Wednesday, March 19, 2008

Rigning var það ekki

Var að fá þessa mynd sem á að nota á Gutenbergsíðunni læt hana flakka með er hún ekki bara ágæt :-) Kíkið svo endilega á www.gutenberg.is þar sem besta þjónustan er!

Auðvitað þegar þessi blessaða páskahelgi er að koma þá fer að rigna. Þakka samt fyrir að það er búin að vera þessi blíða því krakkarnir eru búnir að vera úti allan daginn. Fórum í ræktina beint eftir vinnu en þó eftir að vera búin að stilla til friðar milli Úlfs og einhverra krakka sem voru að leika úti á sparkvelli. Minn maður hafði lent í orðaskaki við þau og kom heim alveg bilaður og ætlaði að ná í gamla riffilin sem pabbi gaf Ingó hér um árið. Hann ætlaði sko að ógna þeim, blessað barnið er víst stundum með skapið hennar mömmu sinnar híhí. Það hafa alveg komið upp stundir þar sem mig hefur langað að kyrkja ákveðið fólk en sem betur ferð kann maður að hafa stjórn á skapi sínu svona á efri árum. Nú það var gott að fara í ræktina ekki svo margir greinilega komið frí hjá mörgum. Ég skellti mér svo í sund þ.e. pottana eftir æfinguna en Ingó þurfti að fara á æfingu með Spútnik. Guðný fékk svo bæði Jasmín og Bryndísi vinkonu sína í næturgistingu en Úlfur fékk að gista hjá Hilmari vini sínum sem var langþráð. Ásta var með Sollu og Tönju í gær og ég sótti hana um 12 leytið. Eldaði góðan mat og talaði lengi við Gyðu vinkonu í símann og fór svo og horfði á Idolið með Ingó. Sofnaði of seint og nenni ekki að mæta kl 8 í morgun en var þó komin upp úr hálf 9 sem þýðir að ég verð að vera til kl hálf 5 í dag.

En ég gleymi alveg einu haldið þið ekki að Ingveldur, Simmi og börn ætli að skella sér með okkur til Lanzarote í sumar og vera með okkur fyrstu 2 vikurnar. Petrea skvísa var að fermast og fékk þetta í fermingargjöf. Þetta verður æði við Ingveldur eru allavega geðveikt farnar að hlakka til! Hlakka til að sitja með henni í sólinni, baka mig vel og lesa í góðri bók og jafnvel sötra á góðum drykk :-). Ingó og Simmi geta notið þess að drekka sinn bjór saman í skugganum og tengdamamma á eftir að hafa það gott líka og börn skemmta sér öll veit ég. Ásta hlakka til að hafa jafnöldru sína með sér saknaði þessi svolítið síðast og fannst mamma hennar ekki nógu dugleg að leika við sig. Best væri að Jasmín gæti líka komið með okkur Guðnýjar vegna og kannski verðu það hver veit.

11 comments:

Anonymous said...

Oh enn gaman að fá félagsskap í ferðinni, hefði alveg verið til í það, ef fjármál heimilisins væru ekki í smá ólestri eftir nám frúarinna ;) Kv. Malla

Anonymous said...

Gleðilega páska mín kæra:-)
Páskaknús frá mér til þín

Anonymous said...

æðislegt að Ingveldur og fj ætla líka út. Þetta verður meiriháttar ferð hjá ykkur. Fín mynd af þér. Kv affí

brynjalilla said...

svo falleg þórdís mín, varirnar þínar slá Angelinu jólí út. Öfunda ykkur vinkonurnar á góðan hátt, við eigum enn eftir París og Manhattan allavega blikkblikk.

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Þú ert alltaf jafn sæt kæra vinkona. Veit þið eigið eftir að skemmta ykkur vel í sólinni.

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Þú ert alltaf jafn sæt kæra vinkona. Veit þið eigið eftir að skemmta ykkur vel í sólinni.

Anonymous said...

Myndin er verulega góð. Fær mður hana ekki í ramma í afmælisgjöf! Bestu kveðjur úr snjókomu, rigningu og vindi, -- meira páskafríið! Hafðu það gott. Áslaug.

Anonymous said...

Rosa fín mynd af þér mín kæra, var einmitt að reyna að kommenta á hana inni á feisbúkk :)

Takk fyrir kveðjuna í fyrradag og gleðilega páska :)

Anonymous said...

Sæl Þórdís og mikið er þetta góð mynd af þér :) Gleðilega páska :)
Kveðja, Auður

Anonymous said...

Flott mynd!!
Gledilega páska úr snjónum í Sverige!!

Anonymous said...

Hæ hæ rosalega gaman að þú skildir finna mig.Man ekki hvort ég var búin að segja þér það en við erum flutt til Keflavíkur og líkar bara vel.Það væri rosalega gaman að hittast með krakkana kannski í sumar eða eitthvað.verum allavega í bandi kv Jóhanna fyrrum nágranni :)