Wednesday, September 17, 2008

Skóli og meiri skóli

Ég held ég hafi aldrei lært svona mikið á ævi minni en það er að skila sér ég fékk til baka skilaverkefni númer 2 í stærðfræði og ég fékk aftur 10 svo ég er auðvitað voðalega ánægð með það :-) Síðasta helgi var töff ég eyddi henni meira og minna í að lesa undir fjárhagsbókhaldspróf sem var á mánudaginn. Eftir laugardaginn var hausinn farinn að snúast og svo hitti ég Lilju og Mikael uppi í skóla á sunnudagsmorgni kl 9 og sat þar til 3. Mér gekk vonandi ágætlega í prófinu sem gilti nú ekki nema 5% en einkunn kemur upp úr helgi. Mamma og pabbi eru komin og það er gott að hafa þau. Pabbi gistir reyndar hjá Didda en mamma er hjá mér. Í gær elduðum við og buðum Aldísi og Valdemar í mat og eftir matinn hjálpaði þessi elsku besti frændi minn mér með skiladæminn í stærðfræðinni fyrir þessa vikuna. Í dag eftir skóla fór ég út á Álftarnes og hitti Ingveldi heima hjá Svandísi systur hennar. Það var auðvitað frábært að hitta hana en hún er á ráðstefnu og ætlar svo út til Brynju á föstudaginn og vera þar í tæpa viku. Elsku Brynja mikið langar mig að koma með henni en það verður víst að bíða aðeins lengur því miður. Svo talaði ég við Arndísi, Lólu, Ingigerði og Didda í síma en ég hef frekar vanrækt alla þessar vikurnar og er að reyna að bæta úr því. Núna er ég að fara að kúra með Ingó fyrir framan tv og horfa á Smallville og svo í rúmið. Úti er rok og rigning og ég man ekki á svona stundu afhverju ég bý á þessu landi hummm annar svona vetur og þá er ég farin! En hafði það sem allra best og ég vona að ég hitti einhverja um þessa helgi.

9 comments:

Anonymous said...

thví midur hittumst vid ekkert um helgina...
hér er líka ad koma haust og oft hundleidinlegir vetur med rigningu og roki ;)
Hafdu thad gott vinkona og gangi thér vel í náminu!

brynjalilla said...

dæs já það væri gaman að hitta þig um helgina, en iss við vitum það báðar að þegar þú þarft að fara í húsmæðraorlof er stutt út á flugvöll, blikkblikk, frábær árangur hjá þér í náminu, mundu samt að hugsa vel um þig svo þú fáir t.d ekki í bakið hehe.
love eins og alltaf til þín

Anonymous said...

Þú ert á Íslandi út af því að þar eru allir ættingjarnir og gott að vera ekki ein í heiminum:) Annars skil ég vel að þú hatir rok, rigningu og kulda. Mér fellur líka betur við sólina. Bestu kveðjur til pabba og mömmu. Getur Ingó ekki aðstoðað mömmu við að lesa bloggin?. Hafðu það gott. Þín gamla syss.

Anonymous said...

Við Malla vorum að spá í kaffihitting um helgina með mömmu þinni. Hvernig væri sunnudagurinn í vöfflukaffi??

Anonymous said...

Þú ert snillingur, ég er í einu skrambans fagi í fjarnámi og tekst varla að finna tíma til að læra!

Bestu kveðjur úr rokinu...

Anonymous said...

Sammála Þorg það væri gaman að ná öðru svona kaffiboði með mömmu þinni og pabba, það var svo mikið fjör síðast, aðallega inni í tölvuherbergi að syngja bahamas lagið ;) Flottar myndir sem ég á sem voru teknar við það móment!!!!

Thordisa said...

Til í vöflukaffi!! hjá hverjum????

Anonymous said...

Jæja Þórdís mín, loksins eigum við eitthvað sameiginlegt...og það er að vera gjörsamlega á haus og á bólakafi í námi og verkefnavinnu. En þetta hefst allt með góðu skipulagi :) Gangi þér vel :)
Kveðja, Auður.

Anonymous said...

Bíð eftir smá fréttum frá þér. Hlýtur að vera hægt að pikka smá í tvær mín. milli þess að reikna! :)
Sakna þín. Áslaug í rigningunni.