Friday, September 11, 2009

Föstudagur

Enn ein helgin og mér finnst tíminn æða áfram. Mætti upp á bókasafn rúmlega 8 þar sem við áttum frátekið herbergi. Lilja mætti upp úr hálf 9 og ekki svo löngu síðar datt Begga óvænt inn til okkar. Við þrjár byrjuðum allar að skoða skilaverkefni 1 í tölfræði og vorum vorum voða duglegar. Ég og Mikael erum saman í hóp í því verkefni og í gær bjuggum við til spurninalistann sem við ætlum að nota. Hann kom svo síðar til okkar og við fjögur fórum niður í matsal og fengum okkur að borða saman og þar lögðum við könnunin okkar fyrir 40 HR nema. Þegar við vorum búin að borða þá fórum við Mikael út í HÍ á háskólatorgið og lögðum þar fyrir 40 HÍ nema. Eftir það var farið aftur upp í skóla. Mikael fór svo að kaupa stríðsbúning en það er óvissuferð hjá vinahópi hans á morgun og stríðsþema. Begga fór um 1 leytið en við Lilja fórum að kíkja á heimadæmi. Sigurður Baugur vinur okkar sem lærði með okkur í sumar undir fjármálin kom svo og lærði með okkur. Begga mætti svo á svæðið eftir að hafa átt gott hádegi og borðað sushi. Ég fór heim um hálf 5 og ætlaði mér í ræktina en nennti svo ekki og ekki í fyrsta sinn því ég er löt að hreyfa mig núna en verð að fara að taka á því. Á morgun ætla ég að heimsækja Dísu mína úr Gutenberg og skoða nýja (gamla) húsið hennar í Kópavoginum. Hef ekkert hitt hana í sumar og hlakka ekkert smá til!!! Svo er planið að kíkja á Ingigerði þar á eftir. Eitthvað verður maður svo að læra og hjálpa dætrum mínum að læra. Hér snýst allt um lærdóm hehe.. Á sunnudaginn ætla ég í Kolaportið að selja gömul föt og stelpurnar ætla að selja Bratz dúkkur og fleira dót. Endilega ef ykkur vantar eitthvað kíkið þá á okkur.

Gleðifréttin er sú að Kristín elsku frænka mín eignaðist stelpu í morgun svo ég segi til hamingju Kristín mín og Siggi.

Í kvöld er afslöppun og á morgun sé ég kannski Ingveldi sem er hér í skólatörn og svo er kennarapartý með Ingó annað kvöld. Humm ekki svo dull helgi eftir allt.

2 comments:

ellen said...

ha ha ha alltaf nóg ad gera hjá ykkur :) Hafdu thad gott mín kaera!

Anonymous said...

En æðislegt að þú sért aftur farin að blogga. Takk fyrir pistlana. Sakna þín --- þín Áslaug.