Friday, March 14, 2008

sól og helgin að koma

Það er sól úti í dag og enginn snjór á götunum þó svo Esjan sé alhvít. Vaknaði í morgun full af gleði og tilhlökkun því það er að koma helgi svo stutt vinnuvika og svo páskafrí. Átti yndislegan morgun heima því ég þurfti ekki að mæta fyrr en kl 9 svo það var bara dúllerí þangað til. Ásta mátti sofa fyrstu 2 tímana þar sem hún var á árshátíð í gær og kom ekki heim fyrr en kl 12 eftir svaka skemmtun. Það þurfti því ekki að keyra hana í skólann, þau litlu fóru sjálf enda ekki nema 2 hús í skólann hehe svo við Ingó gátum verið í ró og næði áður en ég fór að vinna. Ég var að koma úr myndatöku núna rétt í þessu. Það á að fara að taka heimasíðuna okkar hjá Gutenberg í gegn svo við vorum send í stúdíó svaka stuð vona að það komi flottar myndir út úr þessu. Í kvöld erum við Ingó svo að fara í leikhúsið með Gutenberg og það verður rosalega gaman. Eftir það þarf hann því miður að fara að spila en ég fer og fæ mér að borða með liðinu á Lækjarbrekku og svo heima. Á morgun erum við Ingó jafnvel með einhver rómantísk plön í tilefni af afmælinu hans sem er á mánudaginn. Hann átti að vera í fríi annað kvöld en svo kom á síðustu stundu inn árshátíð á Grandhótel. En við gerum eitthvað saman tvö þrátt fyrir það kemur í ljós síðar hvað það verður :-) Nú svo langar mig bara að komast í ræktina hef lítið getað farið síðustu daga en bæti úr því um helgina. Svo ég sendi ykkur bara sólarkveðjur héðan úr höfuðborg okkar Íslendinga og sakna allra vina minna og ættingja sem eru langt í burtu frá mér og er hamingjusöm yfir að eiga yndislegustu börn og mann í heimi. Knús og kreist frá þeirri sem er glöð að vetur er að enda :-)

Mynd sem Ásta tók af mér í vetur

6 comments:

Anonymous said...

Hér er líka sól og vor í lofti... alveg yndislegur tími framundan :)

hafdu thad gott um helgina.

//Ellen

Anonymous said...

Líka sól hér og dásamlegt veður :)
...en leiðindaslabb... við látum það nú ekki á okkur fá! :)

Góða helgi mín kæra :)

Anonymous said...

Góða helgi mín kæra, hittumst við ekki bara eftir miðnætti á Nasa??

Thordisa said...

Það verður stappað á Nasa mín kæra þar sem miðinn ykkar gildir þar inn dettur ekki til hugar að nokkur annar komist að nema tónleikagestir :-) En það væri gaman að taka smá gleðikvöld með þér við tækifæri.

brynjalilla said...

oh þú ert svo sæt og ekki skemmir þessi kápa fyrir, sá eins um daginn í köben, langaði að herma en vissi sem var að ég myndi ekki ná þessum glæsileika eins og þú, hlakka svo óendanlega mikið að sjá þig elskan mín í júní vonandi í sól og sumaryl, þín Brynja

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]