Wednesday, September 24, 2008

Enginn tími úff og púff

Vikurnar þjóta áfram og mér finnst ég ekki hafa neinn tíma. Er ekki byrjuð að lesa neitt í markaðsfræðinni og þarf að ná mér upp þar. Fengum í dag verkefni í því fagi sem gildir 20 prósent og á skila 5. nóv. Þar erum við 4 saman sem eigum að leika ráðgjafa fyrir fyrirtæki og skila skýrslugerð um hvernig megi bæta þar og breyta. Hljómar spennandi en ansi erfitt trúlega og eins gott að það er ekki skil fyrr en í nóv því það er sko nóg annað að gera. Á morgun skilum við fyrsta verkefninu í rekstrarhagfræðinni, það gekk vel að búa það til en svo er spurning hvort við fáum gott fyrir það eða ekki held það samt :-). Fékk út úr fjárhagsbókhaldsprófinu og fékk einkunn 6. Var gjörsamlega niðurbrotin eftir það því ég hef verið að gera fullt af klaufavillum. Því miður var ég svo stressuð þegar ég mætti í prófið að það hefur haft sín áhrif. En svo sá ég meðaltalskúrfuna yfir hópinn og þar má sjá að ég er yfir meðaltali svo ég má nú bara vera sátt þar sem ég hef aldrei komið nálægt bókhaldi og ársreikningum áður. En samt langar ekki að fá 6 hummm en ath þetta var aðal fall fagið í fyrr um 50% féllu í þessum kúrs. Nú svo vorum við að fá ömurlega leiðinlegt verkefni í aðferðarfræði og á morgun fáum við verkefni í fjárhagsbókhaldinu svo ef þið haldið að ég hafi ekkert að gera þá!!!!
En að öðru fórum í kaffi til Þorgerðar um síðustu helgi. Mamma og pabbi fóru með og Ásta líka. Þar voru þær systur allar með sín börn og svo mætti Lóla með Hrafnhildi og Ássý frænka. Ég kom með eina köku og Kristín mætti með eitthvað með sér og svo var Malla með marengs og Þorgerður búin að baka og þetta varð engin smá veisla. Mikið hlegið að hinu og þessu eins og alltaff þegar við komum saman. Nú svo var saumó í gær heima hjá Siggu Dís allar mættar nema Íris og Dagný. Fengum rosalega gott rabbarbarapæ sem ég verð að fá uppskrift af bara eitt það besta sem ég hef fengið. Þar var að vanda mikið stuð.
Já svona er sem sagt lífið hjá mér og það er sko búið að vera gott að hafa mömmu og pabba sem hafa hjálpað okkur helling eins og vanalega. Nú er ég farin að læra áður en ég tek smá pásu fyrir svefninn.

5 comments:

Anonymous said...

Elsku dúllan mín, það er afrek yfirleitt að ná prófum, sérstaklega í fagi sem er manni alveg nýtt viðfangsefni svo vertu bara montin og ekkert múður! Reiknum með að koma suður annað kvöld, er búin að vera með smá hita og kvefdrullu, sofnaði um leið og ég kom heim í dag og svaf í 4tíma svo ekki alveg eins og ég á að mér, en er öll að hressast. Dreymdi snjó og tilkynni hér með að það mun snjóa hrikalega mikið og mjög snögglega, bara eins og í gamladaga. Þá vitið þið það! Kv affí

Anonymous said...

Það er greinilega mikið að gera og margt að fást við. Og 6 er fín einkunn eins og ég sagði þér, ekki síst ef maður setur hlutina í víðara samhengi. Og ef maður er að fást við nýja hluti og er samt vel yfir meðaltali hópsins þá er maður bara að standa sig prýðilega. Enda hefur þú allar forsendur til þess, systir góð. Enn eitt Danakvöldið hjá mér, að þessu sinni "út að borða í boði skólans". Mjög fína. Og mér hefur bara farið bísna mikið fram í dönsku þessa dagana. Þeir fara svo eldsnemma á föstudag og þá eru tónleikar um kvöldið með Mosfellskórnum (Gott fyrir Þorgerði að vita það!) og svo verður slappað af.
KV. Diddi

Anonymous said...

Þórdís mín...ég get huggað þig með því að ég þjáist líka af tímaskorti þessa dagana og væri til í að bæta 10 tímum í sólarhringinn, en það er víst erfitt. Ég er líka að fá fínar einkunnir fyrir verkefnin mín og ætti að vera sátt en þegar maður er kominn á þennan fína og góða aldur sem við erum á þá gerir maður meiri kröfur á sjálfan sig...ekki satt? Allt yfir 5 í einkunn er bónus var sagt einu sinni við mig og það er jákvætt :) Hafðu það gott.
Kveðja, Auður.

Anonymous said...

Elsku systir. Gakktu ekki fram af þér. Veit að þu stendur þig vel. Reyndu að slappa líka af inn á milli. Saknaðarkveðjur þín Áslaug, sem vildi ekki þurfa að skifta við þig hvað sem í boði væri :) :)

Anonymous said...

Takk fyrir síðast, alltaf gaman að hittast og hlæja mikið saman!
Eins og ég sagði þá máttu ekki láta þetta slá þig út af laginu, og verður að horfa á meðaltalið í bekknum!!
Gogogo...