Það var -6° í morgun og kalt en þó ekki eins kalt og á laugardaginn þegar það var hiti en bilaður vindur. Ég held stundum að ég hafi fæðst í vitlausu landi því ég bara er ekki vetrarmanneskja. Ég ræ að því öllum árum að fá hann Ingó með mér til útlanda sem fyrst, bæði til að prófa eitthvað nýtt og til að komast úr þessum rosalega kulda og myrkri sem hjúpar okkur öll eins og súkkulaði.
En nóg um það ég gleymdi því alveg í gær að við Ingigerður tókum þátt í æsispennandi njósnaleik á laugardaginn. Þannig var að við vorum að koma úr bænum eftir að vera helfrosnar, þó búnar að sitja á Vegamótum og borða heitan mat, og vorum að keyra framhjá 101 hótel þegar við sjáum brúðarbíli Ingibjargar Pálmadóttur standa þar fyrir utan og fyrir innan sjáum við glitta í Jón Ásgeir og Jóhannes. Nú við snérum auðvitað við á punktinum og komum aftur að hótelinu þar sem Jón Ásgeir var að hoppa inn í þennan líka flotta Range Rover og þá ákváðum við að elta hann hehe.. Og við keyrðum um Þingholtin og alveg að kirkjunni og sáum þá stíga út. Nú við ákváðum því næst að keyra og skoða veislusvæðið en þar var allt krökt af securitas mönnum sem greinilega áttu að passa að enginn kæmist þarna nálægt. Nú þá ákváðum við að keyra aftur upp að 101 hótel og freysta þess að sjá Ingibjörgu labba út en auðvitað var þá bíllinn farinn svo við keyrðum bara aftur niður að kirkjunni og reyndum að spæja hvaða fína fólk væri þar að koma inn. Hlógum mikið að þessu uppátæki okkar en fengum spæjarskírteini seinna um daginn hehe...
Nú Ingó er á fullu að klára síðasta verkefnið sitt áður en hann fær kennsluréttindin sín. Mikið verður nú gaman þegar það verður í höfn.
Svo var bara verið að þvo og taka til fyrir ferðina norður en við ætlum að keyra eftir vinnu hjá Ingó í kvöld. Hlakka mikið til að hitta fjölskylduna og elsku Ingveldi mína. Ingó minn heittelskaði er svo að spila á Vélsmiðjunni bæði föstudagskvöld og laugardagskvöld og ég ætla með honum. Ætla að draga Ingveldi og Simma með allavega annað kvöldið og kannski Affí og Ella svo þetta gæti bara orðið mikið stuð. Svo kannski kíkjum við Ingó í búðir gerum það stundum á Akureyri hehe fyndið að fara norður til þess en þá hefur maður bara oft svo mikin tíma til að stússast plús það að bærinn er svo lítill að það tekur ekki langan tíma að skanna hann.
Það verður allavega gott að vera í fríi á morgun.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Góða ferð norður ;)
á að fara að troðast uppá mann, gat verið! Ég sem ætlaði að láta ömmu passa fyrir mig en neeiiii! he he..
iss Kristín getur sko alveg gist hjá þeim eina nótt ætlarðu að koma á ball með mér ég býð eða hehe Ingó býður
Ég skil alveg hvað þú átt við með að það sé gott að versla á Akureyri. Ég geri þetta þegar ég kem til landnsins... frá París, öfugsnúið kanski en eins og þú segir, maður er ekki svo lengi að skanna úrvalið sem er samt töluvert þar sem hver búð er yfirleitt með meira en eitt merki.
Góða ferð og akið varlega!!
Góða ferð norður og skemmtið ykkur vel, hvort sem það er í vélsmiðjunni, í búðum eða hjá mömmu þinni. Bið að heilsa öllum sem ég þekki:-) Knús
ég bid líka ad heilsa foreldrum thínum og ödrum sem ég gaeti thekkt. Hér er veturinn lík ad koma en kanski ekki alveg eins kallt og hjá ykkur, ég sakna stunfum thess ad fá ekki almennilegan vetur:)
Kram Ellen
Góða ferð og góða skemmtun, bið líka að heilsa :)
Þórunn
Post a Comment