Tuesday, March 25, 2008

Páskafríið búið

Þá er maður mættur til vinnu aftur eftir páskafrí hefði nú viljað eiga fleiri daga heima. Á fimmtudaginn skelltum við Ingó okkur í Laugar tókum góða æfingu og svo var farið heim að græja alla því við vorum á leið í fermingarveislu hjá Salvöru frænku hans Ingó. Hún er barnabarn Stefu systur hennar tengdamömmu. Veislan var haldin í sal úti í Kópavogi og maturinn var frá Salatbarnum eins og við vorum með í fyrra ekki slæmt. Ekki fannst börnum mínum gaman í svona veislu enda fór pabbi þeirra heim með þau á undan og kom svo og sótti okkur Sellu.

Á föstudaginn fórum við í Laugar og sund á eftir það var meiriháttar veður og yndislegt að vera úti. Síðan var Ingó á leið á Sauðárkrók og ég var tvístígandi með að fara með honum. En þegar það kom svo í ljós að enginn var í Reykjavík allir í burtu þá ákvað ég að skella mér með honum. Ásta fór til vinkonu sinnar sem bauð henni svo að fara í bústað en þau litlu til Sellu. Ég henti í tösku á hálf tíma og skellti mér norður. Pétur, Kein og Styrmir bróðir hans Stjána voru með okkur en Stjáni og Elín voru á króknum með strákana og Kiddi K og Unnur voru á Sigló. Skemmtum okkur þrælvel á leiðinni og fengum gistingu í stóru gistiheimili sem enginn annar var í nema við. Ég var svona ekki alveg viss hvort ég ætti að fara á ballið þar sem ég var ein en dreif mig svo. Þar sagði Stjáni mér að Guðný og Kalli, en það er fólk sem bauð okkur í mat síðast þegar við vorum á Króknum, vildu endilega að ég kíkti á þau. Svo það varð úr að ég rölti til þeirra enda búa þau c.a. 5 húsum frá ballstaðnum. Þar voru vinahjón þeirra í heimsókn og ég endaði með að sitja þar til að verða hálf 3. En þá röltu Kalli og Guðný með mér yfir á ballið. Ekki var nú mikið af fólki á mínum aldri svo það var gott að hafa eytt meirihluta kvöldsins hjá þeim hjónum. Rótaði svo með Ingó á eftir og er bara orðin nokkuð flink þó ég segi sjálf frá hehe.. Keyrðum svo heim næsta dag uppúr hádegi var frekar þreytt um kvöldið.

Á páskadag fórum við svo upp í bústað til Didda bróður. Byrjuðum á því að keyra inn á Selfoss og heimasækja Ingigerði og Sigtrygg sem voru stödd hjá foreldrum Ingigerðar. Einar og Kristín keyptu sér nefnilega hús í fyrra á Selfossi sem þau nota sem sumarhús ferlega sætt og gaman að koma þangað. Amma hennar var þarna líka og við vorum drifin inn í vöflukaffi. Lubbi frekar glaður að sjá okkur enda langt síðan við höfum hist. Nú uppi í bústað eldaði Sigyn dýrindis nautakjöt og gæs og allir voru vel saddir á eftir. Ásta og Solla vinkona hennar komu til okkar og gistu með okkur og meira að segja Gummi var á svæðinu og Eiríkur pabbi Sigynar. Þeir fóru reyndar í bæinn eftir matinn. Gaman að sjá Gumma maður sér hann ekki svo oft. Bróðir minn var svo búinn á því eftir tiltekt í kjallaranum sama dag að hann sofnaði uppi í stól sitjandi við arininn. Það endaði svo þannig að við Ingó fórum ein í pottinn og sátum þar frá 1-4 um nóttina. Ótrúlega næs enda var alveg logn, stjörnur á himni og búið að kveikja á kyndlum allt í kringum pottinn þvílíkt rómó. Næsta dag var nú bara slappað af og sofið út og svo keyrðum við heim og enduðum þessa páska á að fara í mat til Sellu sem eldaði hrygg handa okkur. Svo horfðum við á ameríska idolið sem við erum alveg húkt á og er ekkert smá skemmtilegt í ár. Ég tók svo fullt af myndum og á eftir að setja þær inn. Þar með líkur þessum páskum og alvaran tekin við.

7 comments:

Anonymous said...

Hæ hó
bara að kvitta fyrir innlitið, er að stökkva heim, fara að rutta aðeins til í íbúðinni hennar mömmu og svo leggjast aðeins og lesa ef ég er heppin og næ frístund... :)
Kv, Ingvelds.

Anonymous said...

Gaman að heyra hvað páskarnir hafa verið góðir hjá ykkur. Er að koma á morgun með Myndlistaskólanum, gistum á Smáragötunni eins og venjulega. Get örugglega hitt á ykkur aðeins. VÖ fór í dag suður, allt gekk vel hjá þeim, lítill snjór á leiðinni. Hlakka til að sjá ykkur. KV affí

X said...

Alltaf gaman að lesa þig sæta mín. Ég fékk hálfgert áfall. Sá afmælisfærsluna um Ástu. Mér finnst eins og ég hafi komið við hjá þér í gær, í Ásabyggðinni og kíkt á hana nýfædda. Ómæ. Þá var ég sona rétt rúmlega fimmtán híhí..

brynjalilla said...

guð hvað þessi pottur og þetta kvöld hljómar dásamlega

Thordisa said...

Já Rut svona er þetta og það passar þú varst rétt 15 ára hehe á sama aldri og hún Ásta er núna. Tíminn líður og bráðum ferðu bara sjálf að ferma. Þetta kvöld var æði Brynja alveg dásamlegt.

Anonymous said...

Mikið var gott að þið áttuð góða páska. Allavega huggulegheit og frændfólk, og vinir. Vona að þú þraukir svo út vikuna, hí,hí. Það er alveg að koma aftur helgi.Þín systir Áslaug.

Anonymous said...

Gott að heyra að páskafríið hafi verið svona gott:-) Hlakka til að sjá þig á þriðjudaginn í saumó, aldrei að vita nema við verðum á rúntinum um helgina og kíkjum í kaffi....