að skipuleggja þetta. Frábært hvað krakkarnir og karlinn eru að standa sig vel, gott að eiga ofurmóður og konu, hang in there darling sólin er farin að hækka á lofti.
Post a Comment